Hamingjudagar 5. júlí 2007 07:00 Fitan flæðir yfir mótið. Einn skúlptúra Guðrúnar Veru á sýningu hennar í Gallery Turpentine sem hún opnar á morgun. Ljósmynd/Guðrún Vera. Birt með góðfúslegu leyfi li Hamingjudagar skella á í Gallery Turpentine í eftirmiðdaginn þegar Guðrún Vera Hjartardóttir myndlistarkona opnar þar sýningu. Guðrún segist hafa smíðað sýninguna inn í rýmið á Ingólfsstrætinu þar sem Turpentine er til húsa. Verkin eru fjögur og passa inn: „Þau eru öll í stærri kantinum," segir Guðrún. Guðrún Vera hélt síðast sýningu á Íslandi í lok ársins 2005, þá í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi. Sú sýning hét „Velkomin(n) til mannheima" og túlkaði m.a. fæðingu og fyrstu skref mannsins í gleymskunni eftir að hann var gerður brottrækur frá Paradís. Í Hamingjudögum skoðar listakonan hins vegar mannlegar fýsnir og freistingar, s.s. lygi, græðgi eða hvers kyns ofneyslu sem ætlað er að fylla upp í tómleika. Verk hennar hafa um langt skeið verið bernskar mannverur úr leir í hvítu rými, einmanakennd hefur svifið yfir vötnum í sköpun listakonunnar en nú segist hún stigin til jarðar og komin í mannheima. Verkin fjögur eru unnin með blandaðri tækni, mest í leir en fleiri efni koma til. Nú eru verur hennar komnar í föt. Grunnur verkanna er unninn í plastleir: „Svona eins og krakkar eru með á leikskólum," segir listakonan. Efnið er bæði þjált í mótun og hefur mjúka áferð þegar það harðnar, þótt steypa verði glerhjálmi yfir sum eldri verka hennar til að hlífa þeim við meiðslum. Hún segist hafa byrjað með tvo póla við undirbúning sýningarinnar: hungur og græðgi. Græðgin hafi unnið á í fyrirferð í vinnslunni. Hungrið þorrið, enda ekki eins sjáanlegt og græðgin. Yfirskriftin er fengin að láni frá samnefndu leikriti Samuels Becketts. Þar sagði af hinni sælu frú sem sat í stórum sandbing og sökk æ dýpra í hauginn uns hausinn einn stóð upp úr. Guðrún segist ekki vera móralisti þótt lestir mannsins og fýsnir hafi att henni af stað í undirbúningi Hamingjudaga: „Ég er bara manneskja," segir hún og trúir á siðferðiskennd mannsins. Sýningin stendur til 22. júlí. Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Hamingjudagar skella á í Gallery Turpentine í eftirmiðdaginn þegar Guðrún Vera Hjartardóttir myndlistarkona opnar þar sýningu. Guðrún segist hafa smíðað sýninguna inn í rýmið á Ingólfsstrætinu þar sem Turpentine er til húsa. Verkin eru fjögur og passa inn: „Þau eru öll í stærri kantinum," segir Guðrún. Guðrún Vera hélt síðast sýningu á Íslandi í lok ársins 2005, þá í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi. Sú sýning hét „Velkomin(n) til mannheima" og túlkaði m.a. fæðingu og fyrstu skref mannsins í gleymskunni eftir að hann var gerður brottrækur frá Paradís. Í Hamingjudögum skoðar listakonan hins vegar mannlegar fýsnir og freistingar, s.s. lygi, græðgi eða hvers kyns ofneyslu sem ætlað er að fylla upp í tómleika. Verk hennar hafa um langt skeið verið bernskar mannverur úr leir í hvítu rými, einmanakennd hefur svifið yfir vötnum í sköpun listakonunnar en nú segist hún stigin til jarðar og komin í mannheima. Verkin fjögur eru unnin með blandaðri tækni, mest í leir en fleiri efni koma til. Nú eru verur hennar komnar í föt. Grunnur verkanna er unninn í plastleir: „Svona eins og krakkar eru með á leikskólum," segir listakonan. Efnið er bæði þjált í mótun og hefur mjúka áferð þegar það harðnar, þótt steypa verði glerhjálmi yfir sum eldri verka hennar til að hlífa þeim við meiðslum. Hún segist hafa byrjað með tvo póla við undirbúning sýningarinnar: hungur og græðgi. Græðgin hafi unnið á í fyrirferð í vinnslunni. Hungrið þorrið, enda ekki eins sjáanlegt og græðgin. Yfirskriftin er fengin að láni frá samnefndu leikriti Samuels Becketts. Þar sagði af hinni sælu frú sem sat í stórum sandbing og sökk æ dýpra í hauginn uns hausinn einn stóð upp úr. Guðrún segist ekki vera móralisti þótt lestir mannsins og fýsnir hafi att henni af stað í undirbúningi Hamingjudaga: „Ég er bara manneskja," segir hún og trúir á siðferðiskennd mannsins. Sýningin stendur til 22. júlí.
Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira