Safnplata á leiðinni 31. júlí 2007 05:45 Sigur Rós á tónleikum í Ólafsvík í fyrra. Safnplata frá sveitinni er væntanleg 5. nóvember. mynd/kóó Hljómsveitin Sigur Rós gefur út safnplötuna Hvarf-Heim hinn 5. nóvember, sama dag og tónleikamynd sveitarinnar Heima kemur út. Plötunni verður skipt í tvo hluta. Á fyrri hlutanum, Hvarf, verða þrjú áður óútgefin lög sem nefnast Salka, Hljómalind og Í gær. Einnig verður þar endurhljóðblönduð útgáfa af laginu Von af plötunni Vonbrigði. Á síðari hluta safnplötunnar, Heim, verða sex lög í órafmögnuðum útgáfum. Heita þau Samskeyti, Starálfur, Vaka, Ágætis byrjun, Heysátan og Von. „Við völdum lög sem voru í miklu uppáhaldi hjá okkur,“ sagði Orri Páll Dýrason trommari í spjalli við heimasíðu breska tónlistartímaritsins NME. Tónleikamyndin var tekin upp víðs vegar um Ísland á síðasta ári, þar á meðal á Klambratúni og í Ásabyrgi, og er hennar beðið með mikilli eftirvæntingu. „Það var gaman að spila á þessum tónleikum, sérstaklega fyrir framan vini okkar,“ sagði Orri. „Stundum spiluðum við á stórum tónleikum en við spiluðum líka á litlum svæðum sem voru mjög falleg.“ Mest lesið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Hljómsveitin Sigur Rós gefur út safnplötuna Hvarf-Heim hinn 5. nóvember, sama dag og tónleikamynd sveitarinnar Heima kemur út. Plötunni verður skipt í tvo hluta. Á fyrri hlutanum, Hvarf, verða þrjú áður óútgefin lög sem nefnast Salka, Hljómalind og Í gær. Einnig verður þar endurhljóðblönduð útgáfa af laginu Von af plötunni Vonbrigði. Á síðari hluta safnplötunnar, Heim, verða sex lög í órafmögnuðum útgáfum. Heita þau Samskeyti, Starálfur, Vaka, Ágætis byrjun, Heysátan og Von. „Við völdum lög sem voru í miklu uppáhaldi hjá okkur,“ sagði Orri Páll Dýrason trommari í spjalli við heimasíðu breska tónlistartímaritsins NME. Tónleikamyndin var tekin upp víðs vegar um Ísland á síðasta ári, þar á meðal á Klambratúni og í Ásabyrgi, og er hennar beðið með mikilli eftirvæntingu. „Það var gaman að spila á þessum tónleikum, sérstaklega fyrir framan vini okkar,“ sagði Orri. „Stundum spiluðum við á stórum tónleikum en við spiluðum líka á litlum svæðum sem voru mjög falleg.“
Mest lesið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira