Tónlist

The Rapture spilar á Nasa í kvöld

Hljómsveitin The Rapture heldur tónleika á Nasa í kvöld.
Hljómsveitin The Rapture heldur tónleika á Nasa í kvöld.

Bandaríska danspönksveitin The Rapture heldur tónleika á Nasa í kvöld. Sveitin spilaði á Iceland Airwaves-hátíðinni fyrir fimm árum við mjög góðar undirtektir og ætlar nú að endurtaka leikinn.



The Rapture er á tónleikaferð að kynna nýjustu plötu sína Pieces of the People We Love. Lög af henni á borð við Get Myself Into it, Whoo! Alright-Yeah... Uh huh og Pieces of the People We Love hafa öll hljómað títt á útvarpsstöðvum og dansgólfum landsins að undanförnu. Hljómsveitin Motion Boys hitar upp fyrir The Rapture í kvöld. Enn eru til miðar á tónleikana og er miðaverð 3.900 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.