Allen gerir Barcelona að Manhattan 5. júlí 2007 02:30 Hyggst færa sig yfir til Spánar og gerir mynd í Barcelona. Bandaríski leikstjórinn Woody Allen er byrjaður að sópa til sín leikurum fyrir sína næstu mynd. Meðal þeirra sem þegar hafa verið ráðnir eru Javier Bardem og Penelope Cruz og nýlega bættist Patricia Clarkson í hópinn. Fyrir þessari þrenningu fer síðan auðvitað Scarlett Johansson sem Allen virðist vera hugfangin af. Woody hefur hingað til verið þekktastur fyrir að nýta sér umhverfi Manhattan og er raunar meinilla við að fara út fyrir landsteinana. En hann hefur á undanförnum árum verið að færa sig út fyrir landsteina og borið það fyrir sig að bandarískum kvikmyndaiðnaði sé meinilla við myndir sem ekki skili gróða. Þannig hafa þrjár síðustu myndir hans, Match Point, Scoop og Cassandra's Dream að mestu leyti verið framleiddar í Bretlandi og teknar þar upp. Bretar virðist vera jafn hrifnir af Allen og sveitungar leikstjórans í New York en sömu sögu er ekki að segja um aðra íbúa Bandaríkjanna. Allen hefur ekki farið leynt með andúð sína á Hollywood og þeirri peningamaskínu sem þar virðist ráða ríkjum. Og til marks um það hefur leikstjórinn aðeins einu sinni mætt til að vera viðstaddur Óskarsverðlaunaafhendinguna en það var árið 2002 þegar kvikmyndaakademían minntist fórnarlamba hryðjuverkanna í New York. Sögusviðið að þessu sinni hjá Allen er hins vegar hvorki Manhattan né London heldur heimaborg Eiðs Smára Guðjohnsen, Barcelona, en Allen virðist vera ástfanginn af þessari höfuðborg Katalóníuhéraðsins. „Þetta á að vera ástarbréf til borgarinnar og vonandi næ ég að fanga anda borgarinnar á sama hátt og ég hef gert með Manhattan," sagði Allen á blaðamannafundi nýlega. Ekki hefur verið upplýst hver söguþráðurinn er en blaðamenn Empire leika sér með hugsanlegt handrit og skrifa á heimasíðu tímaritsins að hún verði að öllum líkindum um ljóta karlmenn sem fara á stefnumót með stúlkum sem eru sex sinnum fallegri en þeir. „Og að öllum líkindum verður hinn víðfrægi Gaudí-garður notaður á svipaðan hátt og Central Park." Áætlað er að tökur hefjist 9. júlí og því verði hún í Óskarskapphlaupinu. Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Bandaríski leikstjórinn Woody Allen er byrjaður að sópa til sín leikurum fyrir sína næstu mynd. Meðal þeirra sem þegar hafa verið ráðnir eru Javier Bardem og Penelope Cruz og nýlega bættist Patricia Clarkson í hópinn. Fyrir þessari þrenningu fer síðan auðvitað Scarlett Johansson sem Allen virðist vera hugfangin af. Woody hefur hingað til verið þekktastur fyrir að nýta sér umhverfi Manhattan og er raunar meinilla við að fara út fyrir landsteinana. En hann hefur á undanförnum árum verið að færa sig út fyrir landsteina og borið það fyrir sig að bandarískum kvikmyndaiðnaði sé meinilla við myndir sem ekki skili gróða. Þannig hafa þrjár síðustu myndir hans, Match Point, Scoop og Cassandra's Dream að mestu leyti verið framleiddar í Bretlandi og teknar þar upp. Bretar virðist vera jafn hrifnir af Allen og sveitungar leikstjórans í New York en sömu sögu er ekki að segja um aðra íbúa Bandaríkjanna. Allen hefur ekki farið leynt með andúð sína á Hollywood og þeirri peningamaskínu sem þar virðist ráða ríkjum. Og til marks um það hefur leikstjórinn aðeins einu sinni mætt til að vera viðstaddur Óskarsverðlaunaafhendinguna en það var árið 2002 þegar kvikmyndaakademían minntist fórnarlamba hryðjuverkanna í New York. Sögusviðið að þessu sinni hjá Allen er hins vegar hvorki Manhattan né London heldur heimaborg Eiðs Smára Guðjohnsen, Barcelona, en Allen virðist vera ástfanginn af þessari höfuðborg Katalóníuhéraðsins. „Þetta á að vera ástarbréf til borgarinnar og vonandi næ ég að fanga anda borgarinnar á sama hátt og ég hef gert með Manhattan," sagði Allen á blaðamannafundi nýlega. Ekki hefur verið upplýst hver söguþráðurinn er en blaðamenn Empire leika sér með hugsanlegt handrit og skrifa á heimasíðu tímaritsins að hún verði að öllum líkindum um ljóta karlmenn sem fara á stefnumót með stúlkum sem eru sex sinnum fallegri en þeir. „Og að öllum líkindum verður hinn víðfrægi Gaudí-garður notaður á svipaðan hátt og Central Park." Áætlað er að tökur hefjist 9. júlí og því verði hún í Óskarskapphlaupinu.
Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning