Helguvík í heimanmund 18. júní 2007 06:00 Í VG er hvergi jafn næm tilfinning fyrir æðaslætti samfélagsins og í fingurgómum félaga Ögmundar. VG hefði ekki tapað helmingi af fylginu, sem flokkurinn hafði náð upp úr áramótum, ef forystan hefði ekki ýtt honum til hliðar í kosningabaráttunni. Hann hefði örugglega komið í veg fyrir feigðarflan hins „femíníska" formanns sem gat ekki hugsað sér að konan Ingibjörg Sólrún yrði forsætisráðherra. VG væri þá að öllum líkindum í ríkisstjórn í dag en ekki áttavillt á pólitísku hjarni eilífrar stjórnarandstöðu. Þrjár stefnur VGÖgmundur er snjallasti áróðursmaður VG. Þess vegna er það nú hlutverk hans að reyna að líma saman brotin, og leiða athyglina frá þeirri kreppu sem forysta VG bjó flokknum með því að koma í veg fyrir græna velferðarstjórn. Í þeim tilgangi hefur þingmaðurinn birt hér í blaðinu greinaflokk þar sem ný ríkisstjórn er sökuð um að hafa ekki þegar spyrnt lagalegum fæti við virkjunum í Þjórsá, og áformum um álver í Helguvík. Það blæs sem sagt öðruvísi í ból Ögmundar en á þeim dögum sem hann greiddi, tiltölulega nýr þingmaður, atkvæði með stækkun í Straumsvík. Það eru þó skiljanleg veðrabrigði sem hann þarf ekki að skýra. @Megin-Ol Idag 8,3p :Hins vegar ætti Ögmundur að íhuga að taka upp í greinaflokk sinn skýringar á því, hvernig afstaða VG til einstakra virkjana og stóriðjuvera hefur sveiflast til og frá síðustu árin - allt fram á síðustu vikur - þannig að ekki er nokkur leið að átta sig á hver afstaða flokksins er í raun. Mig rak þannig í rogastans að heyra nýjan þingmann VG, Árna Þór Sigurðsson, lýsa yfir á sumarþinginu, að hann hefði á sínum tíma stutt orkuöflun á óröskuðum svæðum af því orkuna átti að nota á Grundartanga. Afstaða hans til álvera virðist m.a. fara eftir því hvar þau eru staðsett. Annar þingmaður VG, Kolbrún Halldórsdóttir, er hins vegar á móti öllum álverum. Þriðji þingmaðurinn, sjálfur formaðurinn, mælti í upphafi kosningabaráttunnar fyrir algeru stoppi, breytti því svo í fimm ára stopp, og loks niður í þriggja ára stopp. Hver þessara þriggja mismunandi skoðana gæti hugsanlega verið stefna VG? Hér hefur félagi Ögmundur framtíðarverkefni fyrir höndum. Helguvík fyrir ríkisstjórnFlækjustig VG nálgast svo hið óleysanlega þegar rýnt er í afstöðu formanns VG. Í dag er hann, eins og margir góðir Samfylkingarmenn, andstæðingur virkjana í neðri Þjórsá. Þó eru ekki liðin tvö ár síðan Steingrímur lýsti þeim sem mjög eðlilegum og hagkvæmum virkjanakostum. Orðrétt sagði formaður VG: „Neðri virkjanirnar í Þjórsá eru mjög hagkvæmar vegna þess að þær nýta alla miðlunina sem fyrir er ofar í Þjórsársvæðinu. Núpavirkjun og síðan Urriðafossvirkjun eru að vísu ekki án umhverfisfórna. Það þarf vissulega að fara vel yfir það, en að breyttu breytanda eru þær mjög eðlilegur virkjunarkostur áður en menn ráðast í ný og óröskuð svæði." Hámarki náði vingulshátturinn þegar Steingrímur J. Sigfússon biðlaði til Sjálfstæðisflokksins um myndun ríkisstjórnar í hádegisviðtali við Stöð 2 nokkrum dögum eftir kosningar - og bauð Helguvík í heimanmund. Fréttamaður spyr Steingrím hvort VG muni hvika frá kröfum sínum um stopp á stóriðju. Áður en haninn nær að gala einu sinni er formaður VG búinn að kasta stefnunni út í hafsauga og svarar, orðrétt: „...við förum alltaf í allar viðræður með það að markmiði að reyna að ná sem allra mestu fram en það þýðir ekkert að fara fyrirfram með ultimatum, með úrslitakosti inn í slíkar viðræður, þá geta menn alveg eins sleppt því." Fréttamaðurinn skynjar á augabragði hvað felst í yfirlýsingu formanns VG, og spyr að bragði hvort Helguvíkurálver gæti sloppið í gegn? Það stendur ekki á svari hjá hinum stefnufasta formanni VG: „Ef að þannig er að það er ekki tæknilega og lagalega hægt að stoppa hana, nú þá standa menn frammi fyrir slíku." Þetta getur enginn maður skilið öðru vísi en svo, að formaður VG var reiðubúinn að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum án þess að gera kröfu um að álver í Helguvík yrði stöðvað með sérstökum lögum. Er þetta ekki efni í nýjan greinaflokk fyrir félaga Ögmund? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Í VG er hvergi jafn næm tilfinning fyrir æðaslætti samfélagsins og í fingurgómum félaga Ögmundar. VG hefði ekki tapað helmingi af fylginu, sem flokkurinn hafði náð upp úr áramótum, ef forystan hefði ekki ýtt honum til hliðar í kosningabaráttunni. Hann hefði örugglega komið í veg fyrir feigðarflan hins „femíníska" formanns sem gat ekki hugsað sér að konan Ingibjörg Sólrún yrði forsætisráðherra. VG væri þá að öllum líkindum í ríkisstjórn í dag en ekki áttavillt á pólitísku hjarni eilífrar stjórnarandstöðu. Þrjár stefnur VGÖgmundur er snjallasti áróðursmaður VG. Þess vegna er það nú hlutverk hans að reyna að líma saman brotin, og leiða athyglina frá þeirri kreppu sem forysta VG bjó flokknum með því að koma í veg fyrir græna velferðarstjórn. Í þeim tilgangi hefur þingmaðurinn birt hér í blaðinu greinaflokk þar sem ný ríkisstjórn er sökuð um að hafa ekki þegar spyrnt lagalegum fæti við virkjunum í Þjórsá, og áformum um álver í Helguvík. Það blæs sem sagt öðruvísi í ból Ögmundar en á þeim dögum sem hann greiddi, tiltölulega nýr þingmaður, atkvæði með stækkun í Straumsvík. Það eru þó skiljanleg veðrabrigði sem hann þarf ekki að skýra. @Megin-Ol Idag 8,3p :Hins vegar ætti Ögmundur að íhuga að taka upp í greinaflokk sinn skýringar á því, hvernig afstaða VG til einstakra virkjana og stóriðjuvera hefur sveiflast til og frá síðustu árin - allt fram á síðustu vikur - þannig að ekki er nokkur leið að átta sig á hver afstaða flokksins er í raun. Mig rak þannig í rogastans að heyra nýjan þingmann VG, Árna Þór Sigurðsson, lýsa yfir á sumarþinginu, að hann hefði á sínum tíma stutt orkuöflun á óröskuðum svæðum af því orkuna átti að nota á Grundartanga. Afstaða hans til álvera virðist m.a. fara eftir því hvar þau eru staðsett. Annar þingmaður VG, Kolbrún Halldórsdóttir, er hins vegar á móti öllum álverum. Þriðji þingmaðurinn, sjálfur formaðurinn, mælti í upphafi kosningabaráttunnar fyrir algeru stoppi, breytti því svo í fimm ára stopp, og loks niður í þriggja ára stopp. Hver þessara þriggja mismunandi skoðana gæti hugsanlega verið stefna VG? Hér hefur félagi Ögmundur framtíðarverkefni fyrir höndum. Helguvík fyrir ríkisstjórnFlækjustig VG nálgast svo hið óleysanlega þegar rýnt er í afstöðu formanns VG. Í dag er hann, eins og margir góðir Samfylkingarmenn, andstæðingur virkjana í neðri Þjórsá. Þó eru ekki liðin tvö ár síðan Steingrímur lýsti þeim sem mjög eðlilegum og hagkvæmum virkjanakostum. Orðrétt sagði formaður VG: „Neðri virkjanirnar í Þjórsá eru mjög hagkvæmar vegna þess að þær nýta alla miðlunina sem fyrir er ofar í Þjórsársvæðinu. Núpavirkjun og síðan Urriðafossvirkjun eru að vísu ekki án umhverfisfórna. Það þarf vissulega að fara vel yfir það, en að breyttu breytanda eru þær mjög eðlilegur virkjunarkostur áður en menn ráðast í ný og óröskuð svæði." Hámarki náði vingulshátturinn þegar Steingrímur J. Sigfússon biðlaði til Sjálfstæðisflokksins um myndun ríkisstjórnar í hádegisviðtali við Stöð 2 nokkrum dögum eftir kosningar - og bauð Helguvík í heimanmund. Fréttamaður spyr Steingrím hvort VG muni hvika frá kröfum sínum um stopp á stóriðju. Áður en haninn nær að gala einu sinni er formaður VG búinn að kasta stefnunni út í hafsauga og svarar, orðrétt: „...við förum alltaf í allar viðræður með það að markmiði að reyna að ná sem allra mestu fram en það þýðir ekkert að fara fyrirfram með ultimatum, með úrslitakosti inn í slíkar viðræður, þá geta menn alveg eins sleppt því." Fréttamaðurinn skynjar á augabragði hvað felst í yfirlýsingu formanns VG, og spyr að bragði hvort Helguvíkurálver gæti sloppið í gegn? Það stendur ekki á svari hjá hinum stefnufasta formanni VG: „Ef að þannig er að það er ekki tæknilega og lagalega hægt að stoppa hana, nú þá standa menn frammi fyrir slíku." Þetta getur enginn maður skilið öðru vísi en svo, að formaður VG var reiðubúinn að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum án þess að gera kröfu um að álver í Helguvík yrði stöðvað með sérstökum lögum. Er þetta ekki efni í nýjan greinaflokk fyrir félaga Ögmund?
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun