Kim Larsen væntanlegur til Íslands 28. júní 2007 03:00 Larsen spilaði á tvennum tónleikum á Nasa fyrir tveimur árum. fréttablaðið/heiða Danski tónlistarmaðurinn Kim Larsen og hljómsveit hans Kjukken heldur tónleika í Vodafonehöllinni hinn 24. nóvember. Hljómsveitin hefur verið á tónleikaferð um Danmörku og í haust ætlar hún að ferðast um hin Norðurlöndin. Verða lokatónleikar hennar á Íslandi. Í Vodafonehöllinni, sem er nafnið á nýja Valsheimilinu, verður hægt að selja bæði í sæti og stæði. Þykir hljómburðurinn þar betri en gengur og gerist í íþróttahúsum hérlendis, að sögn skipuleggjenda tónleika Kim Larsen. Nýjasta plata Kim Larsen og Kjukken, Gammel hankat, kom út fyrir síðustu jól. Hefur hún fengið mjög góða dóma, þar á meðal fimm stjörnur í Ekstra Bladet, BT, Jyllands Posten, MetroXpress, Politiken og Urban. Kim Larsen, sem kom síðast til Íslands fyrir tveimur árum, þykir í feiknaformi um þessar mundir en síðastliðin fimm ár hefur hann gefið út fjórar plötur sem hafa selst afar vel. Víst er að koma hans hingað til lands á eftir að vekja mikla eftirtekt enda á hann hér traustan aðdáendahóp. Miðasala verður meðal annars á Miði.is og verður hún auglýst síðar. Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Danski tónlistarmaðurinn Kim Larsen og hljómsveit hans Kjukken heldur tónleika í Vodafonehöllinni hinn 24. nóvember. Hljómsveitin hefur verið á tónleikaferð um Danmörku og í haust ætlar hún að ferðast um hin Norðurlöndin. Verða lokatónleikar hennar á Íslandi. Í Vodafonehöllinni, sem er nafnið á nýja Valsheimilinu, verður hægt að selja bæði í sæti og stæði. Þykir hljómburðurinn þar betri en gengur og gerist í íþróttahúsum hérlendis, að sögn skipuleggjenda tónleika Kim Larsen. Nýjasta plata Kim Larsen og Kjukken, Gammel hankat, kom út fyrir síðustu jól. Hefur hún fengið mjög góða dóma, þar á meðal fimm stjörnur í Ekstra Bladet, BT, Jyllands Posten, MetroXpress, Politiken og Urban. Kim Larsen, sem kom síðast til Íslands fyrir tveimur árum, þykir í feiknaformi um þessar mundir en síðastliðin fimm ár hefur hann gefið út fjórar plötur sem hafa selst afar vel. Víst er að koma hans hingað til lands á eftir að vekja mikla eftirtekt enda á hann hér traustan aðdáendahóp. Miðasala verður meðal annars á Miði.is og verður hún auglýst síðar.
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira