Tónlist

[box] spilar á Íslandi

[box] Hljómsveitin alþjóðlega heldur tónleika hérlendis á mánudag.
[box] Hljómsveitin alþjóðlega heldur tónleika hérlendis á mánudag.

Alþjóðlega hljómsveitin [box] heldur tónleika á Gauki á Stöng mánudaginn 18. júní. Sveitin er hugarfóstur dönsku menningarstofnunarinnar Inkling Film sem hafði það að markmiði að leiða saman fjóra kunna tónlistarmenn sem höfðu aldrei leikið saman áður, láta þá taka upp plötu og fara í stutta tónleikaferð um Evrópu.

Endar sú ferð í Reykjavík. Hljómsveitina skipa Trevor Dunn frá Bandaríkjunum, Morgan Ågren frá Svíþjóð, Raoul Björkenheim frá Finnlandi og Ståle Storløkken frá Noregi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.