Tónlist

Heiðruð í London

Ástralska söngkonan fær heiðursverðlaun 29. október.
Ástralska söngkonan fær heiðursverðlaun 29. október.

Ástralska söngkonan Kylie Minogue verður fyrsta konan til að hljóta bresku Trust-heiðursverðlaunin. Verða þau afhent við hátíðlega athöfn í London 29. október. Á meðal þeirra sem hafa áður fengið þessi heiðursverðlaun eru Sir Elton John og Peter Gabriel.

„Kylie á þessi verðlaun skilið fyrir tuttugu ár á toppnum í þessu erfiða starfi. Hún hefur veitt milljónum manna innblástur með kynþokka sínum, heiðarleika og kærleika,“ sagði Dave Munns, formaður dómnefndarinnar. „Kylie á sérstakan sess í hjarta þessa lands og vinsældir hennar virðast sífellt vera að aukast.“

Kylie gaf út sitt fyrsta smáskífulag, I Should Be So Lucky, árið 1987 og náði það miklum vinsældum. Hún er um þessar mundir að vinna að sinni tíundu hljóðversplötu og virðist því vera að ná sér á strik eftir að hafa greinst með brjóstakrabbamein.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.