Taugarnar í mér 8. júlí 2007 06:00 Stundum tekur maður þannig til orða að maður sé illa upplagður. En ef rýnt er í orðasambandið sést að hin undirliggjandi merking þess er afar varhugaverð. Þannig líkir maður sjálfum sér í raun við kapal sem ekki gengur upp, að eitthvað vald, manni sjálfum óviðkomandi, leggi mann ýmist upp eða niður eftir eigin geðþótta, ef ekki beinlínis af handahófi. Þannig getur maður réttlætt það að vera endalaust eins og snúið roð í hund, því sá, sú eða það sem lagði mann upp þann daginn var úti að skíta og við því sé ekkert að gera. En auðvitað leggur enginn mann upp nema maður sjálfur. Hvað mig varðar var það töluverð uppgötvun þegar ég gerði mér ljóst að það eina sem fer í taugarnar á mér er það sem ég sjálfur læt fara í þær. Vitaskuld er til fullt af fólki sem gerir sér far um að fara í taugarnar á manni. Þegar snúið er út úr fyrir manni, orð manns rangtúlkuð og manni jafnvel gerðar upp skoðanir reynir vissulega á taugarnar. Enginn er svo gjörsamlega yfir alla meðvirkni hafinn að slíkt angri hann ekki neitt. Það blundar pínulítill Zelig í okkur öllum; við viljum að öðrum líki vel við okkur. ins vegar ræður maður því sjálfur hvernig maður bregst við; hvort maður lætur etja sér á foraðið og lemur hausnum við steininn með því að reyna að útskýra eitthvað fyrir fólki sem er löngu búið að ákveða að skilja það ekki eða hvort maður kýs einfaldlega að láta það eiga sig. Maður þarf ekki að taka upp stríðshanskann bara af því að honum var kastað í mann. Maður ákveður sjálfur hvort stolt manns sé svo viðkvæmt að maður verði að gerast leiksoppur allra sem ekki sýna því tilhlýðilega lotningu eða hvort sjálfsvirðing manns stendur af sér ómaklegar atlögur. Maður ræður því sjálfur hvort maður er strengjabrúða annarra eða hefur stjórn á sér, hvort maður er aðeins samansafn skilyrtra viðbragða við áreiti eins og skynlaus skepna eða hvort maður rís undir tegundarheitinu viti gæddur maður. PS. Réttlætiskennd er síðan allt annað mál. Réttlætiskennd minni er oft misboðið. Það gerir samt ekki örlögin, náttúruöflin, Guð almáttugan eða jafnvel bara George W. Bush ábyrg fyrir því hvernig ég haga mér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Stundum tekur maður þannig til orða að maður sé illa upplagður. En ef rýnt er í orðasambandið sést að hin undirliggjandi merking þess er afar varhugaverð. Þannig líkir maður sjálfum sér í raun við kapal sem ekki gengur upp, að eitthvað vald, manni sjálfum óviðkomandi, leggi mann ýmist upp eða niður eftir eigin geðþótta, ef ekki beinlínis af handahófi. Þannig getur maður réttlætt það að vera endalaust eins og snúið roð í hund, því sá, sú eða það sem lagði mann upp þann daginn var úti að skíta og við því sé ekkert að gera. En auðvitað leggur enginn mann upp nema maður sjálfur. Hvað mig varðar var það töluverð uppgötvun þegar ég gerði mér ljóst að það eina sem fer í taugarnar á mér er það sem ég sjálfur læt fara í þær. Vitaskuld er til fullt af fólki sem gerir sér far um að fara í taugarnar á manni. Þegar snúið er út úr fyrir manni, orð manns rangtúlkuð og manni jafnvel gerðar upp skoðanir reynir vissulega á taugarnar. Enginn er svo gjörsamlega yfir alla meðvirkni hafinn að slíkt angri hann ekki neitt. Það blundar pínulítill Zelig í okkur öllum; við viljum að öðrum líki vel við okkur. ins vegar ræður maður því sjálfur hvernig maður bregst við; hvort maður lætur etja sér á foraðið og lemur hausnum við steininn með því að reyna að útskýra eitthvað fyrir fólki sem er löngu búið að ákveða að skilja það ekki eða hvort maður kýs einfaldlega að láta það eiga sig. Maður þarf ekki að taka upp stríðshanskann bara af því að honum var kastað í mann. Maður ákveður sjálfur hvort stolt manns sé svo viðkvæmt að maður verði að gerast leiksoppur allra sem ekki sýna því tilhlýðilega lotningu eða hvort sjálfsvirðing manns stendur af sér ómaklegar atlögur. Maður ræður því sjálfur hvort maður er strengjabrúða annarra eða hefur stjórn á sér, hvort maður er aðeins samansafn skilyrtra viðbragða við áreiti eins og skynlaus skepna eða hvort maður rís undir tegundarheitinu viti gæddur maður. PS. Réttlætiskennd er síðan allt annað mál. Réttlætiskennd minni er oft misboðið. Það gerir samt ekki örlögin, náttúruöflin, Guð almáttugan eða jafnvel bara George W. Bush ábyrg fyrir því hvernig ég haga mér.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun