Tónlist

Iceland Airwaves á iTunes

Reykjavík! á lag á Eruption-plötunni sem fer á iTunes.
Reykjavík! á lag á Eruption-plötunni sem fer á iTunes. MYND/Hörður

Icelandic Music Export, í samstarfi við aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves, mun gefa út sérstakan safndisk í tilefni hátíðarinnar sem fáanlegur verður á iTunes í Bandaríkjunum.

Er þetta í fyrsta sinn í níu ára sögu Iceland Airwaves sem slíkur safndiskur er gefin út en um er að ræða mikla og góða kynningu á nokkrum af fremstu hljómsveitum landsins. Platan mun heita „Iceland Airwaves Eruption“ og inniheldur lög eftir sveitir á borð við Mugison, Lay Low, Ampop, Seabear, Sign, Mínus og fleiri. iTunes nýtur gríðarlegra vinsælla í Bandaríkjunum og veltir tugum milljarða árlega með sölu á breiðskífum og einstaka lögum.

„Við erum að nýta okkur tengiliði sem við höfum innan iTunes til að koma þessum listamönnum á framfæri í gegnum stafrænt umhverfi,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmdastjóri IMX. „Við erum með almannatengil ytra að vinna fyrir okkur og mann í að koma plötunni á framfæri á útvarpsstöðvum. Hún verður send á um 600 útvarpsplötusnúða í Bandaríkjunum og yfir 300 vef- og prentmiðla þannig að um frábæra kynningu er að ræða,“ segir Anna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.