Rétti tíminn runninn upp 1. ágúst 2007 03:00 Söngkonan Birgitta Haukdal segir að fyrsta sólóplata sín, sem er væntanleg fyrir næstu jól, verði mjög ólík því sem hún hefur gert með Írafári. Eitt lagið á plötunni samdi Birgitta þegar hún var níu ára gömul. Sólóplatan verður sungin á íslensku því hana dreymir ekki um frægð í útlöndum. fréttablaðið/valli Birgitta Haukdal ætlar að gefa út sína fyrstu sólóplötu fyrir næstu jól. Er hún nýbúin að undirrita útgáfusamning við Senu þess efnis. „Ég hef það á tilfinningunni að núna sé minn rétti tími. Þetta verður mjög spennandi,“ segir Birgitta. „Ég hef ekki viljað gefa út plötu fyrr en rétti tíminn kæmi. Ég er svo mikil tilfinningavera að það þarf allt að hafa sinn rétta tíma og „móment“. Þessi plata verður mjög ólík Írafári. Hún verður mjög Birgittuleg og ætti ekki að koma neinum á óvart. Ég er algjörlega samkvæm sjálfri mér. Þetta verður notaleg plata og persónuleg, ég er bara þannig. Ég vil hafa það sem ég geri svolítið persónulegt.“Gamalt þverflautulagVignir Snær Vigfússon, félagi Birgittu úr Írafári, tekur plötuna upp með henni auk þess sem þau semja nokkur lög saman. „Við erum svo góðir vinir. Það er gott að vinna með fólki sem maður þekkir 200%,“ segir Birgitta, sem á sjálf nokkur lög á plötunni, þar á meðal fyrsta lagið sem hún samdi þegar hún var níu ára. „Ég samdi það á þver-flautu og tónlistarkennarinn minn var mjög hamingjusamur með það. Hann lét mig spila það á messum og á skólaskemmtunum úti um allt. Ég vildi að þetta lag væri á plötunni sama hvort mönnum fyndist það gott eða ekki. Það er í miklu uppáhaldi hjá mér því þarna fattaði ég að ég gæti kannski eitthvað í tónlistinni.“ Sátt á ÍslandiPlatan verður sungin á íslensku enda er Birgitta ekkert að velta fyrir sér frægð og frama í útlöndum. „Mér þykir svo vænt um íslenska markaðinn að ég þarf ekkert að leita lengra. Ég hef enga löngun til að gera neitt á ensku í þeirri von að einhver uppgötvi mig úti í heimi. Ég vil gera þetta á Íslandi því þar er ég sátt,“ segir hún. Áfram með StuðmönnumÞrátt fyrir að sólóferill sé í vændum ætlar Birgitta að halda áfram að syngja með Stuðmönnum eins og hún hefur gert undanfarið eitt og hálft ár með góðum árangri. „Það er búið að vera alveg meiri háttar og ólíkt öllu því sem ég hef gert áður.Við höldum því starfi áfram,“ segir Birgitta, sem segist samt ekki líta á sig sem Stuðmann. „Ég mun aldrei verða Stuðmaður en ég get kallað mig Stuðkonu. Ragga er Stuðmaðurinn.“ Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Birgitta Haukdal ætlar að gefa út sína fyrstu sólóplötu fyrir næstu jól. Er hún nýbúin að undirrita útgáfusamning við Senu þess efnis. „Ég hef það á tilfinningunni að núna sé minn rétti tími. Þetta verður mjög spennandi,“ segir Birgitta. „Ég hef ekki viljað gefa út plötu fyrr en rétti tíminn kæmi. Ég er svo mikil tilfinningavera að það þarf allt að hafa sinn rétta tíma og „móment“. Þessi plata verður mjög ólík Írafári. Hún verður mjög Birgittuleg og ætti ekki að koma neinum á óvart. Ég er algjörlega samkvæm sjálfri mér. Þetta verður notaleg plata og persónuleg, ég er bara þannig. Ég vil hafa það sem ég geri svolítið persónulegt.“Gamalt þverflautulagVignir Snær Vigfússon, félagi Birgittu úr Írafári, tekur plötuna upp með henni auk þess sem þau semja nokkur lög saman. „Við erum svo góðir vinir. Það er gott að vinna með fólki sem maður þekkir 200%,“ segir Birgitta, sem á sjálf nokkur lög á plötunni, þar á meðal fyrsta lagið sem hún samdi þegar hún var níu ára. „Ég samdi það á þver-flautu og tónlistarkennarinn minn var mjög hamingjusamur með það. Hann lét mig spila það á messum og á skólaskemmtunum úti um allt. Ég vildi að þetta lag væri á plötunni sama hvort mönnum fyndist það gott eða ekki. Það er í miklu uppáhaldi hjá mér því þarna fattaði ég að ég gæti kannski eitthvað í tónlistinni.“ Sátt á ÍslandiPlatan verður sungin á íslensku enda er Birgitta ekkert að velta fyrir sér frægð og frama í útlöndum. „Mér þykir svo vænt um íslenska markaðinn að ég þarf ekkert að leita lengra. Ég hef enga löngun til að gera neitt á ensku í þeirri von að einhver uppgötvi mig úti í heimi. Ég vil gera þetta á Íslandi því þar er ég sátt,“ segir hún. Áfram með StuðmönnumÞrátt fyrir að sólóferill sé í vændum ætlar Birgitta að halda áfram að syngja með Stuðmönnum eins og hún hefur gert undanfarið eitt og hálft ár með góðum árangri. „Það er búið að vera alveg meiri háttar og ólíkt öllu því sem ég hef gert áður.Við höldum því starfi áfram,“ segir Birgitta, sem segist samt ekki líta á sig sem Stuðmann. „Ég mun aldrei verða Stuðmaður en ég get kallað mig Stuðkonu. Ragga er Stuðmaðurinn.“
Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira