Tónlist

Live Earth í beinni

Hljómsveitin Red Hot Chili Peppers spilar á Liver Earth 7. júlí næstkomandi.
Hljómsveitin Red Hot Chili Peppers spilar á Liver Earth 7. júlí næstkomandi.

Tónlistarviðburðurinn Live Earth verður í beinni útsendingu á Skjá einum laugardaginn 7. júlí. Sýndir verða tónleikar frá níu mismunandi stöðum í sjö heimsálfum, þar á meðal frá New York, Sydney, Jóhannesarborg og Tókýó. Auk þess verður sent beint frá Suðurskautslandinu. Hefst fjörið klukkan sjö að morgni og stendur yfir í heilan sólarhring.



Meira en 150 tónlistarmenn koma fram á tónleikunum sem eru haldnir til að berjast gegn loftslagsbreytingunum í heiminum. Á meðal þeirra verða Red Hot Chili Peppers, Madonna, Duran Duran, Bon Jovi, Damien Rice, Smashing Pumpkins, The Police, The Beastie Boys og Metallica.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.