Örvhentur eins og Hendrix 1. júlí 2007 03:00 Einar Þór Jóhannesson, gítarleikari Dúndurfrétta, hefur farið á kostum með hljómsveitinni Dúndurfréttum. fréttablaðið/rósa Einar Þór Jóhannesson, gítarleikari Dúndurfrétta, fór á kostum þegar sveitin spilaði The Wall í Laugardalshöll á miðvikudagskvöld. Einar Þór er örvhentur, rétt eins og átrúnaðargoð sitt Jimi Hendrix. „Við vorum alveg í skýjunum hvað þetta kom vel út," segir Einar Þór um tónleikana. „Stemningin var engu lík og betri en maður hefur komist í tæri við áður. Að sjá næstum fulla Laugardalshöll í bandbrjáluðu stuði, það var ekki leiðinlegt." Gæsahúð allan tímannDúndurfréttum til halds og trausts var Sinfóníuhljómsveit Íslands og var Einar Þór himinlifandi með framlag hennar. „Þessi Sinfóníuhljómsveit er alveg rosalega góð og maður var með gæsahúð frá upphafi til enda. Stjórnandinn Bernaharður Wilkinson stóð sig líka eins og hetja. Ég er búinn að spila The Wall nokkrum sinnum en þetta var eins og maður væri að spila hana í fyrsta sinn." Spilaði eftir minniEinar Þór segir það ofboðslega langt síðan hann hlustaði á plötu Pink Floyd, The Wall og hann hafi því spilað lögin eftir minni í Höllinni. Hann er mikill aðdáandi Pink Floyd og segist einu sinni hafa verið nálægt því að sjá hana á tónleikum. „Ég náði næstum því að sjá þá í Hyde Park fyrir tveimur árum á Live Eight. Ég stóð fyrir utan ásamt fimmtíu þúsund öðrum og heyrði tónana en sá ekki neitt. Það var voðalega sárt en þetta gekk næstum því." Hendrix og Gilmore góðirEinar Þór byrjaði að spila á gítar þrettán ára og heillaðist fljótlega af gítarsnillingunum Jimi Hendrix, David Gilmore, Gary Moore og Steve Lukather úr Toto. Allir þessir kappar hafa eða höfðu sinn eigin stíl en Einar segist eiga erfitt með að skilgreina eigin gítarleik. „Maður spilar bara eftir því í hvernig skapi maður er. Maður getur verið sæmilegur og maður getur verið fínn," segir hann af einskærri hógværð.freyr@frettabladid.is Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Einar Þór Jóhannesson, gítarleikari Dúndurfrétta, fór á kostum þegar sveitin spilaði The Wall í Laugardalshöll á miðvikudagskvöld. Einar Þór er örvhentur, rétt eins og átrúnaðargoð sitt Jimi Hendrix. „Við vorum alveg í skýjunum hvað þetta kom vel út," segir Einar Þór um tónleikana. „Stemningin var engu lík og betri en maður hefur komist í tæri við áður. Að sjá næstum fulla Laugardalshöll í bandbrjáluðu stuði, það var ekki leiðinlegt." Gæsahúð allan tímannDúndurfréttum til halds og trausts var Sinfóníuhljómsveit Íslands og var Einar Þór himinlifandi með framlag hennar. „Þessi Sinfóníuhljómsveit er alveg rosalega góð og maður var með gæsahúð frá upphafi til enda. Stjórnandinn Bernaharður Wilkinson stóð sig líka eins og hetja. Ég er búinn að spila The Wall nokkrum sinnum en þetta var eins og maður væri að spila hana í fyrsta sinn." Spilaði eftir minniEinar Þór segir það ofboðslega langt síðan hann hlustaði á plötu Pink Floyd, The Wall og hann hafi því spilað lögin eftir minni í Höllinni. Hann er mikill aðdáandi Pink Floyd og segist einu sinni hafa verið nálægt því að sjá hana á tónleikum. „Ég náði næstum því að sjá þá í Hyde Park fyrir tveimur árum á Live Eight. Ég stóð fyrir utan ásamt fimmtíu þúsund öðrum og heyrði tónana en sá ekki neitt. Það var voðalega sárt en þetta gekk næstum því." Hendrix og Gilmore góðirEinar Þór byrjaði að spila á gítar þrettán ára og heillaðist fljótlega af gítarsnillingunum Jimi Hendrix, David Gilmore, Gary Moore og Steve Lukather úr Toto. Allir þessir kappar hafa eða höfðu sinn eigin stíl en Einar segist eiga erfitt með að skilgreina eigin gítarleik. „Maður spilar bara eftir því í hvernig skapi maður er. Maður getur verið sæmilegur og maður getur verið fínn," segir hann af einskærri hógværð.freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“