Sigga hátíðleg á væntanlegri sólóplötu 24. ágúst 2007 06:45 Sigga Beinteins segir 2007 gott ár til að gera nýja plötu, enda sé talan „7“ hennar happatala. MYND/Teitur „Það var kominn tími á að drífa sig í gang. Ég er búin að liggja allt of lengi í leti,“ segir söngkonan Sigríður Beinteinsdóttir, en hún er að hefjast handa við að búa til sína fyrstu sólóplötu í fjögur ár. Upptökur á plötunni hefjast strax eftir helgi og mun Sigríður meðal annars njóta aðstoðar sinfóníuhljómsveitar Búlgaríu við gerð hennar. „Ég hef lengi gengið með þessa plötu í maganum og hún verður allt öðruvísi en það sem ég hef áður gefið út. Þetta verður hátíðleg plata með kirkjulegu en jafnframt nokkuð poppuðu ívafi. Sem sagt mjög spennandi,“ segir Sigríður. Lögin á plötunni verða af ýmsu tagi og á henni verður að finna lög eftir íslenska og erlenda höfunda. Sigríður segir flest lögin vera „stór og mikil“ og verður meðal annars að finna nýja útgáfu á hinu hádramatíska Amazing Grace á henni. „Flest þessara laga eru mikil áskorun fyrir mig sem söngkonu,“ segir Sigríður en auk þess verður að finna nokkur ný lög eftir erlenda lagahöfunda á plötunni . Platan verður tekin upp á Íslandi og í Búlgaríu á næstu vikum og mánuðum og mun Sigríður taka virkan þátt í plötusölustríðinu um jólin. „Þetta verður vonandi jólagjöfin í ár hjá sem flestum,“ segir hún og hlær. Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
„Það var kominn tími á að drífa sig í gang. Ég er búin að liggja allt of lengi í leti,“ segir söngkonan Sigríður Beinteinsdóttir, en hún er að hefjast handa við að búa til sína fyrstu sólóplötu í fjögur ár. Upptökur á plötunni hefjast strax eftir helgi og mun Sigríður meðal annars njóta aðstoðar sinfóníuhljómsveitar Búlgaríu við gerð hennar. „Ég hef lengi gengið með þessa plötu í maganum og hún verður allt öðruvísi en það sem ég hef áður gefið út. Þetta verður hátíðleg plata með kirkjulegu en jafnframt nokkuð poppuðu ívafi. Sem sagt mjög spennandi,“ segir Sigríður. Lögin á plötunni verða af ýmsu tagi og á henni verður að finna lög eftir íslenska og erlenda höfunda. Sigríður segir flest lögin vera „stór og mikil“ og verður meðal annars að finna nýja útgáfu á hinu hádramatíska Amazing Grace á henni. „Flest þessara laga eru mikil áskorun fyrir mig sem söngkonu,“ segir Sigríður en auk þess verður að finna nokkur ný lög eftir erlenda lagahöfunda á plötunni . Platan verður tekin upp á Íslandi og í Búlgaríu á næstu vikum og mánuðum og mun Sigríður taka virkan þátt í plötusölustríðinu um jólin. „Þetta verður vonandi jólagjöfin í ár hjá sem flestum,“ segir hún og hlær.
Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira