Kim Larsen væntanlegur til Íslands 28. júní 2007 03:00 Larsen spilaði á tvennum tónleikum á Nasa fyrir tveimur árum. fréttablaðið/heiða Danski tónlistarmaðurinn Kim Larsen og hljómsveit hans Kjukken heldur tónleika í Vodafonehöllinni hinn 24. nóvember. Hljómsveitin hefur verið á tónleikaferð um Danmörku og í haust ætlar hún að ferðast um hin Norðurlöndin. Verða lokatónleikar hennar á Íslandi. Í Vodafonehöllinni, sem er nafnið á nýja Valsheimilinu, verður hægt að selja bæði í sæti og stæði. Þykir hljómburðurinn þar betri en gengur og gerist í íþróttahúsum hérlendis, að sögn skipuleggjenda tónleika Kim Larsen. Nýjasta plata Kim Larsen og Kjukken, Gammel hankat, kom út fyrir síðustu jól. Hefur hún fengið mjög góða dóma, þar á meðal fimm stjörnur í Ekstra Bladet, BT, Jyllands Posten, MetroXpress, Politiken og Urban. Kim Larsen, sem kom síðast til Íslands fyrir tveimur árum, þykir í feiknaformi um þessar mundir en síðastliðin fimm ár hefur hann gefið út fjórar plötur sem hafa selst afar vel. Víst er að koma hans hingað til lands á eftir að vekja mikla eftirtekt enda á hann hér traustan aðdáendahóp. Miðasala verður meðal annars á Miði.is og verður hún auglýst síðar. Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Danski tónlistarmaðurinn Kim Larsen og hljómsveit hans Kjukken heldur tónleika í Vodafonehöllinni hinn 24. nóvember. Hljómsveitin hefur verið á tónleikaferð um Danmörku og í haust ætlar hún að ferðast um hin Norðurlöndin. Verða lokatónleikar hennar á Íslandi. Í Vodafonehöllinni, sem er nafnið á nýja Valsheimilinu, verður hægt að selja bæði í sæti og stæði. Þykir hljómburðurinn þar betri en gengur og gerist í íþróttahúsum hérlendis, að sögn skipuleggjenda tónleika Kim Larsen. Nýjasta plata Kim Larsen og Kjukken, Gammel hankat, kom út fyrir síðustu jól. Hefur hún fengið mjög góða dóma, þar á meðal fimm stjörnur í Ekstra Bladet, BT, Jyllands Posten, MetroXpress, Politiken og Urban. Kim Larsen, sem kom síðast til Íslands fyrir tveimur árum, þykir í feiknaformi um þessar mundir en síðastliðin fimm ár hefur hann gefið út fjórar plötur sem hafa selst afar vel. Víst er að koma hans hingað til lands á eftir að vekja mikla eftirtekt enda á hann hér traustan aðdáendahóp. Miðasala verður meðal annars á Miði.is og verður hún auglýst síðar.
Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira