Góð stemning á G! í Færeyjum 26. júlí 2007 00:30 G! fer fram í Götu sem er heimabær Eivarar Pálsdóttur en hún spilar alltaf á hátíðinni. Hér sést yfir ströndina þar sem tónleikar hennar fóru fram. Hin stórfenglega tónlistarhátíð G! festival fór fram í hinum þúsund manna bæ Götu í Færeyjum um síðustu helgi. Steinþór Helgi Arnsteinsson var á staðnum og skemmti sér konunglega ásamt um fimmtungi færeysku þjóðarinnar. Flottir Dr. Spock tryllti færeyska lýðinn eins og við var að búast og setti punktinn yfir i-ið á seinasta kvöldi hátíðarinnar.G! tónlistarhátíðin hefur undanfarið ár alltaf verið að vekja meiri og meiri athygli hérlendis. Kannski ekki skrítið þar sem hátíðin er hinn fullkomni meðalvegur milli verslunarmannahelgarinnar og Hróarskeldu; partí og gott stuð í bland við góða tónlist og unaðslegt umhverfi. Án efa ein af skemmtilegustu tónlistarhátíðum sem ég hef heimsótt.Töfrandi Sjarmatröllið Pétur Ben spilaði ásamt Sigtryggi Baldurssyni og Óttari Sæmundsen í sólskininu í Götu en það kemur ekki oft fyrir að Pétur spili með heilli sveit erlendis. Fréttablaðið/steinþór helgiÞrjár íslenskar sveitir spiluðu á hátíðinni að þessu sinni en þær hafa iðulega verið fastagestir. Ultra Mega Technobandið Stefán spilaði á hátíðinni undir merkjum Iceland Airwaves en í staðin mun færeyska sveitin Boys in a Band spila fyrir hönd G! á Airwaves í október. Auk UMTBS spiluðu Pétur Ben og Dr. Spock einnig á hátíðinni og var magnað að fylgjast með áhorfendum sem oft sungu hátt og snjallt með.Í ljósaskiptunum Hljómsveitin Guillemots frá Bretlandi var eitt stærsta nafnið á G! í ár. Hljómsveitin spilaði fyrir um átta þúsund manns á ströndinni í Götu rétt eftir sólsetur á laugardagskvöldinu og stóð sig feykilega vel.. Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hin stórfenglega tónlistarhátíð G! festival fór fram í hinum þúsund manna bæ Götu í Færeyjum um síðustu helgi. Steinþór Helgi Arnsteinsson var á staðnum og skemmti sér konunglega ásamt um fimmtungi færeysku þjóðarinnar. Flottir Dr. Spock tryllti færeyska lýðinn eins og við var að búast og setti punktinn yfir i-ið á seinasta kvöldi hátíðarinnar.G! tónlistarhátíðin hefur undanfarið ár alltaf verið að vekja meiri og meiri athygli hérlendis. Kannski ekki skrítið þar sem hátíðin er hinn fullkomni meðalvegur milli verslunarmannahelgarinnar og Hróarskeldu; partí og gott stuð í bland við góða tónlist og unaðslegt umhverfi. Án efa ein af skemmtilegustu tónlistarhátíðum sem ég hef heimsótt.Töfrandi Sjarmatröllið Pétur Ben spilaði ásamt Sigtryggi Baldurssyni og Óttari Sæmundsen í sólskininu í Götu en það kemur ekki oft fyrir að Pétur spili með heilli sveit erlendis. Fréttablaðið/steinþór helgiÞrjár íslenskar sveitir spiluðu á hátíðinni að þessu sinni en þær hafa iðulega verið fastagestir. Ultra Mega Technobandið Stefán spilaði á hátíðinni undir merkjum Iceland Airwaves en í staðin mun færeyska sveitin Boys in a Band spila fyrir hönd G! á Airwaves í október. Auk UMTBS spiluðu Pétur Ben og Dr. Spock einnig á hátíðinni og var magnað að fylgjast með áhorfendum sem oft sungu hátt og snjallt með.Í ljósaskiptunum Hljómsveitin Guillemots frá Bretlandi var eitt stærsta nafnið á G! í ár. Hljómsveitin spilaði fyrir um átta þúsund manns á ströndinni í Götu rétt eftir sólsetur á laugardagskvöldinu og stóð sig feykilega vel..
Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira