Ampop notar Star Wars-tækni 10. júní 2007 09:00 Hljómsveitin Ampop studdist við „green screen“ tækni í sínu nýjasta myndbandi. Hljómsveitin Ampop notaðist við svokallaða „green screen“ tækni við upptökur á nýjasta myndbandi sínu við lagið Gets Me Down. Er það að finna á plötunni Sail to the Moon sem kom út fyrir síðustu jól. Æskufélagi Birgis og Kjartans úr Ampop, Arnar Ívarsson, leikstýrði myndbandinu. „Hann er búinn að vera frá blautu barnsbeini ofboðslegur Star Wars-aðdáandi. Hann hefur verið að gera litlar myndir sem styðjast við sömu tæknibrellur. Það má segja að hann sé af tækniskólanum,“ segir Birgir. „Það var ákveðið að fara þessa „green screen“ leið sem er sama tækni og er notuð af Spielberg og félögum, þannig að við vorum í góðum höndum.“ Að sögn Birgis tóku upptökur á myndbandinu einn dag en eftirvinnslan tók töluvert lengri tíma en þeir félagar bjuggust við. „Smáskífan kom út í lok nóvember í fyrra og við ætluðum að ná þessu upp úr áramótunum en tæknivinnan og metnaður leikstjórans var svo mikill að þetta var bara að detta inn í seinustu viku.“ Birgir tekur þó fram að biðin hafi verið þess virði og rúmlega það. „Ég er alltaf að ganga sama veginn í myndbandinu en textinn fjallar um endurtekningarnar í lífinu, að festast í sama farinu og ná sér ekki út úr því. Viedóið gengur út á það.“ Ampop spilar hérna heima á þjóðhátíðardaginn 17. júní og seinna í sumar stefnir sveitin á tónleikahald í Manchester og hugsanlega í London. Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hljómsveitin Ampop notaðist við svokallaða „green screen“ tækni við upptökur á nýjasta myndbandi sínu við lagið Gets Me Down. Er það að finna á plötunni Sail to the Moon sem kom út fyrir síðustu jól. Æskufélagi Birgis og Kjartans úr Ampop, Arnar Ívarsson, leikstýrði myndbandinu. „Hann er búinn að vera frá blautu barnsbeini ofboðslegur Star Wars-aðdáandi. Hann hefur verið að gera litlar myndir sem styðjast við sömu tæknibrellur. Það má segja að hann sé af tækniskólanum,“ segir Birgir. „Það var ákveðið að fara þessa „green screen“ leið sem er sama tækni og er notuð af Spielberg og félögum, þannig að við vorum í góðum höndum.“ Að sögn Birgis tóku upptökur á myndbandinu einn dag en eftirvinnslan tók töluvert lengri tíma en þeir félagar bjuggust við. „Smáskífan kom út í lok nóvember í fyrra og við ætluðum að ná þessu upp úr áramótunum en tæknivinnan og metnaður leikstjórans var svo mikill að þetta var bara að detta inn í seinustu viku.“ Birgir tekur þó fram að biðin hafi verið þess virði og rúmlega það. „Ég er alltaf að ganga sama veginn í myndbandinu en textinn fjallar um endurtekningarnar í lífinu, að festast í sama farinu og ná sér ekki út úr því. Viedóið gengur út á það.“ Ampop spilar hérna heima á þjóðhátíðardaginn 17. júní og seinna í sumar stefnir sveitin á tónleikahald í Manchester og hugsanlega í London.
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira