Private Cinema - Slaraffenland - Fjórar stjörnur Steinþór Helgi Arnsteinsson skrifar 20. ágúst 2007 05:00 Grófkennd en meitluð áferð plötunnur minnir helst á margrætt listaverk sem erfitt er að rýna í. Segir samt ákveðna og sterka sögu. Baunverjar í draumalandiDanir hafa verið að sækja í sig veðrið að undanförnu í tónlistinni eins og áður hefur kom fram hér í Fréttablaðinu og er sveitin Slaraffenland ein besta sönnun þess. Sveitin er á mála hjá smávöxnu plötufyrirtæki í Bandaríkjunum en heyrir einnig undir plötufyrirtæki dönsku sveitarinnar Efterklang, Rumraket að nafni. Nafnið Slaraffenland þýðir, samkvæmt sveitinni, hunangs- og mjólkurlandið. Sú goðsögulega útópía á rætur sínar að rekja til miðalda og átti að vera laust við alla illsku þess tíma. Grimm-bræður endursögðu ævintýrið um landið (Schlaraffenland á þýsku en Cockaigne á ensku) í þjóðsögum sínum.Andstæður miðalda koma kannski ekki mikið við sögu í tónlist Slaraffenland en bæði þessi fyrirbæri eiga það sameiginlegt að vera hádramatísk og á tímum blóðug. Fyrsta lag plötunnar, Sleep Tight, dregur saman öll lykileinkenni sveitarinnar. Byrjar á tregafullum, harðsvíruðum og taktföstum trommuslætti sem blandast við draumkennda gítartóna sem minna á sveitir shoegaze-tímabilsins. Þegar söngurinn tekur að óma dettur manni strax sveitin Animal Collective í hug. Loks tekur við ylhýr kafli sem breytist svo í enn annan kafla sem er mjög í anda Broken Social Scene, með brassi og öllu tilheyrandi. Næsta lag á eftir ýtir svo enn meira undir þann kanadísk ættaða grun.Þannig sveiflast tónlist Slaraffenland frá hægri til vinstri, upp og niður, en aldrei út í öfgar. Tónlistin hefur mjög grófkennda en meitlaða áferð sem minnir helst á margrætt listaverk sem erfitt er að rýna í. Verkið segir samt ákveðna sögu með heillandi áhrifum.Bestu lög plötunnar eru jafnframt þau lengstu enda nýtast skilningarvit meðlima Slaraffenland (sjö talsins, þar á meðal eineggja tvíburabræður) best þar. Helst eru það stuttu millilögin sem virka á tímum hálf tilgangslaus og jafnvel án stefnu. Þau haldast samt innan rammans, flækjast ekki of mikið fyrir manni og fljótt áttar maður sig á hlutverkum þeirra í þessu margslungna listaverki. Mest lesið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Diane Keaton er látin Lífið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið Fleiri fréttir Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Baunverjar í draumalandiDanir hafa verið að sækja í sig veðrið að undanförnu í tónlistinni eins og áður hefur kom fram hér í Fréttablaðinu og er sveitin Slaraffenland ein besta sönnun þess. Sveitin er á mála hjá smávöxnu plötufyrirtæki í Bandaríkjunum en heyrir einnig undir plötufyrirtæki dönsku sveitarinnar Efterklang, Rumraket að nafni. Nafnið Slaraffenland þýðir, samkvæmt sveitinni, hunangs- og mjólkurlandið. Sú goðsögulega útópía á rætur sínar að rekja til miðalda og átti að vera laust við alla illsku þess tíma. Grimm-bræður endursögðu ævintýrið um landið (Schlaraffenland á þýsku en Cockaigne á ensku) í þjóðsögum sínum.Andstæður miðalda koma kannski ekki mikið við sögu í tónlist Slaraffenland en bæði þessi fyrirbæri eiga það sameiginlegt að vera hádramatísk og á tímum blóðug. Fyrsta lag plötunnar, Sleep Tight, dregur saman öll lykileinkenni sveitarinnar. Byrjar á tregafullum, harðsvíruðum og taktföstum trommuslætti sem blandast við draumkennda gítartóna sem minna á sveitir shoegaze-tímabilsins. Þegar söngurinn tekur að óma dettur manni strax sveitin Animal Collective í hug. Loks tekur við ylhýr kafli sem breytist svo í enn annan kafla sem er mjög í anda Broken Social Scene, með brassi og öllu tilheyrandi. Næsta lag á eftir ýtir svo enn meira undir þann kanadísk ættaða grun.Þannig sveiflast tónlist Slaraffenland frá hægri til vinstri, upp og niður, en aldrei út í öfgar. Tónlistin hefur mjög grófkennda en meitlaða áferð sem minnir helst á margrætt listaverk sem erfitt er að rýna í. Verkið segir samt ákveðna sögu með heillandi áhrifum.Bestu lög plötunnar eru jafnframt þau lengstu enda nýtast skilningarvit meðlima Slaraffenland (sjö talsins, þar á meðal eineggja tvíburabræður) best þar. Helst eru það stuttu millilögin sem virka á tímum hálf tilgangslaus og jafnvel án stefnu. Þau haldast samt innan rammans, flækjast ekki of mikið fyrir manni og fljótt áttar maður sig á hlutverkum þeirra í þessu margslungna listaverki.
Mest lesið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Diane Keaton er látin Lífið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið Fleiri fréttir Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira