Tónlist

Ófá gæsahúðaraugnablik

Hljómsveitin Dúndurfréttir. leika ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands á tvennum tónleikum í Laugardalshöll.
Hljómsveitin Dúndurfréttir. leika ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands á tvennum tónleikum í Laugardalshöll. MYND/Anton

Örfáir miðar eru eftir á aukatónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands og hljómsveitarinnar Dúndurfrétta sem flytja munu stórvirki Pink Floyd, The Wall, í Laugardalshöll í kvöld. Uppselt er á seinni tónleikana á föstudaginn.

The Wall kom fyrst út árið 1979 og vakti heimsathygli. Platan er samhangandi verk, uppvaxtarsaga ráðvillts drengs eftirstríðsáranna á Englandi sem glímir við föðurmissi, ofverndandi móður og íhaldssamt skólakerfi sem gerir hvað það getur til þess að steypa alla í sama mót.

Síðar hlotnast honum frami í tónlist en eiturlyfjanotkun, draugar fortíðar og sjálfsvorkunn verða til þess að hann lokar sig af og byggir ímyndaðan vegg í kringum sig til þess að forðast erfiðar tilfinningar raunveruleikans. Verkið verður flutt í útsetningu Haraldar Vignis Sveinbjörnssonar en á fyrstu æfingu verksins síðastliðinn föstudag voru menn sammála um það að gæsahúðaraugnablik yrðu sjálfsagt fleiri en eitt og fleiri en tvö á þessum tónleikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.