Tónlist

Blása lífi í Presley

Didda Jónsdóttir og félagar hafa gefið út plötuna Elvis.
Didda Jónsdóttir og félagar hafa gefið út plötuna Elvis.

Hljómsveitin Minä Rakastan Sinua hefur gefið út sína fyrstu breiðskífu, sem heitir Elvis, í höfuðið á konungi rokksins. Á plötunni, sem kemur út undir merkjum Smekkleysu, syngur hljómsveitin lög úr sarpi Elvis Presley með það að markmiði að blása lífi í þau á nýjan leik. Sveitina skipa Didda Jónsdóttir, Riina Finnsdóttir og Kormákur Geirharðsson auk bræðranna Ara og Þórs Eldon.

„Við spiluðum þetta Elvis-prógramm fyrst á skemmtistaðnum Domo í febrúar á fjáröflunartónleikum. Þá var Didda að safna peningum til að leysa barnsföður sinn úr haldi en hann sat í fangelsi á Jamaíku. Það gekk alveg frábærlega og við náðum karlinum úr fangelsi. Síðan fórum við beint í stúdíó og tókum efnið upp „live“ og það er platan sem er að koma út núna,“ segir Þór Eldon.

„Við ákváðum að reyna að hafa þetta eins hrátt og einfalt og það var á tónleikunum. Við náðum fínu sándi í stúdíóinu og létum bara vaða. Ég veit ekki hvað við verðum lengi með þetta Elvis-prógramm í gangi en þetta er bara til að skemmta okkur og gleðja okkur. Við höfum aldrei hugsað um þetta sem pöbbaband eða næturvinnu.“

Þór segist vera aðdáandi Elvis eins og allir aðrir. „Þú getur ekki unnið við tónlist eða hlustað á tónlist og sleppt Elvis, það er ekki hægt.“ Næstu tónleikar Minä Rakastan Sinua verða í Norræna húsinu 25. ágúst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.