Sýn leigjendanna 2. júlí 2007 00:15 Anne Katrhin Greiner Úr seríunni WA, mynd án titils. Mynd/Anne Katrhin Greiner Samsýningin „Leigjendurnir“ var opnuð í húsakynnum SÍM á Seljavegi 32 á dögunum. Þar sýna fimm erlendir gestalistamenn verk sín sem eru í vinnslu á vinnustofum þeirra. Þýski myndlistarmaðurinn Anne Kathrin Greiner kannar hversdagslega staði og rými sem flestir leiða hjá sér. Þeir vekja eigi að síður upp persónulegar og sameiginlegar minningar og hvetja þannig til upprifjunar fortíðarinnar og tengingu hennar við nútímann. Þess utan fæst hún í verkum sínum við einstaklingsbundið samband manna við umhverfi sitt, áhrif þess, sögu og þýðingu. Hún sýnir ljósmyndaröðina WA sem hún gerði þegar hún var gestalistamaður í Listaháskólanum í Kyoto en þar kannaði hún hvernig íbúar borgarinnar þrífast saman og áhrif þeirra á umhverfi sitt. Celeste Roberge er hér í sinni þriðju heimsókn en áhugi hennar á norðlægum slóðum hefur leitt hana víða. Í verkum sínum leitast hún við að skapa húmoríska en jafnframt grafalvarlega tenginu milli jarðfræðilegs tíma og stundlegs tíma mannsins. Roberge er prófessor í skúlptúradeild Florida-háskóla og sýnir nú teikningar af næstu skúlptúrum sínum. Lesley Davy vinnur með ólíkar birtingarmyndir „landslags“ í verkum sínum þar sem ólíkum sjónarhornum er beitt með mismunandi tækni. Útkoman eru verk unnin með blandaðri tækni, svo sem ljósmyndum, skúlptúrum og myndvörpun. Upphaflega lagði hún áherslu á kennileiti í landslagi, hvort heldur náttúruleg eða manngerð en í seinni tíð hefur hún einnig fengist við teikningar unnar með ljósi, hljóði eða vindorku. Á sýningunni er verkið „Urban Scan“ en þar eru myndverk af manngerðum rispum eða ágangi sem stækkaðar voru upp og límdar á gólfflöt og gríðarmiklu myndverki sem varpað var á vegg byggingar sem einnig sýndi „sár“ í manngerðu landslagi sem listamaðurinn hafði fangað með sérstakri myndavél. Litháíska listakonan Inga Draguzyte fæst við prentlist af ýmsu tagi og blandar henni saman við aðrar efnisgerðir og aðferðir. Í verkum sínum er áherslan síður á bein náttúruform eða jarðfræðileg heldur reynir hún að endurskapa kraft þeirra með eigin hendi. Draguzyte hefur heimsótt Ísland einu sinni áður og setti landslagið hér þá töluvert mark á verkefni hennar „Landslag á ferð“ og fann hún sig knúna til að snúa aftur. Málarinn Sharyn Finnegan frá Bandaríkjunum er heilluð af sjónum og fjöllunum og ferðast hingað í annað sinn. Sökum þess hversu veðrabreytingar hér á landi eru örar hefur hún nú tekið upp kol í stað pensilsins til að reyna að fanga stemningu í íslensku landslagi. Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Samsýningin „Leigjendurnir“ var opnuð í húsakynnum SÍM á Seljavegi 32 á dögunum. Þar sýna fimm erlendir gestalistamenn verk sín sem eru í vinnslu á vinnustofum þeirra. Þýski myndlistarmaðurinn Anne Kathrin Greiner kannar hversdagslega staði og rými sem flestir leiða hjá sér. Þeir vekja eigi að síður upp persónulegar og sameiginlegar minningar og hvetja þannig til upprifjunar fortíðarinnar og tengingu hennar við nútímann. Þess utan fæst hún í verkum sínum við einstaklingsbundið samband manna við umhverfi sitt, áhrif þess, sögu og þýðingu. Hún sýnir ljósmyndaröðina WA sem hún gerði þegar hún var gestalistamaður í Listaháskólanum í Kyoto en þar kannaði hún hvernig íbúar borgarinnar þrífast saman og áhrif þeirra á umhverfi sitt. Celeste Roberge er hér í sinni þriðju heimsókn en áhugi hennar á norðlægum slóðum hefur leitt hana víða. Í verkum sínum leitast hún við að skapa húmoríska en jafnframt grafalvarlega tenginu milli jarðfræðilegs tíma og stundlegs tíma mannsins. Roberge er prófessor í skúlptúradeild Florida-háskóla og sýnir nú teikningar af næstu skúlptúrum sínum. Lesley Davy vinnur með ólíkar birtingarmyndir „landslags“ í verkum sínum þar sem ólíkum sjónarhornum er beitt með mismunandi tækni. Útkoman eru verk unnin með blandaðri tækni, svo sem ljósmyndum, skúlptúrum og myndvörpun. Upphaflega lagði hún áherslu á kennileiti í landslagi, hvort heldur náttúruleg eða manngerð en í seinni tíð hefur hún einnig fengist við teikningar unnar með ljósi, hljóði eða vindorku. Á sýningunni er verkið „Urban Scan“ en þar eru myndverk af manngerðum rispum eða ágangi sem stækkaðar voru upp og límdar á gólfflöt og gríðarmiklu myndverki sem varpað var á vegg byggingar sem einnig sýndi „sár“ í manngerðu landslagi sem listamaðurinn hafði fangað með sérstakri myndavél. Litháíska listakonan Inga Draguzyte fæst við prentlist af ýmsu tagi og blandar henni saman við aðrar efnisgerðir og aðferðir. Í verkum sínum er áherslan síður á bein náttúruform eða jarðfræðileg heldur reynir hún að endurskapa kraft þeirra með eigin hendi. Draguzyte hefur heimsótt Ísland einu sinni áður og setti landslagið hér þá töluvert mark á verkefni hennar „Landslag á ferð“ og fann hún sig knúna til að snúa aftur. Málarinn Sharyn Finnegan frá Bandaríkjunum er heilluð af sjónum og fjöllunum og ferðast hingað í annað sinn. Sökum þess hversu veðrabreytingar hér á landi eru örar hefur hún nú tekið upp kol í stað pensilsins til að reyna að fanga stemningu í íslensku landslagi.
Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira