Blunt samdi plötu á Ibiza 23. júlí 2007 00:30 Popparinn James Blunt gefur út nýja plötu á næstunni. Næsta plata breska popparans James Blunt, All the Lost Souls, kemur út 18. september. Fyrsta smáskífulagið af plötunni, 1973, er væntanlegt á öldur ljósvakans. Fékk Blunt innblásturinn að laginu þegar hann dvaldi á Ibiza við Spán þar sem hann samdi plötuna. „Ég hafði ekki verið einn í þrjú ár. Ég hafði sofið í tónleikarútu með tólf manns. Þetta var því gott tækifæri fyrir mig til að stoppa og líta í kringum mig og sjá hvað hafði gengið á í lífi mínu og finna ró í leiðinni,“ segir Blunt. Dvaldi hann megnið af síðasta ári á Ibiza þar sem hann jafnaði sig eftir skilnaðinn við tékknesku fyrirsætuna Petru Nemcovu. Fyrsta plata Blunt, Back to Bedlam, kom út árið 2004 í Bretlandi og ári síðar í Bandaríkjunum. Hefur hún selst í ellefu milljónum eintaka og sló lagið You"re Beautiful rækilega í gegn. „Ég á örugglega ekki eftir að selja ellefu milljón eintök af nýju plötunni,“ sagði Blunt. „Ég á góðar minningar frá síðustu plötu en ég ætla ekki að reyna að herma eftir henni á neinn hátt.“ Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Næsta plata breska popparans James Blunt, All the Lost Souls, kemur út 18. september. Fyrsta smáskífulagið af plötunni, 1973, er væntanlegt á öldur ljósvakans. Fékk Blunt innblásturinn að laginu þegar hann dvaldi á Ibiza við Spán þar sem hann samdi plötuna. „Ég hafði ekki verið einn í þrjú ár. Ég hafði sofið í tónleikarútu með tólf manns. Þetta var því gott tækifæri fyrir mig til að stoppa og líta í kringum mig og sjá hvað hafði gengið á í lífi mínu og finna ró í leiðinni,“ segir Blunt. Dvaldi hann megnið af síðasta ári á Ibiza þar sem hann jafnaði sig eftir skilnaðinn við tékknesku fyrirsætuna Petru Nemcovu. Fyrsta plata Blunt, Back to Bedlam, kom út árið 2004 í Bretlandi og ári síðar í Bandaríkjunum. Hefur hún selst í ellefu milljónum eintaka og sló lagið You"re Beautiful rækilega í gegn. „Ég á örugglega ekki eftir að selja ellefu milljón eintök af nýju plötunni,“ sagði Blunt. „Ég á góðar minningar frá síðustu plötu en ég ætla ekki að reyna að herma eftir henni á neinn hátt.“
Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira