Jónas með tónleika 23. ágúst 2007 09:30 Jónas Ingimundarson píanóleikari fagnar fjörutíu ára starfsafmæli um þessar mundir. Jónas Ingimundarson píanóleikari verður með tvenna tónleika á næstunni utan höfuðborgarinnar. Á föstudagskvöld spilar hann í kirkjunni í Borgarnesi. Þeir tónleikar hefjast kl. 20, og annan fimmtudag verður hann með tónleika á Sögusetrinu á Hvolsvelli, kl. 21. Jónas hóf tónlistarnám sitt eftir fermingu hjá frú Leopoldínu Eiríks sumarið 1958. Hann stundaði tónlistarnám við Tónlistarskólann í Reykjavík og framhaldsnám við Tónlistarháskólann í Vínarborg. Jónas hefur síðan starfað sem píanóleikari, tónlistarkennari og kórstjóri. Hann hefur haldið fjölda tónleika á Íslandi og komið fram víða í Evrópu og Bandaríkjunum, ýmist einn eða með öðrum, einkum söngvurum. Um þessar mundir eru fjörutíu ár síðan Tónlistarfélag Borgarfjarðar hóf starfsemi, en Jónas sótti félagið heim þegar á fyrsta starfsárinu og lék þar á tónleikum, þá nýbyrjaður á sínum farsæla ferli. Á dagskrá tónleikanna verða þrjár píanósónötur eftir Beethoven. Tónleikar Jónasar á Hvolsvelli eru liður í menningarveislu Sögusetursins þar sem áhersla er lögð á að kynna bæði íbúum og gestum sveitarfélagsins fyrir menningararfleifð svæðisins. Þá eru listamenn tengdir svæðinu í hávegum hafðir. Jónas er úr Landeyjum, fæddur 30. maí 1944 á Bergþórshvoli í Rangárþingi eystra. Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Jónas Ingimundarson píanóleikari verður með tvenna tónleika á næstunni utan höfuðborgarinnar. Á föstudagskvöld spilar hann í kirkjunni í Borgarnesi. Þeir tónleikar hefjast kl. 20, og annan fimmtudag verður hann með tónleika á Sögusetrinu á Hvolsvelli, kl. 21. Jónas hóf tónlistarnám sitt eftir fermingu hjá frú Leopoldínu Eiríks sumarið 1958. Hann stundaði tónlistarnám við Tónlistarskólann í Reykjavík og framhaldsnám við Tónlistarháskólann í Vínarborg. Jónas hefur síðan starfað sem píanóleikari, tónlistarkennari og kórstjóri. Hann hefur haldið fjölda tónleika á Íslandi og komið fram víða í Evrópu og Bandaríkjunum, ýmist einn eða með öðrum, einkum söngvurum. Um þessar mundir eru fjörutíu ár síðan Tónlistarfélag Borgarfjarðar hóf starfsemi, en Jónas sótti félagið heim þegar á fyrsta starfsárinu og lék þar á tónleikum, þá nýbyrjaður á sínum farsæla ferli. Á dagskrá tónleikanna verða þrjár píanósónötur eftir Beethoven. Tónleikar Jónasar á Hvolsvelli eru liður í menningarveislu Sögusetursins þar sem áhersla er lögð á að kynna bæði íbúum og gestum sveitarfélagsins fyrir menningararfleifð svæðisins. Þá eru listamenn tengdir svæðinu í hávegum hafðir. Jónas er úr Landeyjum, fæddur 30. maí 1944 á Bergþórshvoli í Rangárþingi eystra.
Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira