Tónlist

Fær spænsk verðlaun

Tónlistarmaðurinn Bob Dylan verður heiðraður á Spáni í október.
Tónlistarmaðurinn Bob Dylan verður heiðraður á Spáni í október.

Bandaríski tónlistarmaðurinn Bob Dylan fær spænsku heiðursverðlaunin Prinsinn of Asturias afhent í október næstkomandi. Formaður dómnefndarinnar sagði að Dylan væri „lifandi goðsögn í tónlistinni og leiðtogi þeirrar kynslóðar sem lét sig dreyma um að breyta heiminum“. Á meðal þeirra sem hafa áður unnið þessi sömu verðlaun, sem þykja afar virt, er leikstjórinn Woody Allen.

Dylan, sem er 66 ára, fór á topp bandaríska vinsældalistans í fyrsta sinn í þrjátíu ár með síðustu plötu sinni Modern Times. Þar með varð hann elsta núlifandi manneskjan sem tókst að koma plötu beint í efsta sætið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.