Ljósanæturlagið umdeilt í Reykjanesbæ 29. ágúst 2007 07:30 Jóhann Helgason segir að menn séu óþarflega viðkvæmir fyrir Ljósanæturlaginu þótt hann segist skilja gagnrýnina á vissan hátt. Lag Ljósanætur í ár er umdeilt í Reykjanesbæ ef marka má vefinn mannlif.is. Lagið, sem heitir Ó, Keflavík og er eftir Jóhann Helgason þykir hefja Keflavík upp til skýjanna og gagnrýnt er að sveitarfélögin sem mynda Reykjanesbæ ásamt Bítlabænum komi hvergi við sögu. Á vefnum segir ennfremur: „Hljómsveitin sem flytur lagið er svo fullskipuð Keflvíkingum en Rúnar Júlíusson flytur lagið ásamt Jóhanni. Samkvæmt Ólafi Thordersen, bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ, hafa SMS-skeyti gengið í hópsendingum á milli fólks í Njarðvík þar sem Njarðvíkingar eru hvattir til að standa saman á Ljósanótt. Sumir hafa jafnvel hótað því að mæta ekki á Ljósanótt vegna gróflegrar mismununar á bæjarfélögum.“ Jóhann segir að sér finnist þetta óþarfa viðkvæmni. „Ég gef persónulega lítið út á þetta þótt ég skilji gagnrýnina á vissan hátt. Menn verða að taka þessu með víðsýni. Ég þekki ekki Reykjanesbæ enda er ég fæddur og uppalinn í Keflavík. Þetta lag er samið frá hjartanu og útkoman er svona.“ Hann viðurkennir þó að Ljósanæturnefndin hafi velt þessu fyrir sér. „Ég var í sjálfu sér opinn fyrir því að gera annað lag og þetta stóð aðeins í mönnum. En þeir ákváðu að þetta væri í lagi svona. Ég hefði getað samið um einhverja sjoppuna í Keflavík eða Stapann. Ljósanóttin verður nú vonandi haldin í einhverja áratugi í viðbót. Það kæmi mér ekki á óvart þótt Njarðvíkingar á borð við Magga Sigmunds og Jóa G. myndu semja óð til Njarðvíkur á næsta ári.“ Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Lag Ljósanætur í ár er umdeilt í Reykjanesbæ ef marka má vefinn mannlif.is. Lagið, sem heitir Ó, Keflavík og er eftir Jóhann Helgason þykir hefja Keflavík upp til skýjanna og gagnrýnt er að sveitarfélögin sem mynda Reykjanesbæ ásamt Bítlabænum komi hvergi við sögu. Á vefnum segir ennfremur: „Hljómsveitin sem flytur lagið er svo fullskipuð Keflvíkingum en Rúnar Júlíusson flytur lagið ásamt Jóhanni. Samkvæmt Ólafi Thordersen, bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ, hafa SMS-skeyti gengið í hópsendingum á milli fólks í Njarðvík þar sem Njarðvíkingar eru hvattir til að standa saman á Ljósanótt. Sumir hafa jafnvel hótað því að mæta ekki á Ljósanótt vegna gróflegrar mismununar á bæjarfélögum.“ Jóhann segir að sér finnist þetta óþarfa viðkvæmni. „Ég gef persónulega lítið út á þetta þótt ég skilji gagnrýnina á vissan hátt. Menn verða að taka þessu með víðsýni. Ég þekki ekki Reykjanesbæ enda er ég fæddur og uppalinn í Keflavík. Þetta lag er samið frá hjartanu og útkoman er svona.“ Hann viðurkennir þó að Ljósanæturnefndin hafi velt þessu fyrir sér. „Ég var í sjálfu sér opinn fyrir því að gera annað lag og þetta stóð aðeins í mönnum. En þeir ákváðu að þetta væri í lagi svona. Ég hefði getað samið um einhverja sjoppuna í Keflavík eða Stapann. Ljósanóttin verður nú vonandi haldin í einhverja áratugi í viðbót. Það kæmi mér ekki á óvart þótt Njarðvíkingar á borð við Magga Sigmunds og Jóa G. myndu semja óð til Njarðvíkur á næsta ári.“
Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira