Hjaltalín og Magnet - fjórar stjörnur 28. ágúst 2007 08:00 Ánægjuleg kvöldstund með mörgum óvæntum og líflegum uppákomum. Norræna menningarhátíðin Reyfi er eitt stórt metnaðarfullt fyrirbæri sem hefur ekki fengið nærri nógu mikla umfjöllun. Menningaratburðir af þessu tagi hefur vantað í íslenskt þjóðlíf. Sérstakur glerskáli hefur verið fluttur til landsins til þess að hýsa aðalatburði hátíðarinnar og sómaði hann sig vel á lóðinni fyrir utan Norræna húsið. Hljómsveitin Hjaltalín gekk brosandi og hnarreist upp á svið um leið og sólin hafði sest kyrfilega. Sveitin spilaði hljóðmildara sett en vanalega og hafði sveitin meðal annars innaborðs varatrommuleikara sem var enginn annar en Sigurður Guðmundsson, meðlimur Hjálma og Senuþjófanna. Komst hann vel frá sínu, þrátt fyrir augljóslega litla leikæfingu og bætti það upp með einlægri spilagleði. Reyndar hefur þessi útværa spilagleði Hjaltalín alltaf verið að aukast undanfarið. Ég man þegar ég sá sveitina spila fyrir ekki svo mánuðum síðan og leit þá út eins grafalvarlegar myndastyttur í úrtökuprófi fyrir FÍH. Gaman að sjá stórsveit sem Hjaltalín sleppa af sér beislinu svo að áhorfandinn fái virkilega á tilfinningu að sveitin sé að skemmta sér og líði vel uppi á sviðinu. Hinn norski Magnet tók við hljóðnemanum á eftir Hjaltalín en þessi ágæti einmenningur spilaði á Airwaves hátíðinni árið 2004. Nýjasta plata Magnet kom nýlega út í Noregi og flaug þar beint á toppinn. Magnet var vinalegur með eindæmum, sat á stól og glammraði ljúflega á gítarinn sinn. Sómasamleg blanda af Mugison og Damien Rice. Eftir fjögur lög tók Magnet loks upp einhvers konar heimatilbúna gítargræju sem hann fiktaði við, barði á pikkuppa og lúppaði síðan öllu á mjög myndarlegan máta. Allt í einu sló rafmagnið út, hljóðmenn hlupu um salinn og Magnet stóð uppi á sviðinu og vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Hann tók þá upp á því að spila fyrir gesti án allrar aðstoðar rafmagns og myndaðist mögnuð stemning í salnum. Eftir mikið bagsl komst hins vegar allt í lag en þegar Magnet ætlaði loks að hefja leik á ný sleit hann fyrsta strenginn sem gítarnögglin snerti. Magnet var greinilega ekki ætlað að fara klakklaust í gegnum tónleikana og reyndust brenglaðir tónar slitna strengsins þeir síðustu. Þrátt fyrir öll þessi vandræði náði Magnet þrátt fyrir allt að heilla viðstadda og fyrir mitt leyti var lítið annað hægt en að ganga út, glottandi út við tönn. Steinþór Helgi Arnsteinsson Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Norræna menningarhátíðin Reyfi er eitt stórt metnaðarfullt fyrirbæri sem hefur ekki fengið nærri nógu mikla umfjöllun. Menningaratburðir af þessu tagi hefur vantað í íslenskt þjóðlíf. Sérstakur glerskáli hefur verið fluttur til landsins til þess að hýsa aðalatburði hátíðarinnar og sómaði hann sig vel á lóðinni fyrir utan Norræna húsið. Hljómsveitin Hjaltalín gekk brosandi og hnarreist upp á svið um leið og sólin hafði sest kyrfilega. Sveitin spilaði hljóðmildara sett en vanalega og hafði sveitin meðal annars innaborðs varatrommuleikara sem var enginn annar en Sigurður Guðmundsson, meðlimur Hjálma og Senuþjófanna. Komst hann vel frá sínu, þrátt fyrir augljóslega litla leikæfingu og bætti það upp með einlægri spilagleði. Reyndar hefur þessi útværa spilagleði Hjaltalín alltaf verið að aukast undanfarið. Ég man þegar ég sá sveitina spila fyrir ekki svo mánuðum síðan og leit þá út eins grafalvarlegar myndastyttur í úrtökuprófi fyrir FÍH. Gaman að sjá stórsveit sem Hjaltalín sleppa af sér beislinu svo að áhorfandinn fái virkilega á tilfinningu að sveitin sé að skemmta sér og líði vel uppi á sviðinu. Hinn norski Magnet tók við hljóðnemanum á eftir Hjaltalín en þessi ágæti einmenningur spilaði á Airwaves hátíðinni árið 2004. Nýjasta plata Magnet kom nýlega út í Noregi og flaug þar beint á toppinn. Magnet var vinalegur með eindæmum, sat á stól og glammraði ljúflega á gítarinn sinn. Sómasamleg blanda af Mugison og Damien Rice. Eftir fjögur lög tók Magnet loks upp einhvers konar heimatilbúna gítargræju sem hann fiktaði við, barði á pikkuppa og lúppaði síðan öllu á mjög myndarlegan máta. Allt í einu sló rafmagnið út, hljóðmenn hlupu um salinn og Magnet stóð uppi á sviðinu og vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Hann tók þá upp á því að spila fyrir gesti án allrar aðstoðar rafmagns og myndaðist mögnuð stemning í salnum. Eftir mikið bagsl komst hins vegar allt í lag en þegar Magnet ætlaði loks að hefja leik á ný sleit hann fyrsta strenginn sem gítarnögglin snerti. Magnet var greinilega ekki ætlað að fara klakklaust í gegnum tónleikana og reyndust brenglaðir tónar slitna strengsins þeir síðustu. Þrátt fyrir öll þessi vandræði náði Magnet þrátt fyrir allt að heilla viðstadda og fyrir mitt leyti var lítið annað hægt en að ganga út, glottandi út við tönn. Steinþór Helgi Arnsteinsson
Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira