„Lítum á okkur sem danshljómsveit“ 23. júní 2007 10:00 The Rapture hefur alltaf átt stóran aðdáendahóp hér á landi eftir tónleikana á Airwaves árið 2002 en margir telja tónleikana þá bestu í sögu hátíðarinnar. Trommuleikari sveitarinnar, Vito Roccoforte (lengst til hægri), vonast til að sveitin geti endurtekið leikinn. Ég var einn af þeim sem upplifðu hina goðsagnakenndu tónleika The Rapture á Airwaves árið 2002. Þá hafði ég eingöngu heyrt eitt lag með sveitinni en eftir tónleikana fór ég beint á netið og pantaði mér allt útgefið efni með henni. Tónleikarnir voru vægast stórkostlegir og eru án efa með eftirminnilegustu tónleikum sem ég hef sótt. Ég hóf þess vegna viðtalið á því að spyrja Vito um þessa fimm ára gömlu tónleika. Þið eruð að koma hingað til Íslands í annað sinn, er annars rétt að fyrri tónleikarnir hafi verið ykkar fyrstu utan Bandaríkjanna? „Þetta voru einir af þeim fyrstu já, þegar við vorum að byrja að spila utan Bandaríkjanna. Virkilega spennandi.“ Manstu eftir tónleikunum? „Já, já, ég man mjög vel eftir þeim. Þetta eru einir af bestu tónleikunum sem við höfum spilað á. Áhorfendurnir voru frábærir. Líka... ég man eftir því að hafa ráfað um Reykjavík eftir tónleikana í miklum kulda og allir voru virkilega fullir, glerbrot út um allt...“ Einmitt! Hefðbundin helgi í Reykjavík. „[Hlátur] Við trúðum þessu varla og vorum alveg furðulostnir.“ Þetta verður vafalaust alveg eins núna, nema ég lofa betra veðri. „Vá, frábært. Ég man einmitt eftir að hafa reynt að komast inn á skemmtistaði og fólk stóð í röðum, alveg að farast úr kulda. Síðan þegar hurðin opnaðist tróðst eitthvað fólk inn á meðan við hin héldum áfram að standa úti í kuldanum.“ Ég þekki þetta ágætlega, agalegt alveg. En segðu mér nú aðeins frá sögu The Rapture. „Nú, ég og Luke [Jenner, gítarleikari hljómsveitarinnar og annar söngvarinn] stofnuðum hana á vesturströnd Bandaríkjanna [þeir eru báðir frá San Diego en stofnuðu sveitina formlega í San Francisco], fluttum síðan til New York, hittum Matt [Safer, bassaleikari og hinn söngvarinn] og Gabe [Gabriel Andruzzi, hljómborðs-, saxafón- og ásláttarleikari sveitarinnar] og þannig er The Rapture núna. Og síðan við kynntumst þeim hefur allt verið frábært.“ Hvað með nafnið, hvaðan er það komið? Ég nefnilega heyrt ýmsar sögur. „Það kemur frá gaur, Helios Creed, sem var í sveitinni Chrome sem er ein af mínum uppáhaldssveitum. Þetta er sem sagt lag með honum [Af plötunni Cromagnum Man frá 1998].Samvinnan við DFAÁ fyrstu breiðskífunni ykkar, Mirror, heyrir maður greinilega að þið eruð að stefna í áttina að þessu dans-pönki eða póst-pönk afturhvarfi, en hversu mikilvægt var fyrir ykkur að fá plötusamning hjá DFA ef við miðum við þróun tónlistar ykkar? (Reyndar þrættum við Vito fyrst um hvort Mirror væri virkilega breiðskífa eða stuttskífa (LP eða EP).Hann sagðist iðulega kalla hana EP en að plötufyrirtækið hafi á sínum tíma viljað kalla hana LP, væntanlega til þess að selja fleiri plötur. Á plötunni eru aðeins átta lög og er hún um 25 mínútur að lengd.)„Þegar við hittum DFA, sem voru á þeim tíma eingöngu James [Murphy, aðalmaðurinn á bakvið LCD Soundsystem] og Tim [Goldsworthy], þá var það í raun ekki plötufyrirtæki. Eingöngu tveir gaurar með góða hugmynd. Við skiptumst síðan á skoðunum og hlustuðum saman á tónlist. Þannig að við... þú veist, bara sátum með þeim og hlustuðum á plötur í ár eða eitthvað og byrjuðum síðan að vinna saman. Það var afar heilladrjúgt fyrir okkur alla að viðo skyldum hittast. Þeir voru með sína eigin sveit sem var að gera sína eigin hluti og passaði vel fyrir verðandi plötufyrirtæki þeirra. Við hittum síðan fólk sem rak hljóðver og þeir voru upptökustjórar sem virkilega náðu að framkalla það sem við vildum.“Greinilega undraplötur sem þið hlustuðu á þarna í denn. En áður en þið gáfuð út Echoes hjá DFA gáfuð þið út EP skífuna Out of the Races and Onto the Tracks hjá Sub Pop. Hvers vegna gáfuð þið ekki út fleiri skífur hjá þeim?„Við sömdum við Sub Pop þegar við bjuggum í Seattle í um sex mánuði. En um leið og við skrifuðum undir samninginn þá keyptum við okkur sendiferðabíl og fluttum til New York. Þetta var bara eitt af þessu sem gerist; Tengiliðurinn [á ensku: A&R] okkar þar var rekinn og með lélegum samskiptum náðum við einhvern veginn að eyðileggja öll okkar sambönd sem höfðu verið að byggjast upp. Þau voru samt mjög kúl gagnvart þessu. Við höfðum skrifað undir tveggja platna samning en við gáfum þeim bara þessa EP-plötu og þeir leyfðu okkur að fara.“Urðuð þið ekkert svekktir á þeim tíma yfir því að hafa misst af þessum samningi?„Jú, þetta var í raun erfiður tími fyrir okkur því við höfðum verið hjá Sub Pop sem er mjög stórt indí-plötufyrirtæki. Við vildum frekar vera hjá DFA sem var samt ekkert plötufyrirtæki á þeim tíma. Við fórnuðum því miklu öryggi til þess að koma hugmyndum okkar á framfæri með DFA. Við vorum samt tilbúnir til þess að taka þessa áhættu til að geta gert eitthvað nýtt og meira okkar eigið.“Á lausuNúna eru þið hins vegar hjá Motown/Universal. Eruð þið sem sagt búnir að selja djöflinum sálu ykkar? „Uh, já við gerðum það fyrir löngu síðan [mikil hlátrasköll].“Er samt betra að vera hjá plöturisa?„Svona, þú veist, ef ég á að vera hreinskilinn þá eru risarnir ekkert það versta í heimi. Þetta fer eingöngu eftir plötufyrirtækinu sjálfu. Mörg „indí“-plötufyrirtæki eru alveg eins skítug og vond og risaplötufyrirtækin.“ Þau óska þess bara að vera eins og risaplötufyrirtækin...„Já, algjörlega. Þessi fyrirtæki starfa á mjög svipaðan hátt, alveg óháð stærð, nema þau eru ekki með eins mikið peningaflæði. Þannig að á margan hátt er töluvert verra að vera hjá einhverju sjálfstæðu litlu plötufyrirtæki. Þetta fer samt mest eftir því hvaða fólk vinnur hjá þessum plötufyrirtækjunum.“Þannig að risarnir hjá Universal koma vel fram við ykkur?„Já, hingað til. Þeir standa aldrei í vegi okkar og hafa aldrei verið með einhverjar athugasemdir vegna atriða sem þeir telja að muni ekki selja plötur.“Ætlið þið ykkur þá að vera áfram þarna?„Við sjáum hvað setur. Samningur okkar er útrunninn og ég veit ekki alveg hvað við gerum en þetta eru athyglisverðir tímar, í ljósi dræmrar plötusölu í heiminum og allt það.“Dansinn dunarÞið eruð líka nýbúnir að stofna ykkar eigið dansplötufyrirtæki. Verður lögð meira áhersla á það í staðinn? „Við erum að vinna mikið í því akkúrat núna, sem er erfitt, því við erum svo uppteknir við að spila á tónleikum úti um allt og hugsa um sjálfa hljómsveitina. En þetta danselement í tónlist ykkar. Er dansinn mikilvægari í huga ykkar en rokkið eða pönkið? „Uhh, ég held að, þú veist, þegar við vinnum saman sem hljómsveit þá lítum við á okkur sem danstónlistarsveit. Ég held samt að rokkið, pönkið og allt annað sé alveg jafn mikilvægt enda liggja rætur okkar þar. Ég ólst upp við að fara á pönktónleika og var pönkari. En já, núna, þá erum við alveg pottþétt danstónlistarsveit en við höfum auðvitað þennan [pönk-rokk] bakgrunn.“ Er The Rapture að verða samt meira raf-danstónlistarsveit? „Við erum alltaf að stefna meir og meir í þá átt. En ég meina, The Rapture sem hljómsveit... æi, maður veit aldrei. Svona þróast einfaldlega frá plötu til plötu og í raun er aldrei hægt að ákveða svona fyrirfram. Ég gæti sagt að næsta plata myndi þróast út í frekari rafdanstónlist en svo endar hún sem hreinræktuð rokkplata. Reyndar höfum við verið í fríi í mánuð og erum nýbyrjaðir að semja efni fyrir næstu plötu, sem gengur meira að segja bara mjög vel. Nú, fá áhorfendur að heyra nýtt efni þegar þið spilið hér á landi? „Já, það gæti farið svo. Við eigum eitt lag sem við höfum verið að spila en hefur ekki enn komið út og heitir No Sex For Ben. Mér finnst lagið mjög gott og vonandi náum við að taka það. Kannski, ef við verðum búnir að setja saman eitthvað af þessu nýja dóti, spilum við það líka, maður veit aldrei.“ Tónleikar The Rapture eru eins og áður segir á Nasa næstkomandi þriðjudagskvöld en íslenska hljómsveitin Motion Boys sér um upphitun. Þegar þetta er skrifað eru enn til örfáir miðar á midi.is. Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Ég var einn af þeim sem upplifðu hina goðsagnakenndu tónleika The Rapture á Airwaves árið 2002. Þá hafði ég eingöngu heyrt eitt lag með sveitinni en eftir tónleikana fór ég beint á netið og pantaði mér allt útgefið efni með henni. Tónleikarnir voru vægast stórkostlegir og eru án efa með eftirminnilegustu tónleikum sem ég hef sótt. Ég hóf þess vegna viðtalið á því að spyrja Vito um þessa fimm ára gömlu tónleika. Þið eruð að koma hingað til Íslands í annað sinn, er annars rétt að fyrri tónleikarnir hafi verið ykkar fyrstu utan Bandaríkjanna? „Þetta voru einir af þeim fyrstu já, þegar við vorum að byrja að spila utan Bandaríkjanna. Virkilega spennandi.“ Manstu eftir tónleikunum? „Já, já, ég man mjög vel eftir þeim. Þetta eru einir af bestu tónleikunum sem við höfum spilað á. Áhorfendurnir voru frábærir. Líka... ég man eftir því að hafa ráfað um Reykjavík eftir tónleikana í miklum kulda og allir voru virkilega fullir, glerbrot út um allt...“ Einmitt! Hefðbundin helgi í Reykjavík. „[Hlátur] Við trúðum þessu varla og vorum alveg furðulostnir.“ Þetta verður vafalaust alveg eins núna, nema ég lofa betra veðri. „Vá, frábært. Ég man einmitt eftir að hafa reynt að komast inn á skemmtistaði og fólk stóð í röðum, alveg að farast úr kulda. Síðan þegar hurðin opnaðist tróðst eitthvað fólk inn á meðan við hin héldum áfram að standa úti í kuldanum.“ Ég þekki þetta ágætlega, agalegt alveg. En segðu mér nú aðeins frá sögu The Rapture. „Nú, ég og Luke [Jenner, gítarleikari hljómsveitarinnar og annar söngvarinn] stofnuðum hana á vesturströnd Bandaríkjanna [þeir eru báðir frá San Diego en stofnuðu sveitina formlega í San Francisco], fluttum síðan til New York, hittum Matt [Safer, bassaleikari og hinn söngvarinn] og Gabe [Gabriel Andruzzi, hljómborðs-, saxafón- og ásláttarleikari sveitarinnar] og þannig er The Rapture núna. Og síðan við kynntumst þeim hefur allt verið frábært.“ Hvað með nafnið, hvaðan er það komið? Ég nefnilega heyrt ýmsar sögur. „Það kemur frá gaur, Helios Creed, sem var í sveitinni Chrome sem er ein af mínum uppáhaldssveitum. Þetta er sem sagt lag með honum [Af plötunni Cromagnum Man frá 1998].Samvinnan við DFAÁ fyrstu breiðskífunni ykkar, Mirror, heyrir maður greinilega að þið eruð að stefna í áttina að þessu dans-pönki eða póst-pönk afturhvarfi, en hversu mikilvægt var fyrir ykkur að fá plötusamning hjá DFA ef við miðum við þróun tónlistar ykkar? (Reyndar þrættum við Vito fyrst um hvort Mirror væri virkilega breiðskífa eða stuttskífa (LP eða EP).Hann sagðist iðulega kalla hana EP en að plötufyrirtækið hafi á sínum tíma viljað kalla hana LP, væntanlega til þess að selja fleiri plötur. Á plötunni eru aðeins átta lög og er hún um 25 mínútur að lengd.)„Þegar við hittum DFA, sem voru á þeim tíma eingöngu James [Murphy, aðalmaðurinn á bakvið LCD Soundsystem] og Tim [Goldsworthy], þá var það í raun ekki plötufyrirtæki. Eingöngu tveir gaurar með góða hugmynd. Við skiptumst síðan á skoðunum og hlustuðum saman á tónlist. Þannig að við... þú veist, bara sátum með þeim og hlustuðum á plötur í ár eða eitthvað og byrjuðum síðan að vinna saman. Það var afar heilladrjúgt fyrir okkur alla að viðo skyldum hittast. Þeir voru með sína eigin sveit sem var að gera sína eigin hluti og passaði vel fyrir verðandi plötufyrirtæki þeirra. Við hittum síðan fólk sem rak hljóðver og þeir voru upptökustjórar sem virkilega náðu að framkalla það sem við vildum.“Greinilega undraplötur sem þið hlustuðu á þarna í denn. En áður en þið gáfuð út Echoes hjá DFA gáfuð þið út EP skífuna Out of the Races and Onto the Tracks hjá Sub Pop. Hvers vegna gáfuð þið ekki út fleiri skífur hjá þeim?„Við sömdum við Sub Pop þegar við bjuggum í Seattle í um sex mánuði. En um leið og við skrifuðum undir samninginn þá keyptum við okkur sendiferðabíl og fluttum til New York. Þetta var bara eitt af þessu sem gerist; Tengiliðurinn [á ensku: A&R] okkar þar var rekinn og með lélegum samskiptum náðum við einhvern veginn að eyðileggja öll okkar sambönd sem höfðu verið að byggjast upp. Þau voru samt mjög kúl gagnvart þessu. Við höfðum skrifað undir tveggja platna samning en við gáfum þeim bara þessa EP-plötu og þeir leyfðu okkur að fara.“Urðuð þið ekkert svekktir á þeim tíma yfir því að hafa misst af þessum samningi?„Jú, þetta var í raun erfiður tími fyrir okkur því við höfðum verið hjá Sub Pop sem er mjög stórt indí-plötufyrirtæki. Við vildum frekar vera hjá DFA sem var samt ekkert plötufyrirtæki á þeim tíma. Við fórnuðum því miklu öryggi til þess að koma hugmyndum okkar á framfæri með DFA. Við vorum samt tilbúnir til þess að taka þessa áhættu til að geta gert eitthvað nýtt og meira okkar eigið.“Á lausuNúna eru þið hins vegar hjá Motown/Universal. Eruð þið sem sagt búnir að selja djöflinum sálu ykkar? „Uh, já við gerðum það fyrir löngu síðan [mikil hlátrasköll].“Er samt betra að vera hjá plöturisa?„Svona, þú veist, ef ég á að vera hreinskilinn þá eru risarnir ekkert það versta í heimi. Þetta fer eingöngu eftir plötufyrirtækinu sjálfu. Mörg „indí“-plötufyrirtæki eru alveg eins skítug og vond og risaplötufyrirtækin.“ Þau óska þess bara að vera eins og risaplötufyrirtækin...„Já, algjörlega. Þessi fyrirtæki starfa á mjög svipaðan hátt, alveg óháð stærð, nema þau eru ekki með eins mikið peningaflæði. Þannig að á margan hátt er töluvert verra að vera hjá einhverju sjálfstæðu litlu plötufyrirtæki. Þetta fer samt mest eftir því hvaða fólk vinnur hjá þessum plötufyrirtækjunum.“Þannig að risarnir hjá Universal koma vel fram við ykkur?„Já, hingað til. Þeir standa aldrei í vegi okkar og hafa aldrei verið með einhverjar athugasemdir vegna atriða sem þeir telja að muni ekki selja plötur.“Ætlið þið ykkur þá að vera áfram þarna?„Við sjáum hvað setur. Samningur okkar er útrunninn og ég veit ekki alveg hvað við gerum en þetta eru athyglisverðir tímar, í ljósi dræmrar plötusölu í heiminum og allt það.“Dansinn dunarÞið eruð líka nýbúnir að stofna ykkar eigið dansplötufyrirtæki. Verður lögð meira áhersla á það í staðinn? „Við erum að vinna mikið í því akkúrat núna, sem er erfitt, því við erum svo uppteknir við að spila á tónleikum úti um allt og hugsa um sjálfa hljómsveitina. En þetta danselement í tónlist ykkar. Er dansinn mikilvægari í huga ykkar en rokkið eða pönkið? „Uhh, ég held að, þú veist, þegar við vinnum saman sem hljómsveit þá lítum við á okkur sem danstónlistarsveit. Ég held samt að rokkið, pönkið og allt annað sé alveg jafn mikilvægt enda liggja rætur okkar þar. Ég ólst upp við að fara á pönktónleika og var pönkari. En já, núna, þá erum við alveg pottþétt danstónlistarsveit en við höfum auðvitað þennan [pönk-rokk] bakgrunn.“ Er The Rapture að verða samt meira raf-danstónlistarsveit? „Við erum alltaf að stefna meir og meir í þá átt. En ég meina, The Rapture sem hljómsveit... æi, maður veit aldrei. Svona þróast einfaldlega frá plötu til plötu og í raun er aldrei hægt að ákveða svona fyrirfram. Ég gæti sagt að næsta plata myndi þróast út í frekari rafdanstónlist en svo endar hún sem hreinræktuð rokkplata. Reyndar höfum við verið í fríi í mánuð og erum nýbyrjaðir að semja efni fyrir næstu plötu, sem gengur meira að segja bara mjög vel. Nú, fá áhorfendur að heyra nýtt efni þegar þið spilið hér á landi? „Já, það gæti farið svo. Við eigum eitt lag sem við höfum verið að spila en hefur ekki enn komið út og heitir No Sex For Ben. Mér finnst lagið mjög gott og vonandi náum við að taka það. Kannski, ef við verðum búnir að setja saman eitthvað af þessu nýja dóti, spilum við það líka, maður veit aldrei.“ Tónleikar The Rapture eru eins og áður segir á Nasa næstkomandi þriðjudagskvöld en íslenska hljómsveitin Motion Boys sér um upphitun. Þegar þetta er skrifað eru enn til örfáir miðar á midi.is.
Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira