Cruise tekur upp í Þýskalandi 21. júlí 2007 05:45 Tom Cruise við tökur á nýjustu mynd sinni, Valkyrie. nordicphotos/afp Tökur eru hafnar í Þýskalandi á nýjustu kvikmynd Tom Cruise, Valkyrie, þrátt fyrir að framleiðendunum hafi verið meinaður aðgangur að fyrirhuguðum tökustað í Berlín. Í myndinni fer Cruise með hlutverk Claus von Stauffenberg sem var tekinn af lífi fyrir tilraun sína til að myrða Adolf Hitler. Orðrómur hefur verið uppi um að Cruise og félögum hafi verið meinaður aðgangur að tökustaðnum vegna aðildar leikarans að Vísindakirkjunni, sem þykir ekki vinsæl á meðal Þjóðverja. Hafa framleiðendur myndarinnar vísað þeim orðrómi til föðurhúsanna og segja ekkert hæft í honum. Nafn myndarinnar, Valkyrie, er vísun í dulnefni áætlunarinnar sem gerð var um að ráða Hitler af dögum. Leikstjóri myndarinnar er Bryan Singer og auk Crusie fer Kenneth Branagh með stórt hlutverk í henni. „Það hefði aldrei gengið að taka myndina upp annars staðar en í Þýskalandi,“ sagði Singer. „Ég er mjög ánægður með að við fengum Tom Cruise til að leika Stauffenberg.“ Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Tökur eru hafnar í Þýskalandi á nýjustu kvikmynd Tom Cruise, Valkyrie, þrátt fyrir að framleiðendunum hafi verið meinaður aðgangur að fyrirhuguðum tökustað í Berlín. Í myndinni fer Cruise með hlutverk Claus von Stauffenberg sem var tekinn af lífi fyrir tilraun sína til að myrða Adolf Hitler. Orðrómur hefur verið uppi um að Cruise og félögum hafi verið meinaður aðgangur að tökustaðnum vegna aðildar leikarans að Vísindakirkjunni, sem þykir ekki vinsæl á meðal Þjóðverja. Hafa framleiðendur myndarinnar vísað þeim orðrómi til föðurhúsanna og segja ekkert hæft í honum. Nafn myndarinnar, Valkyrie, er vísun í dulnefni áætlunarinnar sem gerð var um að ráða Hitler af dögum. Leikstjóri myndarinnar er Bryan Singer og auk Crusie fer Kenneth Branagh með stórt hlutverk í henni. „Það hefði aldrei gengið að taka myndina upp annars staðar en í Þýskalandi,“ sagði Singer. „Ég er mjög ánægður með að við fengum Tom Cruise til að leika Stauffenberg.“
Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög