Sölumet slegin 23. ágúst 2007 04:00 Volkswagen Tiguan-jeppinn hefur verið kallaður litli bróðir Touareg-jeppans. Bíllinn verður kynntur á bílasýningunni í Frankfurt á næstunni. VW slær sölumet sjöunda mánuðinn í röð. Sala hefur aukist mikið á fyrstu sjö mánuðum ársins hjá Volkswagen-samstæðunni. Sett var sölumet í júlí þegar seldust 522 þúsund bílar, sem er 10,2% söluaukning miðað við sama mánuð í fyrra. Þetta var jafnframt sjöundi mánuðurinn í röð sem sölumet var slegið. Fyrstu sjö mánuðina seldi Volkswagen-samstæðan 3,61 milljón bíla úti um allan heim sem er 8,1 prósenti meiri sala en fyrir sama tímabil í fyrra. Von er á nýjum gerðum frá framleiðandanum sem kynntar verða á bílasýningunni í Frankfurt í næsta mánuði. Þar á meðal er nýi Volkswagen-jeppinn Tiguan en talað hefur verið um þann bíl sem litla bróðir Touareg-jeppans. Sala hefur aukist mikið á fyrstu sjö mánuðum ársins hjá Volkswagen-samstæðunni. Í Evrópu jókst salan fyrstu sjö mánuðina um 3,7%, fór í 2,17 milljónir bíla. 22,5% aukning varð í sölu fyrstu sjö mánuðina í Asíu og Kyrrahafslöndunum og nam salan 591 þúsund bílum. Þá jókst salan um 28,7% í Suður-Ameríku og um 2,1% í Norður-Ameríku. Volkswagen var söluhæsta gerð samstæðunnar með 2,11 milljón bíla sölu fyrstu sjö mánuðina, sem er 7,9% aukning milli ára. Söluaukning Audi var 9,7% á sama tímabili en enn meiri varð hún hjá Skoda, 13,3%. Mestu söluaukningu í sögu samstæðunnar skilaði þó Bentley með 23% aukningu á tímabilinu en að baki því hlutfalli stendur sala á 6.500 bílum, og Lamborghini með 24% aukningu með sölu á 1.400 bílum. Bílar Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið
VW slær sölumet sjöunda mánuðinn í röð. Sala hefur aukist mikið á fyrstu sjö mánuðum ársins hjá Volkswagen-samstæðunni. Sett var sölumet í júlí þegar seldust 522 þúsund bílar, sem er 10,2% söluaukning miðað við sama mánuð í fyrra. Þetta var jafnframt sjöundi mánuðurinn í röð sem sölumet var slegið. Fyrstu sjö mánuðina seldi Volkswagen-samstæðan 3,61 milljón bíla úti um allan heim sem er 8,1 prósenti meiri sala en fyrir sama tímabil í fyrra. Von er á nýjum gerðum frá framleiðandanum sem kynntar verða á bílasýningunni í Frankfurt í næsta mánuði. Þar á meðal er nýi Volkswagen-jeppinn Tiguan en talað hefur verið um þann bíl sem litla bróðir Touareg-jeppans. Sala hefur aukist mikið á fyrstu sjö mánuðum ársins hjá Volkswagen-samstæðunni. Í Evrópu jókst salan fyrstu sjö mánuðina um 3,7%, fór í 2,17 milljónir bíla. 22,5% aukning varð í sölu fyrstu sjö mánuðina í Asíu og Kyrrahafslöndunum og nam salan 591 þúsund bílum. Þá jókst salan um 28,7% í Suður-Ameríku og um 2,1% í Norður-Ameríku. Volkswagen var söluhæsta gerð samstæðunnar með 2,11 milljón bíla sölu fyrstu sjö mánuðina, sem er 7,9% aukning milli ára. Söluaukning Audi var 9,7% á sama tímabili en enn meiri varð hún hjá Skoda, 13,3%. Mestu söluaukningu í sögu samstæðunnar skilaði þó Bentley með 23% aukningu á tímabilinu en að baki því hlutfalli stendur sala á 6.500 bílum, og Lamborghini með 24% aukningu með sölu á 1.400 bílum.
Bílar Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið