Radiohead með nýja plötu 15. júní 2007 08:45 Radiohead eru langt komnir með sína nýja plötu. Radiohead sagði frá því á heimasíðu sinni fyrr í vikunni að þeir væru langt komnir með nýja plötu. Hljómsveitin lokaði sig af í stúdíói síðasta haust og hefur unnið að plötunni með stuttum hléum síðan þá. Stefnt er á að platan komi út síðar á þessu ári en ekkert hefur verið ákveðið með útgáfu. Sex platna samningur Radiohead við EMI rann út eftir útgáfu síðustu plötu og ætlar hljómsveitin ekki að semja við nýtt fyrirtæki eða taka aðrar ákvarðanir um útgáfu fyrr en nýja platan er tilbúin. Fjögur ár eru síðan síðasta plata þeirra, Hail to the Thief, kom út. Hljómsveitin á gríðarlega stóran aðdáendahóp um allan heim og víst að marga er farið að þyrsta eftir nýrri tónlist frá henni. Meðlimir Radiohead hafa lítið gefið frá sér um hvaða stefnu þeir taka á þessari plötu. Thom York hefur þó sagt í viðtali að tilfinningalega sé hún ef til vill líkust OK Computer. Ef marka má færslur á heimasíðu hljómsveitarinnar munu þeir líka halda áfram að vera pólitískir. Thom á það nefnilega sameiginlegt með mörgum íslenskum tónlistarmönnum að hafa miklar áhyggjur af stefnu stjórnvalda í umhverfismálum og hvetur fólk til að taka virkan þátt í mótmælum gegn stefnu þeirra. Af því nýja efni að dæma sem þeir spiluðu á tónleikum síðasta sumar er líklegt að þeir haldi áfram með það sem þeir byrjuðu á á síðustu plötu. Að blanda saman gítarrokki eins og af fyrstu plötunum og raftónlistartilraunum Kid A og Amnesiac. Þetta eru þó allt spádómar og aðdáendur verða að bíða í nokkra mánuði í viðbót eftir útgáfu plötunnar. Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Radiohead sagði frá því á heimasíðu sinni fyrr í vikunni að þeir væru langt komnir með nýja plötu. Hljómsveitin lokaði sig af í stúdíói síðasta haust og hefur unnið að plötunni með stuttum hléum síðan þá. Stefnt er á að platan komi út síðar á þessu ári en ekkert hefur verið ákveðið með útgáfu. Sex platna samningur Radiohead við EMI rann út eftir útgáfu síðustu plötu og ætlar hljómsveitin ekki að semja við nýtt fyrirtæki eða taka aðrar ákvarðanir um útgáfu fyrr en nýja platan er tilbúin. Fjögur ár eru síðan síðasta plata þeirra, Hail to the Thief, kom út. Hljómsveitin á gríðarlega stóran aðdáendahóp um allan heim og víst að marga er farið að þyrsta eftir nýrri tónlist frá henni. Meðlimir Radiohead hafa lítið gefið frá sér um hvaða stefnu þeir taka á þessari plötu. Thom York hefur þó sagt í viðtali að tilfinningalega sé hún ef til vill líkust OK Computer. Ef marka má færslur á heimasíðu hljómsveitarinnar munu þeir líka halda áfram að vera pólitískir. Thom á það nefnilega sameiginlegt með mörgum íslenskum tónlistarmönnum að hafa miklar áhyggjur af stefnu stjórnvalda í umhverfismálum og hvetur fólk til að taka virkan þátt í mótmælum gegn stefnu þeirra. Af því nýja efni að dæma sem þeir spiluðu á tónleikum síðasta sumar er líklegt að þeir haldi áfram með það sem þeir byrjuðu á á síðustu plötu. Að blanda saman gítarrokki eins og af fyrstu plötunum og raftónlistartilraunum Kid A og Amnesiac. Þetta eru þó allt spádómar og aðdáendur verða að bíða í nokkra mánuði í viðbót eftir útgáfu plötunnar.
Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira