Tónlist

Syngur 30 Presley-lög

Friðrik Ómar syngur þekktustu lög Elvis Presley á tvennum tónleikum í Salnum.
Friðrik Ómar syngur þekktustu lög Elvis Presley á tvennum tónleikum í Salnum.

Tvennir minningartónleikar um Elvis Presley verða haldnir í Salnum í Kópavogi á morgun en þá verða þrjátíu ár liðin síðan hann lést.

Uppselt varð á tveimur tímum á tónleikana sem verða haldnir klukkan 20.30 og því var ákveðið að bæta við aukatónleikum sem hefjast 17.30.

 

Kóngurinn Elvis Presley lést árið 1977.

Á tónleikunum mun Friðrik Ómar syngja flest þekktustu lög kóngsins með dyggri aðstoð valinkunnra hljóðfæraleikara. Gestasöngvarar verða Margrét Eir, Heiða og Regína Ósk. „Ég er búinn að vera í tvö ár með Elvis-tónleikaprógram bæði í höfuðborginni og úti á landi. Við erum fjórtán og erum að taka Las Vegas-tímabilið, dægurperlur frá þeim tíma eins og Bridge Over Troubled Water," segir Friðrik Ómar. „Þetta verða þrjátíu lög sem við flytjum. Gömlu lögin verða meira órafmögnuð en eftir hlé bætist heldur betur við hópinn og þá tökum við þetta af meiri krafti."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.