Heimboð Bjarkar einber uppspuni 27. júní 2007 02:00 Einar Örn Segir fréttina vera uppspuna frá rótum Breska götublaðið Daily Star birti í gær frétt sem fór eins og eldur í sinu um netið en þar var íslenska söngkonan Björk Guðmundsdóttir sögð hafa boðið poppstjörnunni Britney Spears að hafa afnot af heimili sínu í Reykjavík. Þar að auki var greint frá því að Björk hefði sent henni dagbókarbrot frá þeim tíma sem hún bjó í Lonon og átti í svipuðum vandamálum og Britney hefur glímt við auk bréfs þar sem íslenska stórstjarnan gefur henni góð ráð. Einar Örn Benediktsson, nánasti samstarfsmaður Bjarkar, sagði þessa frétt vera uppspuna frá rótum og í raun algjört bull. „The Daily Star hefur hingað til ekki talist áreiðanlegur miðill og þeir hafa nú bara kokkað þetta upp,“ segir Einar Örn og var hlátur í huga. „Þarna er verið að blanda saman tveimur eða fleirum saman í eina frétt og þetta heldur bara engu vatni.“ Einar segist vissulega kannast við að Björk hafi rætt málefni Britney en ekki á þessum nótum. „Þetta er byggt á viðtali sem birtist í Times en þar sagðist Björk að hún skildi vel hegðun Britney í ljósi þessa gífurlega áreitis sem hún byggi við,“ segir Einar og bætir því við að þarna hafi Björk verið að svara spurningu blaðamanns um af hverju hún byggi ekki lengur í Bretlandi. „Þar eru náttúrlega fjölmiðlar ofan í hvers manns koppi,“ segir Einar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leiðir Britney og Bjarkar liggja saman því fyrir síðustu sólóskífu Spears lýsti hún því yfir að hún væri undir áhrifum tónlistarmanna á borð við Björk. Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Breska götublaðið Daily Star birti í gær frétt sem fór eins og eldur í sinu um netið en þar var íslenska söngkonan Björk Guðmundsdóttir sögð hafa boðið poppstjörnunni Britney Spears að hafa afnot af heimili sínu í Reykjavík. Þar að auki var greint frá því að Björk hefði sent henni dagbókarbrot frá þeim tíma sem hún bjó í Lonon og átti í svipuðum vandamálum og Britney hefur glímt við auk bréfs þar sem íslenska stórstjarnan gefur henni góð ráð. Einar Örn Benediktsson, nánasti samstarfsmaður Bjarkar, sagði þessa frétt vera uppspuna frá rótum og í raun algjört bull. „The Daily Star hefur hingað til ekki talist áreiðanlegur miðill og þeir hafa nú bara kokkað þetta upp,“ segir Einar Örn og var hlátur í huga. „Þarna er verið að blanda saman tveimur eða fleirum saman í eina frétt og þetta heldur bara engu vatni.“ Einar segist vissulega kannast við að Björk hafi rætt málefni Britney en ekki á þessum nótum. „Þetta er byggt á viðtali sem birtist í Times en þar sagðist Björk að hún skildi vel hegðun Britney í ljósi þessa gífurlega áreitis sem hún byggi við,“ segir Einar og bætir því við að þarna hafi Björk verið að svara spurningu blaðamanns um af hverju hún byggi ekki lengur í Bretlandi. „Þar eru náttúrlega fjölmiðlar ofan í hvers manns koppi,“ segir Einar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leiðir Britney og Bjarkar liggja saman því fyrir síðustu sólóskífu Spears lýsti hún því yfir að hún væri undir áhrifum tónlistarmanna á borð við Björk.
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira