Tónlist

Í Höllinni í október

Rúnar Júlíusson heldur stórtónleika í Höllinni 27. október.
Rúnar Júlíusson heldur stórtónleika í Höllinni 27. október. MYND/Teitur

Tónlistarmaðurinn Rúnar Júlíusson heldur stórtónleika í Laugardalshöll 27. október. Þar mun Rúnar, ásamt stórri hljómsveit, flytja mörg sín bestu lög af löngum ferli, auk laga af nýjustu plötu sinni, Snákar í garðinum.

Fjöldi gesta mun heiðra Rúnar á tónleikunum, þar á meðal Bubbi Morthens, Björgvin Halldórsson, Shady Owens, Dr. Gunni, Jóhann Helgason, Baggalútur, Gylfi Ægisson, María Baldursdóttir og Hermann Gunnarsson, auk bandaríska gítarleikarans Larry Otis. Miðasala á tónleikana hefst 6. september á midi.is, í Skífunni í Reykjavík og BT úti á landi






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.