Golf Spánverjinn Sergio Garcia lék annan hringinn á opna breska meistaramótinu á pari og hefur tveggja högga forskot á hinn sjóðheita K.J. Choi þegar tveir hringir eru eftir.
Tiger Woods er hinsvegar í vandræðum eftir gærdaginn en hann er orðinn sjö höggum á eftir Garcia eftir að hafa leikið á þremur höggum yfir pari í gær.