Feðgin sungu með Sniglabandinu 28. ágúst 2007 06:30 Magnús Þór ásamt dóttur sinni Þórunni uppi á sviði í Hveragerði með Sniglabandinu. Tónlistarmaðurinn Magnús Þór Sigmundsson steig óvænt á svið með Sniglabandinu er þeir útvörpuðu beint frá Hveragerði síðastliðinn sunnudag. "Ég var bara staddur þarna og þeir kölluðu mig upp," segir Magnús Þór, sem söng með þeim lag sitt "Jörðin sem ég ann". Dóttir hans Þórunn söng með honum viðlagið. Hún er söngkona í bresku hljómsveitinni Fields sem hefur vakið töluverða athygli að undanförnu. Magnús, sem býr í Hveragerði, segist hafa hlustað á útvarpsþátt Sniglabandsins með öðru eyranu í sumar á Rás 2 og líkað vel. "Þetta eru svo fínir tónlistarmenn að þeir komast upp með það sem þeir gera. Ég hef oft spilað með Pálma [Sigurhjartarsyni]. Við spiluðum lengi saman á litlum tónleikum í gamla daga." Magnús er að leggja lokahönd á nýja sólóplötu sem er væntanleg í haust. "Þetta verður allt saman nýtt efni. Ég ákvað að endurnýja kynni mín við sjálfan mig frá fyrri tíð. Síðasta plata Magnúsar, Hljóð er nóttin, kom út fyrir tveimur árum og hafði að geyma öll vinsælustu lög hans. Auk "Jörðin sem ég ann" voru þar slagarar á borð við "Ísland er land þitt", "Sú ást er heit" og "Blue Jean Queen". Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Magnús Þór Sigmundsson steig óvænt á svið með Sniglabandinu er þeir útvörpuðu beint frá Hveragerði síðastliðinn sunnudag. "Ég var bara staddur þarna og þeir kölluðu mig upp," segir Magnús Þór, sem söng með þeim lag sitt "Jörðin sem ég ann". Dóttir hans Þórunn söng með honum viðlagið. Hún er söngkona í bresku hljómsveitinni Fields sem hefur vakið töluverða athygli að undanförnu. Magnús, sem býr í Hveragerði, segist hafa hlustað á útvarpsþátt Sniglabandsins með öðru eyranu í sumar á Rás 2 og líkað vel. "Þetta eru svo fínir tónlistarmenn að þeir komast upp með það sem þeir gera. Ég hef oft spilað með Pálma [Sigurhjartarsyni]. Við spiluðum lengi saman á litlum tónleikum í gamla daga." Magnús er að leggja lokahönd á nýja sólóplötu sem er væntanleg í haust. "Þetta verður allt saman nýtt efni. Ég ákvað að endurnýja kynni mín við sjálfan mig frá fyrri tíð. Síðasta plata Magnúsar, Hljóð er nóttin, kom út fyrir tveimur árum og hafði að geyma öll vinsælustu lög hans. Auk "Jörðin sem ég ann" voru þar slagarar á borð við "Ísland er land þitt", "Sú ást er heit" og "Blue Jean Queen".
Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira