Tónlist

Náttúruvernd á Nasa

Rúnar Júlíusson spilaði á náttúruverndartónleikunum í fyrrakvöld.
Rúnar Júlíusson spilaði á náttúruverndartónleikunum í fyrrakvöld. MYND/Anton

Styrktartónleikar náttúruverndarsamtakanna Sav­ing Iceland fóru fram við góðar undirtektir á Nasa á mánudagskvöld. Fjöldi manns var þar samankominn til að styðja málstaðinn og hlýða á nokkra af helstu tónlistarmönnum þjóðarinnar.

Um 15 bönd spiluðu á tónleikum Saving Iceland á Nasa á mánudagskvöld. Sérstaka athygli vöktu tónleikar hljómsveitarinnar Múm sem flutti efni af væntanlegri plötu sinni.

Myndum af stöðum á landinu sem hverfa undir vatn eða breytast verulega vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda var varpað á skjá á sviðinu. Einnig voru sýndar myndir af aðgerðum mótmælenda á hálendinu síðasta sumar og við íslensk sendiráð erlendis.

Á tónleikunum var tilkynnt að til stæði að reisa aftur mótmælabúðir á hálendinu í næstu viku og starfrækja þær að minnsta kosti út júlímánuð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.