Hark að vera ljóðskáld á Íslandi 21. júlí 2007 03:30 Þórdís Björndóttir gaf í vikunni út sína þriðju ljóðabók þrátt fyrir ungan aldur, en tvær þeirra hefur hún gefið út sjálf. Henni tekst í augnablikinu að lifa af listinni en segir að erfiðasti partur ritstarfanna sé að koma sér á framfæri. Fréttablaðið/Pjetur Þórdís Björnsdóttir hefur gefið út þriðju ljóðabók sína. Fyrsta skáldsaga hennar er svo væntanleg fyrir jólin. „Í bókinni er margt ósagt. Það er ýjað að mörgu og í ljóðunum er ákveðinn undirliggjandi óhugnaður. Nafn bókarinnar kemur úr þessum þætti hennar, þessari dulúð,“ segir Þórdís Björnsdóttir sem sendi í vikunni frá sér ljóðabókina Í felum bakvið gluggatjöldin. Þótt Þórdís sé ung að árum er þetta þriðja bók hennar, en hún hefur áður sent frá sér bækurnar Vera & Linus (2006) og Ást og appelsínur (2004) sem báðar hlutu lof gagnrýnenda. „Fyrsta bókin mín var ljóðabálkur en í þessari nýju bók eru ljóðin sjálfstæð,“ segir Þórdís. „Keimlíkt andrúmsloft er það eina sem bindur þau saman, að öðru leyti er enginn þráður í gegnum bókina.“ Fyrsta skáldsaga Þórdísar, Saga af bláu sumri, er auk þess væntanleg og kemur út fyrir næstu jól hjá bókaútgáfunni Bjarti. „Bókin fjallar um njósnir. Ung stúlka kemur í lítið þorp sem hún þekkir vel. Þar sér hún aðra stúlku sem hún verður hugfangin af. Hún fer að njósna um hana en þorir ekki að hitta hana. Svo færast njósnirnar í aukana eftir því sem líður á bókina.“ Þórdís hefur skrifað ljóð og sögur frá unga aldri. Hún segir það hafa komið sér á óvart hversu mikil vinna fari í að koma sér á framfæri, en tvær bóka sinna hefur hún gefið út sjálf. „Að vera ljóðskáld á Íslandi er mikið hark, sérstaklega þegar kemur að því að kynna sig og koma sér á framfæri. Það kom mér á óvart. Ég er búin að ætla mér að verða rithöfundur síðan ég var krakki. Þá hélt maður að verkinu væri lokið þegar maður væri búinn að skrifa bókina. En það er í raun minnsta verkefnið, allt púlið er eftir þótt bókin sjálf sé tilbúin.“ Þórdísi hefur engu að síður tekist að lifa af ljóðlistinni, sem er hennar aðalstarf í augnablikinu. „Ég fékk ritlaun og er búin að nota þau núna yfir sumartímann. Annars er ég búin að vera í námi í bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Það er auðvitað draumurinn að geta haldið áfram að lifa af ritstörfunum.“ Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Þórdís Björnsdóttir hefur gefið út þriðju ljóðabók sína. Fyrsta skáldsaga hennar er svo væntanleg fyrir jólin. „Í bókinni er margt ósagt. Það er ýjað að mörgu og í ljóðunum er ákveðinn undirliggjandi óhugnaður. Nafn bókarinnar kemur úr þessum þætti hennar, þessari dulúð,“ segir Þórdís Björnsdóttir sem sendi í vikunni frá sér ljóðabókina Í felum bakvið gluggatjöldin. Þótt Þórdís sé ung að árum er þetta þriðja bók hennar, en hún hefur áður sent frá sér bækurnar Vera & Linus (2006) og Ást og appelsínur (2004) sem báðar hlutu lof gagnrýnenda. „Fyrsta bókin mín var ljóðabálkur en í þessari nýju bók eru ljóðin sjálfstæð,“ segir Þórdís. „Keimlíkt andrúmsloft er það eina sem bindur þau saman, að öðru leyti er enginn þráður í gegnum bókina.“ Fyrsta skáldsaga Þórdísar, Saga af bláu sumri, er auk þess væntanleg og kemur út fyrir næstu jól hjá bókaútgáfunni Bjarti. „Bókin fjallar um njósnir. Ung stúlka kemur í lítið þorp sem hún þekkir vel. Þar sér hún aðra stúlku sem hún verður hugfangin af. Hún fer að njósna um hana en þorir ekki að hitta hana. Svo færast njósnirnar í aukana eftir því sem líður á bókina.“ Þórdís hefur skrifað ljóð og sögur frá unga aldri. Hún segir það hafa komið sér á óvart hversu mikil vinna fari í að koma sér á framfæri, en tvær bóka sinna hefur hún gefið út sjálf. „Að vera ljóðskáld á Íslandi er mikið hark, sérstaklega þegar kemur að því að kynna sig og koma sér á framfæri. Það kom mér á óvart. Ég er búin að ætla mér að verða rithöfundur síðan ég var krakki. Þá hélt maður að verkinu væri lokið þegar maður væri búinn að skrifa bókina. En það er í raun minnsta verkefnið, allt púlið er eftir þótt bókin sjálf sé tilbúin.“ Þórdísi hefur engu að síður tekist að lifa af ljóðlistinni, sem er hennar aðalstarf í augnablikinu. „Ég fékk ritlaun og er búin að nota þau núna yfir sumartímann. Annars er ég búin að vera í námi í bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Það er auðvitað draumurinn að geta haldið áfram að lifa af ritstörfunum.“
Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira