Sorgleg og hlægileg saga Duke Nukem Forever 28. júlí 2007 10:00 Leikurinn fékk mikla athygli hjá tölvuleikjapressunni á sínum tíma, og var ófáum sinnum á forsíðum leikjatímarita. Hann kemst ekki lengur á forsíðu, nema hið ótrúlega gerist að hann komi út. Sagan um Duke Nukem Forever er í senn sorgleg og hlægileg. Í nokkur ár eftir að leikurinn var kynntur árið 1997 biðu tölvuleikjaunnendur hans með mikilli eftirvæntingu. Tilkynningum um seinkun útgáfu hans var mætt með vonbrigðum, gráti og gnístran tanna. Eftir því sem árin liðu afskrifuðu fleiri og fleiri leikinn og hættu að taka mark á fréttum um þróun hans. Þegar tilkynningarnar um frekari seinkanir bárust hlustuðu fáir, en öðrum var sama. Nú þegar meira en tíu ár eru liðin síðan þróun leiksins hófst, eru fleiri farnir að fylgjast með fréttum um leikinn. Það er þó ekki af einskærum áhuga á leiknum sjálfum heldur eingöngu til þess að geta hlegið að vitfirringu framleiðendanna og óbilandi baráttu þeirra við að gera leik sem kemur líklega aldrei út. Á tíu árum hefur Duke Nukem Forever spilað á nánast allan tilfinningaskala leikjaunnenda, frá eftirvæntingu til áhugaleysis, frá vonbrigðum til skellihláturs. Hér verður farið yfir sorgarsögu þessa leiks.Þessar myndir úr leiknum birtust á vefnum árið 1999. Miðað við leiki þess tíma er grafíkin nokkuð góð, en þykir vandræðalega léleg í dag.1997 Janúar: Starfsmenn 3D Realms byrja formlega að búa leikinn til. Apríl: Leikurinn er kynntur almenningi, útgáfa er áætluð um mitt ár 1998. Quake II grafíkvélin er valin. Ágúst: Sýnishorn úr leiknum birtist í leikjatímaritinu PC Gamer.1998 Maí: Myndband úr leiknum er sýnt á E3 leikjaráðstefnunni við góðar viðtökur. Júní: 3D Realms skipta úr Quake II grafíkvélinni yfir í Unreal-vélina. Útgáfu leiksins er frestað til 1999.1999 Mars: Aftur er skipt um grafíkvél, nú er það uppfærð útgáfa af Unreal-vélinni. Desember: 3D Realms sendir jólakort sem gefur í skyn að leikurinn komi út árið 2000.2000 Desember: Leikjaútgefandinn Gathering of Developers tekur við dreifingarmálum Duke Nukem Forever. Desember: 3D Realms senda annað jólakort, nú er ýjað að því að leikurinn komi út árið 2001.2001 Maí: Annað myndband úr leiknum er birt á E3-leikjaráðstefnunni. Eftirvæntingin nær hámarki. Ágúst: Gathering of Developers fer á hausinn. Fyrirtækið Take Two tekur að sér dreifingu leiksins.Þessi agnarsmáa mynd, sem sögð er úr leiknum, birtist ásamt atvinnuauglýsingu frá 3D Realms í janúar 2007. Engin sýnishorn úr leiknum hafa sést síðan þá.2002 Mars: 3D Realms ræður fjölda forritara sem endurskrifa stóran hluta leiksins. Aftur er skipt um grafíkvél, yfir í frumútgáfu af Unreal 2.0 vélinni. Hópurinn sem vinnur að leiknum telur nú yfir þrjátíu manns.2003 Janúar: Tilkynning birtist á spjallborðsvef 3D Realms sem segir að leikurinn komi út „þegar hann er tilbúinn". Maí: Forstjóri Take Two, dreifingaraðila leiksins, segir leikinn líklega ekki munu koma út á árinu. George Broussard, yfirmaður leikjahönnunar hjá 3D Realms, svarar á spjallborði með skilaboðunum „Take Two should STFU imo", sem gæti útlagst „Ég held að Take Two ætti bara að halda kjafti". Desember: Sami forstjóri segist nú telja að leikurinn komi út í lok 2004 eða byrjun árs 2005.2004September: Leikjavefurinn GameSpot tilkynnir að Duke Nukem Forever hafi enn og aftur skipt um grafíkvél, yfir í Doom 3 vélina. Broussard þvertekur fyrir þetta og segir um misskilning að ræða.2005 Apríl: Prey, leikur sem forritarar 3D Realms voru einnig að vinna að, er kynntur á E3-leikjaráðstefnunni. Ekki er minnst einu orði á Duke Nukem Forever.2006Febrúar: Í viðtali segir George Broussard að þróun Duke Nukem Forever gangi vel, og sé að mestu leyti lokið. Aðeins eigi eftir að fínpússa nokkra hluti áður en leikurinn kemur út. Apríl: Örfá sýnishorn úr leiknum birtast á netinu. Júní: Forsvarsmenn dreifingaraðilans, Take Two, bjóða 3D Realms hálfa milljón dala í bónus ef þeir gefa leikinn út fyrir lok ársins. Broussard segir það ekki koma til greina, hann myndi aldrei gefa leik út of snemma fyrir svo lítinn pening. Ágúst: Fregnir herma að margir lykilstarfsmenn 3D Realms hafi hætt. Fyrirtækið tekur fyrir að leiknum seinki vegna þess.2007 Janúar: George Broussard auglýsir eftir fleiri forriturum, með auglýsingunum birtast agnarsmá sýnishorn úr leiknum. Nokkrir nýir starfsmenn eru ráðnir. Júní: Lítið sýnishorn birtist í leikjatímaritinu Game Informer. Útgáfudagur leiksins er enn „þegar hann er tilbúinn". Júlí: Enn sést hvorki tangur né tetur af Duke Nukem Forever. Leikjavísir Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Sagan um Duke Nukem Forever er í senn sorgleg og hlægileg. Í nokkur ár eftir að leikurinn var kynntur árið 1997 biðu tölvuleikjaunnendur hans með mikilli eftirvæntingu. Tilkynningum um seinkun útgáfu hans var mætt með vonbrigðum, gráti og gnístran tanna. Eftir því sem árin liðu afskrifuðu fleiri og fleiri leikinn og hættu að taka mark á fréttum um þróun hans. Þegar tilkynningarnar um frekari seinkanir bárust hlustuðu fáir, en öðrum var sama. Nú þegar meira en tíu ár eru liðin síðan þróun leiksins hófst, eru fleiri farnir að fylgjast með fréttum um leikinn. Það er þó ekki af einskærum áhuga á leiknum sjálfum heldur eingöngu til þess að geta hlegið að vitfirringu framleiðendanna og óbilandi baráttu þeirra við að gera leik sem kemur líklega aldrei út. Á tíu árum hefur Duke Nukem Forever spilað á nánast allan tilfinningaskala leikjaunnenda, frá eftirvæntingu til áhugaleysis, frá vonbrigðum til skellihláturs. Hér verður farið yfir sorgarsögu þessa leiks.Þessar myndir úr leiknum birtust á vefnum árið 1999. Miðað við leiki þess tíma er grafíkin nokkuð góð, en þykir vandræðalega léleg í dag.1997 Janúar: Starfsmenn 3D Realms byrja formlega að búa leikinn til. Apríl: Leikurinn er kynntur almenningi, útgáfa er áætluð um mitt ár 1998. Quake II grafíkvélin er valin. Ágúst: Sýnishorn úr leiknum birtist í leikjatímaritinu PC Gamer.1998 Maí: Myndband úr leiknum er sýnt á E3 leikjaráðstefnunni við góðar viðtökur. Júní: 3D Realms skipta úr Quake II grafíkvélinni yfir í Unreal-vélina. Útgáfu leiksins er frestað til 1999.1999 Mars: Aftur er skipt um grafíkvél, nú er það uppfærð útgáfa af Unreal-vélinni. Desember: 3D Realms sendir jólakort sem gefur í skyn að leikurinn komi út árið 2000.2000 Desember: Leikjaútgefandinn Gathering of Developers tekur við dreifingarmálum Duke Nukem Forever. Desember: 3D Realms senda annað jólakort, nú er ýjað að því að leikurinn komi út árið 2001.2001 Maí: Annað myndband úr leiknum er birt á E3-leikjaráðstefnunni. Eftirvæntingin nær hámarki. Ágúst: Gathering of Developers fer á hausinn. Fyrirtækið Take Two tekur að sér dreifingu leiksins.Þessi agnarsmáa mynd, sem sögð er úr leiknum, birtist ásamt atvinnuauglýsingu frá 3D Realms í janúar 2007. Engin sýnishorn úr leiknum hafa sést síðan þá.2002 Mars: 3D Realms ræður fjölda forritara sem endurskrifa stóran hluta leiksins. Aftur er skipt um grafíkvél, yfir í frumútgáfu af Unreal 2.0 vélinni. Hópurinn sem vinnur að leiknum telur nú yfir þrjátíu manns.2003 Janúar: Tilkynning birtist á spjallborðsvef 3D Realms sem segir að leikurinn komi út „þegar hann er tilbúinn". Maí: Forstjóri Take Two, dreifingaraðila leiksins, segir leikinn líklega ekki munu koma út á árinu. George Broussard, yfirmaður leikjahönnunar hjá 3D Realms, svarar á spjallborði með skilaboðunum „Take Two should STFU imo", sem gæti útlagst „Ég held að Take Two ætti bara að halda kjafti". Desember: Sami forstjóri segist nú telja að leikurinn komi út í lok 2004 eða byrjun árs 2005.2004September: Leikjavefurinn GameSpot tilkynnir að Duke Nukem Forever hafi enn og aftur skipt um grafíkvél, yfir í Doom 3 vélina. Broussard þvertekur fyrir þetta og segir um misskilning að ræða.2005 Apríl: Prey, leikur sem forritarar 3D Realms voru einnig að vinna að, er kynntur á E3-leikjaráðstefnunni. Ekki er minnst einu orði á Duke Nukem Forever.2006Febrúar: Í viðtali segir George Broussard að þróun Duke Nukem Forever gangi vel, og sé að mestu leyti lokið. Aðeins eigi eftir að fínpússa nokkra hluti áður en leikurinn kemur út. Apríl: Örfá sýnishorn úr leiknum birtast á netinu. Júní: Forsvarsmenn dreifingaraðilans, Take Two, bjóða 3D Realms hálfa milljón dala í bónus ef þeir gefa leikinn út fyrir lok ársins. Broussard segir það ekki koma til greina, hann myndi aldrei gefa leik út of snemma fyrir svo lítinn pening. Ágúst: Fregnir herma að margir lykilstarfsmenn 3D Realms hafi hætt. Fyrirtækið tekur fyrir að leiknum seinki vegna þess.2007 Janúar: George Broussard auglýsir eftir fleiri forriturum, með auglýsingunum birtast agnarsmá sýnishorn úr leiknum. Nokkrir nýir starfsmenn eru ráðnir. Júní: Lítið sýnishorn birtist í leikjatímaritinu Game Informer. Útgáfudagur leiksins er enn „þegar hann er tilbúinn". Júlí: Enn sést hvorki tangur né tetur af Duke Nukem Forever.
Leikjavísir Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira