BB og Blake í leitirnar 24. ágúst 2007 07:00 BB og Blake Mustang, fyrsta lag hljómsveitarinnar BB & Blake, er komin í spilun. „Samstarfið byrjaði þegar ég fékk Magga til að semja tónlist fyrir stuttmyndina mína, Monsieur Hyde,“ segir BB, eða Vera Sölvadóttir, annar helmingur hljómsveitarinnar BB and Blake. Stuttmynd þessi verður sýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík í haust. „Ég vildi syngja eitt lagið í myndinni á frönsku. Ég kann ekki frönsku þannig að ég fékk Veru til að þýða textann yfir á frönsku fyrir mig. Hún gerði það og talaði textann inn á band fyrir mig út af framburðinum. Ég fór að leika mér með röddina hennar, bjó til lag og sendi henni. Hún varð hrifin og þannig byrjaði þetta,“ segir Blake eða Magnús Jónsson leikari sem var áður í Gus Gus og Silfurtónum. Þau unnu lengi að plötunni með þessum hætti, sendu lagahugmyndir og upptökur á milli landa, en Vera bjó þá í París. Samstarfið hefur verið frjósamt því þau eru að leggja lokahönd á breiðskífuna Great Getaway sem er að hluta til pródúseruð af þýskum pródúserum sem hafa einnig unnið með Wu Tang Clan og fleiri góðum. Tónlistin er öll unnin út frá karakterunum BB og Blake. „Þetta gefur manni svo mikið frelsi,“ segir Vera „Við komum líka úr sömu átt, ég er leikari og Vera leikstjóri þannig að þetta form hentar okkur báðum mjög vel,“ segir Magnús. Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
„Samstarfið byrjaði þegar ég fékk Magga til að semja tónlist fyrir stuttmyndina mína, Monsieur Hyde,“ segir BB, eða Vera Sölvadóttir, annar helmingur hljómsveitarinnar BB and Blake. Stuttmynd þessi verður sýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík í haust. „Ég vildi syngja eitt lagið í myndinni á frönsku. Ég kann ekki frönsku þannig að ég fékk Veru til að þýða textann yfir á frönsku fyrir mig. Hún gerði það og talaði textann inn á band fyrir mig út af framburðinum. Ég fór að leika mér með röddina hennar, bjó til lag og sendi henni. Hún varð hrifin og þannig byrjaði þetta,“ segir Blake eða Magnús Jónsson leikari sem var áður í Gus Gus og Silfurtónum. Þau unnu lengi að plötunni með þessum hætti, sendu lagahugmyndir og upptökur á milli landa, en Vera bjó þá í París. Samstarfið hefur verið frjósamt því þau eru að leggja lokahönd á breiðskífuna Great Getaway sem er að hluta til pródúseruð af þýskum pródúserum sem hafa einnig unnið með Wu Tang Clan og fleiri góðum. Tónlistin er öll unnin út frá karakterunum BB og Blake. „Þetta gefur manni svo mikið frelsi,“ segir Vera „Við komum líka úr sömu átt, ég er leikari og Vera leikstjóri þannig að þetta form hentar okkur báðum mjög vel,“ segir Magnús.
Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira