Söng fyrir uppáhaldsliðið sitt 4. ágúst 2007 05:00 Óperusöngvarinn knái söng fyrir uppáhaldslið sitt, Manchester United. Óperusöngvarinn Garðar Thor Cortes hafði sérstaklega gaman af því að syngja fyrir vináttuleik Manchester United og Inter Milan á Old Trafford á dögunum vegna þess að hann hefur verið aðdáandi United síðan hann var lítill polli. Ómþýður söngur Garðars Thors dugði ekki til að tryggja United sigur í leiknum. Á meðal þeirra sem hlýddu á Garðar Thor hefja upp raust sína voru Wayne Rooney, Ryan Giggs og Ronaldo en það dugði ekki til því United tapaði leiknum, 3-2. Garðar segist ekki hafa fengið að hitta hetjurnar sínar fyrir leikinn, hvað sem síðar verði. „Þeir eru að vinna og ég er að vinna, þannig er það bara," segir Garðar, sem söng fyrir tæplega 75 þúsund manns. „Þetta var bara gaman. Ég söng Granada og Nessun Dorma og það voru allir voða hrifnir." Þetta var þriðji leikurinn á Englandi þar sem Garðar Thor þenur raddbönd sín því áður hafði hann sungið fyrir úrslitaleik fyrstudeildarliða um sæti í úrvalsdeildinni og á heimavelli West Ham. Fjórði leikurinn þar sem Garðar lætur ljós sitt skína verður á bikarúrslitaleik enska ruðningsins hinn 25. ágúst. Segja má að Garðar sé orðinn sérfræðingur í leikjum sem þessum en hann gefur þó lítið fyrir það. Hefur hann þó lúmskt gaman af því að stíga fæti á marga af frægustu völlum Englands. „Allir þessir vellir eru í rauninni skemmtilegir. Þetta er allt svo stórt miðað við heima." Auk úrslitaleiksins 25. ágúst er Garðar með margt á prjónunum, þar á meðal tónleikaferðalag um Bretland og heimsóknir í hina ýmsu sjónvarps- og útvarpsþætti. „Dagbókin er að fyllast, sem er gott. Ég er mjög heppinn með það." Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Óperusöngvarinn Garðar Thor Cortes hafði sérstaklega gaman af því að syngja fyrir vináttuleik Manchester United og Inter Milan á Old Trafford á dögunum vegna þess að hann hefur verið aðdáandi United síðan hann var lítill polli. Ómþýður söngur Garðars Thors dugði ekki til að tryggja United sigur í leiknum. Á meðal þeirra sem hlýddu á Garðar Thor hefja upp raust sína voru Wayne Rooney, Ryan Giggs og Ronaldo en það dugði ekki til því United tapaði leiknum, 3-2. Garðar segist ekki hafa fengið að hitta hetjurnar sínar fyrir leikinn, hvað sem síðar verði. „Þeir eru að vinna og ég er að vinna, þannig er það bara," segir Garðar, sem söng fyrir tæplega 75 þúsund manns. „Þetta var bara gaman. Ég söng Granada og Nessun Dorma og það voru allir voða hrifnir." Þetta var þriðji leikurinn á Englandi þar sem Garðar Thor þenur raddbönd sín því áður hafði hann sungið fyrir úrslitaleik fyrstudeildarliða um sæti í úrvalsdeildinni og á heimavelli West Ham. Fjórði leikurinn þar sem Garðar lætur ljós sitt skína verður á bikarúrslitaleik enska ruðningsins hinn 25. ágúst. Segja má að Garðar sé orðinn sérfræðingur í leikjum sem þessum en hann gefur þó lítið fyrir það. Hefur hann þó lúmskt gaman af því að stíga fæti á marga af frægustu völlum Englands. „Allir þessir vellir eru í rauninni skemmtilegir. Þetta er allt svo stórt miðað við heima." Auk úrslitaleiksins 25. ágúst er Garðar með margt á prjónunum, þar á meðal tónleikaferðalag um Bretland og heimsóknir í hina ýmsu sjónvarps- og útvarpsþætti. „Dagbókin er að fyllast, sem er gott. Ég er mjög heppinn með það."
Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira