Viltu eitthvað meira? 24. júní 2007 06:00 Í Ofvitanum segir Þórbergur Þórðarson frá því þegar afgreiðslustúlka spyr hann: „Var það eitthvað fleira fyrir yður?" Hann varð felmtri sleginn og fór að velta því fyrir sér hvað í ósköpunum hún gæti átt við með þessari spurningu. Niðurstaða hans var sú að hún hlyti að hafa verið að gera honum ósæmilegt tilboð og kætti það hann talsvert. „Var það eitthvað fleira fyrir yður," hugsaði hann með sér þegar hann hélt áfram býsna rogginn í bragði. „Skyldu margir hafa fengið svona tilboð í dag?" Samúð mín er öll með Þórbergi. Það er erfitt að vera rifinn upp úr þungum þönkum um æðstu rök tilverunnar til þess eins að vera inntur eftir einhverju jafnlítilmótlegu og því hvort maður þurfi mjólkurlítranum meira eða einn snúð enn. Ég á það sjálfur til að missa hugann á sveim og þurfa smá ráðrúm til að stilla hann aftur inn á víddina sem almennt er skilgreind sem raunveruleikinn. Þetta er líka stundum kallað að vera viðutan. Gegnt húsinu þar sem ég bý er lítil kjörbúð sem er opin allan sólarhringinn. Ég hef komist upp á lag með að nýta mér þjónustu hennar, enda vanhagar mig alloft um eitthvað smáræði akkúrat þegar ég ætla að grípa til þess, einkum við matseld. Þá er gott að geta skotist yfir götuna og orðið sér úti um það. Reyndar hafa einhverjir íbúar hverfisins horn í síðu þessarar verslunar af því að þarna safnast víst ungt og annað vafasamt fólk saman án þess að hafa hljótt. Þetta er stundum kallað iðandi mannlíf og þykir eftirsóknarvert þegar það er annars staðar en beint fyrir utan heimili manns. Um daginn fór ég út í búðina. Við kassann var ég einmitt spurður: „Viltu eitthvað meira?" Ég var annars hugar og kveikti ekki alveg strax á perunni. „Vil ég eitthvað meira?" Var þetta existensíalísk spurning? Í einni svipan fór ég yfir hlutskipi mitt í lífinu og hugleiddi vonir mínar og væntingar til tilverunnar. Niðurstaðan var sú að ég svaraði „nei" af slíkri sannfæringu að fát kom á afgreiðslupiltinn. Ég er ánægður með þessa verslun, hún léttir mér lífið. Ég er þakklátur fyrir að geta hvenær sem er skotist út eftir því sem mér hefur láðst að eiga nægar birgðir af. Einkum er ég þó þakklátur fyrir að vera minntur á hvað það er gott að vilja ekkert meira. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Í Ofvitanum segir Þórbergur Þórðarson frá því þegar afgreiðslustúlka spyr hann: „Var það eitthvað fleira fyrir yður?" Hann varð felmtri sleginn og fór að velta því fyrir sér hvað í ósköpunum hún gæti átt við með þessari spurningu. Niðurstaða hans var sú að hún hlyti að hafa verið að gera honum ósæmilegt tilboð og kætti það hann talsvert. „Var það eitthvað fleira fyrir yður," hugsaði hann með sér þegar hann hélt áfram býsna rogginn í bragði. „Skyldu margir hafa fengið svona tilboð í dag?" Samúð mín er öll með Þórbergi. Það er erfitt að vera rifinn upp úr þungum þönkum um æðstu rök tilverunnar til þess eins að vera inntur eftir einhverju jafnlítilmótlegu og því hvort maður þurfi mjólkurlítranum meira eða einn snúð enn. Ég á það sjálfur til að missa hugann á sveim og þurfa smá ráðrúm til að stilla hann aftur inn á víddina sem almennt er skilgreind sem raunveruleikinn. Þetta er líka stundum kallað að vera viðutan. Gegnt húsinu þar sem ég bý er lítil kjörbúð sem er opin allan sólarhringinn. Ég hef komist upp á lag með að nýta mér þjónustu hennar, enda vanhagar mig alloft um eitthvað smáræði akkúrat þegar ég ætla að grípa til þess, einkum við matseld. Þá er gott að geta skotist yfir götuna og orðið sér úti um það. Reyndar hafa einhverjir íbúar hverfisins horn í síðu þessarar verslunar af því að þarna safnast víst ungt og annað vafasamt fólk saman án þess að hafa hljótt. Þetta er stundum kallað iðandi mannlíf og þykir eftirsóknarvert þegar það er annars staðar en beint fyrir utan heimili manns. Um daginn fór ég út í búðina. Við kassann var ég einmitt spurður: „Viltu eitthvað meira?" Ég var annars hugar og kveikti ekki alveg strax á perunni. „Vil ég eitthvað meira?" Var þetta existensíalísk spurning? Í einni svipan fór ég yfir hlutskipi mitt í lífinu og hugleiddi vonir mínar og væntingar til tilverunnar. Niðurstaðan var sú að ég svaraði „nei" af slíkri sannfæringu að fát kom á afgreiðslupiltinn. Ég er ánægður með þessa verslun, hún léttir mér lífið. Ég er þakklátur fyrir að geta hvenær sem er skotist út eftir því sem mér hefur láðst að eiga nægar birgðir af. Einkum er ég þó þakklátur fyrir að vera minntur á hvað það er gott að vilja ekkert meira.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun