Vill semja fyrir Beyoncé 7. júlí 2007 11:30 jónsi hyggst koma lagasmíðum sínum á framfæri erlendis og vill semja fyrir Westlife og Beyoncé. „Ég fékk styrk frá Menningarsjóði Glitnis og er með tvö lög í farvatninu," segir Jón Jósep Snæbjörnsson, betur þekktur sem Jónsi. Nýlega stóð Icefusion.com og Hótel Glymur fyrir merkilegum vinnudögum í Hvalfirðinum þar sem margir af fremstu lagasmiðum þjóðarinnar hittu fyrir virta erlenda starfsbræður sína. Jónsi hefur hingað til aðallega verið þekktur fyrir söng með Svörtum fötum en hann ætlar að reyna að koma lagasmíðum sínum á framfæri erlendis. Hann var nokkuð tregur til að gefa upp hverjir væru efstir á óskalistanum. „En ég samdi þessi lög með Westlife og Beyoncé Knowles í huga," sagði Jónsi sem fannst mikið til þessarar ráðstefnu koma. „Ég vann mikið með náunga sem heitir Chris Tomaidis og útiloka síður en svo eitthvert frekara samstarf við hann." Meðal annarra erlendra lagasmiða sem komu hingað til lands voru "80-hetjan Nick Kershaw og Chesney Hawks auk hins færeyska Teits sem notið hefur töluverðrar hylli hér á landi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins náðu hinir íslensku og erlendu lagahöfundar vel saman í kyrrðinni í Hvalfirði og er allt útlit fyrir að íslenskar lagasmíðar eigi eftir að sækja í sig veðrið á erlendri grundu. Vignir Snær. Mikil vinátta tókst með honum og Nick Kershaw og útilokar gítarleikarinn síður en svo frekara samstarf. Meðal annarra sem tóku þátt í vinnudögunum var Guðmundur Jónsson, gítarleikari Sálarinnar, en mörgum þykir það eflaust tíðindum sæta að hann skuli sækja svona námskeið enda verið einn fremsti lagahöfundur landsins um árabil. Og er þekktur fyrir að vilja semja einn síns liðs. „Þetta var svona eins og hraðstefnumót, maður sat í tíu tíma yfirheyrslu og þetta var álíka erfitt og þetta var skemmtilegt," segir Guðmundur en bætir við að þetta hafi fyrst og fremst verið hálfgerð tilraun af hans hendi. „Svona fyrirkomulag er mjög algengt í Bretlandi og ég kynntist þessu aðeins þegar ég bjó þar. Ég reikna nú ekkert frekar með því að það verði framhald á svona samstarfi en það komu vissulega tvö eða þrjú frambærileg lög út úr þessu," segir Guðmundur. Guðmundur Jónsson. Tvö til þrjú lög urðu til í Hvalfirðinum sem gætu ratað á næstu Sálarplötu. Mikil vinátta tókst með þeim Vigni Snæ Vigfússyni, Sverri Bergmann og Chesney Hawks og Nick Kershaw. Vignir Snær upplýsti í samtali við Fréttablaðið að allar líkur væru á því að hann og Sverrir myndu jafnvel halda utan á næstunni til fundar við Chesney og jafnvel Kershaw. „Þetta er allt í bígerð þótt endanlegar tímasetningar séu ekki komnar á hreint." Mest lesið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Ég fékk styrk frá Menningarsjóði Glitnis og er með tvö lög í farvatninu," segir Jón Jósep Snæbjörnsson, betur þekktur sem Jónsi. Nýlega stóð Icefusion.com og Hótel Glymur fyrir merkilegum vinnudögum í Hvalfirðinum þar sem margir af fremstu lagasmiðum þjóðarinnar hittu fyrir virta erlenda starfsbræður sína. Jónsi hefur hingað til aðallega verið þekktur fyrir söng með Svörtum fötum en hann ætlar að reyna að koma lagasmíðum sínum á framfæri erlendis. Hann var nokkuð tregur til að gefa upp hverjir væru efstir á óskalistanum. „En ég samdi þessi lög með Westlife og Beyoncé Knowles í huga," sagði Jónsi sem fannst mikið til þessarar ráðstefnu koma. „Ég vann mikið með náunga sem heitir Chris Tomaidis og útiloka síður en svo eitthvert frekara samstarf við hann." Meðal annarra erlendra lagasmiða sem komu hingað til lands voru "80-hetjan Nick Kershaw og Chesney Hawks auk hins færeyska Teits sem notið hefur töluverðrar hylli hér á landi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins náðu hinir íslensku og erlendu lagahöfundar vel saman í kyrrðinni í Hvalfirði og er allt útlit fyrir að íslenskar lagasmíðar eigi eftir að sækja í sig veðrið á erlendri grundu. Vignir Snær. Mikil vinátta tókst með honum og Nick Kershaw og útilokar gítarleikarinn síður en svo frekara samstarf. Meðal annarra sem tóku þátt í vinnudögunum var Guðmundur Jónsson, gítarleikari Sálarinnar, en mörgum þykir það eflaust tíðindum sæta að hann skuli sækja svona námskeið enda verið einn fremsti lagahöfundur landsins um árabil. Og er þekktur fyrir að vilja semja einn síns liðs. „Þetta var svona eins og hraðstefnumót, maður sat í tíu tíma yfirheyrslu og þetta var álíka erfitt og þetta var skemmtilegt," segir Guðmundur en bætir við að þetta hafi fyrst og fremst verið hálfgerð tilraun af hans hendi. „Svona fyrirkomulag er mjög algengt í Bretlandi og ég kynntist þessu aðeins þegar ég bjó þar. Ég reikna nú ekkert frekar með því að það verði framhald á svona samstarfi en það komu vissulega tvö eða þrjú frambærileg lög út úr þessu," segir Guðmundur. Guðmundur Jónsson. Tvö til þrjú lög urðu til í Hvalfirðinum sem gætu ratað á næstu Sálarplötu. Mikil vinátta tókst með þeim Vigni Snæ Vigfússyni, Sverri Bergmann og Chesney Hawks og Nick Kershaw. Vignir Snær upplýsti í samtali við Fréttablaðið að allar líkur væru á því að hann og Sverrir myndu jafnvel halda utan á næstunni til fundar við Chesney og jafnvel Kershaw. „Þetta er allt í bígerð þótt endanlegar tímasetningar séu ekki komnar á hreint."
Mest lesið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira