Ólýsanleg tilfinning að geta hlaupið og hoppað að nýju eftir 12 ára bið 22. júlí 2007 10:30 Alma Ýr missti neðan af báðum fótum aðeins 17 ára gömul. Hún segist þakklát Össuri fyrir tækifærið til þess að gera hluti sem mörgum finnst sjálfsagðir en eru það í raun ekki. Fréttablaðið/Vilhelm „Það er alveg ótrúleg og í raun ólýsanleg tilfinning að vita að maður getur hlaupið aftur," segir Alma Ýr Ingólfsdóttir, þjónustufulltrúi hjá Sjóvá, en hún var ein þeirra fimm íslensku stoðtækjanotenda sem fengu háþróaða hlaupafætur að gjöf frá Össuri hf. fyrir tveimur vikum. Alma var aðeins 17 ára gömul þegar hún fékk heilahimnubólgu og blóðsýkingu í kjölfar hennar. Það leiddi meðal annars til þess að hún missti framan af fingrum og báðum fótleggjum. Síðan eru liðin tæplega 12 ár. Alma er sú eina af fimmmenningunum sem þarf að nota tvo hlaupafætur og hún segir vikurnar tvær að mestu leyti hafa farið í að læra að halda jafnvægi á þeim. „Þetta er allt að koma. Ég reyni að vera dugleg að æfa mig að standa á fótunum og ná jafnvægi. Ég get bara hlaupið stutt enn þá, engar alvöru vegalengdir. Aðalatriðið er að ná jafnvæginu góðu og byggja svo á þeim grunni." Tryggingastofnun greiðir ekki fyrir tæki til íþróttaiðkana en fulltrúar stofnunarinnar voru viðstaddir afhendinguna. Lárus Gunnsteinsson hjá Össuri sagði í samtali við Fréttablaðið fyrir skömmu að fulltrúarnir hefðu sýnt fótunum mikinn áhuga enda væri ljóst að aflimun yki hættu á sykursýki og æðasjúkdómum vegna þess að hreyfing einstaklinganna minnkaði í kjölfarið. Alma segir að hún hafi vitað af tækninni í þónokkurn tíma en að fjárhagurinn hefði ekki leyft slíka fjárfestingu. „Mig hefur alltaf langað til þess að eignast svona. Ég hitti bæði hjólreiðamann og hlaupara frá Bandaríkjunum fyrir 11 árum. Þeir voru báðir að nota svona fætur en eins og staðan er hefði ég ekki getað keypt þá sjálf." Suður-Afríkumaðurinn Oscar Pistorius var einnig viðstaddur þegar fæturnir voru afhentir. Hann missti báða fætur neðan við hné aðeins 11 mánaða gamall en þökk sé hlaupafótum á hann í dag raunhæfa möguleika á að keppa á Ólympíuleikunum í Peking á næsta ári. „Nei, ég hef nú ekki sett mér svo háleit markmið. Það hljóta að vera einhver aldurstakmörk á leikana," segir Alma og hlær þegar hún er innt eftir því hvort hún hyggist ekki feta í fótspor Oscars. „Markmiðið er bara að geta notað þetta almennilega. Geta hlaupið og gert sömu hluti og maður gat áður, þó ekki væri nema einfalda hluti eins og að taka þátt í leikjum og hoppa. Ég hef ekki getað það í 12 ár og það var mögnuð tilfinning að hoppa allt í einu aftur eftir allan þennan tíma. Ég er mjög þakklát Össuri fyrir að gefa okkur færi á að gera hluti sem öllum finnast sjálfsagðir en eru það í raun alls ekki." Vísindi Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
„Það er alveg ótrúleg og í raun ólýsanleg tilfinning að vita að maður getur hlaupið aftur," segir Alma Ýr Ingólfsdóttir, þjónustufulltrúi hjá Sjóvá, en hún var ein þeirra fimm íslensku stoðtækjanotenda sem fengu háþróaða hlaupafætur að gjöf frá Össuri hf. fyrir tveimur vikum. Alma var aðeins 17 ára gömul þegar hún fékk heilahimnubólgu og blóðsýkingu í kjölfar hennar. Það leiddi meðal annars til þess að hún missti framan af fingrum og báðum fótleggjum. Síðan eru liðin tæplega 12 ár. Alma er sú eina af fimmmenningunum sem þarf að nota tvo hlaupafætur og hún segir vikurnar tvær að mestu leyti hafa farið í að læra að halda jafnvægi á þeim. „Þetta er allt að koma. Ég reyni að vera dugleg að æfa mig að standa á fótunum og ná jafnvægi. Ég get bara hlaupið stutt enn þá, engar alvöru vegalengdir. Aðalatriðið er að ná jafnvæginu góðu og byggja svo á þeim grunni." Tryggingastofnun greiðir ekki fyrir tæki til íþróttaiðkana en fulltrúar stofnunarinnar voru viðstaddir afhendinguna. Lárus Gunnsteinsson hjá Össuri sagði í samtali við Fréttablaðið fyrir skömmu að fulltrúarnir hefðu sýnt fótunum mikinn áhuga enda væri ljóst að aflimun yki hættu á sykursýki og æðasjúkdómum vegna þess að hreyfing einstaklinganna minnkaði í kjölfarið. Alma segir að hún hafi vitað af tækninni í þónokkurn tíma en að fjárhagurinn hefði ekki leyft slíka fjárfestingu. „Mig hefur alltaf langað til þess að eignast svona. Ég hitti bæði hjólreiðamann og hlaupara frá Bandaríkjunum fyrir 11 árum. Þeir voru báðir að nota svona fætur en eins og staðan er hefði ég ekki getað keypt þá sjálf." Suður-Afríkumaðurinn Oscar Pistorius var einnig viðstaddur þegar fæturnir voru afhentir. Hann missti báða fætur neðan við hné aðeins 11 mánaða gamall en þökk sé hlaupafótum á hann í dag raunhæfa möguleika á að keppa á Ólympíuleikunum í Peking á næsta ári. „Nei, ég hef nú ekki sett mér svo háleit markmið. Það hljóta að vera einhver aldurstakmörk á leikana," segir Alma og hlær þegar hún er innt eftir því hvort hún hyggist ekki feta í fótspor Oscars. „Markmiðið er bara að geta notað þetta almennilega. Geta hlaupið og gert sömu hluti og maður gat áður, þó ekki væri nema einfalda hluti eins og að taka þátt í leikjum og hoppa. Ég hef ekki getað það í 12 ár og það var mögnuð tilfinning að hoppa allt í einu aftur eftir allan þennan tíma. Ég er mjög þakklát Össuri fyrir að gefa okkur færi á að gera hluti sem öllum finnast sjálfsagðir en eru það í raun alls ekki."
Vísindi Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila