Nú er að bíta í skjaldarrendur 1. september 2007 06:00 Kosningabaráttan í vor er liðin. Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Velferðarstjórn. Nú stendur ekkert eftir nema að efna kosningaloforðin. Þau eru meira að segja sum komin inn í stjórnarsáttmálann. Það auðveldar eftirleikinn því væntanlega hafa stjórnarflokkarnir meint það sem þeir segja og sögðu, bæði fyrir og eftir kosningar. Það er sem sagt eftirvænting í loftinu. Fólk bíður úrlausnar og athafna. Mér eru auðvitað fyrst og fremst hugleikin þau mál, sem snúa að eldri borgurum. Bæði af því að þetta er mín kynslóð og svo líka af hinu að þar er pottur víða brotinn.TímaskekkjaMálefni eldri borgara hafa fram að þessu heyrt undir heilbrigðisráðuneytið. Það er tímaskekkja. Það að vera gamall er ekki heilbrigðismál, nema þegar gamalt fólk veikist eins og aðrir. Skattlagning, lífeyrir og tryggingabætur aldraðra koma heilbrigðismálum ekki við. Enda er um það samið í stjórnarsáttmálanum að málefni aldraðra og félagslegar úrbætur á því sviði heyri undir félagsmálaráðuneytið frá og með næstu áramótum. Þá þarf að taka til hendi.Það þarf að rétta hlut þeirra sem verst eru settir og búa við almannatryggingabætur sem sinn eina lífeyri. Ellilífeyrir er skammarlega smár, raunar langt fyrir neðan velsæmismörk. Tekjutengingar milli hjóna og skerðing af þeim sökum jaðrar við brot á mannréttindum. Skattlagning á lífeyrisgreiðslur sem ætlaðar eru til nauðþurfta er smánarblettur, skattleysismörk eru of lág og snýr það raunar að fleirum en eldra fólki einu saman.Síðast en ekki síst þarf að breyta þeirri skattastefnu, sem felur í sér mismunun í álagningu, eftir því hvers eðlis tekjurnar eru. Sá sem hefur tekjur af arði og ávöxtun fjár greiðir ekki nema tíu prósenta fjármagnstekjuskatt, meðan lífeyrissjóðsþegar, hvort heldur frá almannatryggingakerfinu eða frá lífeyrissjóðum, greiða rúmlega 35% í tekjuskatt. Þetta er óþolandi óréttlæti, félagslegt ranglæti, sem verður að leiðrétta. Greiðslur í lífeyrissjóði eru í eðli sínu aðferð til að ávaxta tekjur sínar og er sparnaður lífeyrisþegans með sama hætti og hver annar leggur tekjur sínar í banka eða hlutabréf. Þessi leiðrétting rataði ekki inn í stjórnarsáttmálann. Því miður.Þúsundir eldri borgara lifa af lífeyrisgreiðslum. Obbinn af þeim er á bilinu fjörutíu þúsund og upp í hundrað og fimmtíu þúsund krónur á mánuði. Af þessu á fólk að lifa. Það gengur auðvitað ekki að skattleggja lágmarksframfærslu, draga úr tryggingabótum af þeirra völdum og leiða fólk inn í þennan vítahring tekna, bóta og skatta. Hvað þá að leggja misháa skatta á þessar tekjur, eftir því hvernig þær verða til.Velferð er stórt orðÞað verður að einfalda þetta kerfi og gera það skilvirkt. Sjálfsagt er það flókið dæmi, enda er svo komið að það er ekki á valdi nema sérfræðinga að skilja tengingarnar og skerðingarnar og þennan hrærigraut allan. En kjarni málsins er sá að kerfið með öllum sínum annmörkum bitnar á fólki, sem hefur ekki gert annað af sér en lifa og verða gamalt.Spurningin er þessi: er kerfið til fyrir gamla fólkið eða öfugt? Skortur á hjúkrunarrými og þjónustu er svo annar handleggur, sem er brýnt úrlausnarefni ríkisstjórnar, sem vill standa við stóru orðin og rétta hjálparhönd þeim sem gjalda fyrir ástandið. Það mun koma í hlut heilbrigðisráðherra og þar er vaskur maður fyrir, sem vonandi mun láta hendur standa fram úr ermum. Velferð er stórt orð. En nú þarf að bíta í skjaldarrendur og sýna að hugur fylgi máli. Við þekkjum öll, í fjölskyldum okkar og nánasta umhverfi, þessar aðstæður og þessi kjör, sem hér er verið að lýsa. Og Íslendingar eru með stórt hjarta og hafa efni á myndarlegum úrlausnum.Það er að minnsta kosti alveg ljóst að ef hér verður ekki tekið til hendi, mun það verða bautasteinn ríkisstjórnarinnar í næstu kosningum. Ekki aðeins hvað varðar kjósendur, heldur einnig í þingmannaliðinu. Ég er sannfærður um að það góða fólk sem valist hefur á þing, ekki síst í stjórnarflokkunum tveim, er meðvitað um mikilvægi málsins. Eitt er víst, sjálfur er ég ekki kominn á hið háa alþingi til að láta fara vel um mig og sitja með hendur í skauti. Þar er verk að vinna. Til þess er ný ríkisstjórn mynduð að takast á við það sem miður hefur farið. Í velferðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun
Kosningabaráttan í vor er liðin. Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Velferðarstjórn. Nú stendur ekkert eftir nema að efna kosningaloforðin. Þau eru meira að segja sum komin inn í stjórnarsáttmálann. Það auðveldar eftirleikinn því væntanlega hafa stjórnarflokkarnir meint það sem þeir segja og sögðu, bæði fyrir og eftir kosningar. Það er sem sagt eftirvænting í loftinu. Fólk bíður úrlausnar og athafna. Mér eru auðvitað fyrst og fremst hugleikin þau mál, sem snúa að eldri borgurum. Bæði af því að þetta er mín kynslóð og svo líka af hinu að þar er pottur víða brotinn.TímaskekkjaMálefni eldri borgara hafa fram að þessu heyrt undir heilbrigðisráðuneytið. Það er tímaskekkja. Það að vera gamall er ekki heilbrigðismál, nema þegar gamalt fólk veikist eins og aðrir. Skattlagning, lífeyrir og tryggingabætur aldraðra koma heilbrigðismálum ekki við. Enda er um það samið í stjórnarsáttmálanum að málefni aldraðra og félagslegar úrbætur á því sviði heyri undir félagsmálaráðuneytið frá og með næstu áramótum. Þá þarf að taka til hendi.Það þarf að rétta hlut þeirra sem verst eru settir og búa við almannatryggingabætur sem sinn eina lífeyri. Ellilífeyrir er skammarlega smár, raunar langt fyrir neðan velsæmismörk. Tekjutengingar milli hjóna og skerðing af þeim sökum jaðrar við brot á mannréttindum. Skattlagning á lífeyrisgreiðslur sem ætlaðar eru til nauðþurfta er smánarblettur, skattleysismörk eru of lág og snýr það raunar að fleirum en eldra fólki einu saman.Síðast en ekki síst þarf að breyta þeirri skattastefnu, sem felur í sér mismunun í álagningu, eftir því hvers eðlis tekjurnar eru. Sá sem hefur tekjur af arði og ávöxtun fjár greiðir ekki nema tíu prósenta fjármagnstekjuskatt, meðan lífeyrissjóðsþegar, hvort heldur frá almannatryggingakerfinu eða frá lífeyrissjóðum, greiða rúmlega 35% í tekjuskatt. Þetta er óþolandi óréttlæti, félagslegt ranglæti, sem verður að leiðrétta. Greiðslur í lífeyrissjóði eru í eðli sínu aðferð til að ávaxta tekjur sínar og er sparnaður lífeyrisþegans með sama hætti og hver annar leggur tekjur sínar í banka eða hlutabréf. Þessi leiðrétting rataði ekki inn í stjórnarsáttmálann. Því miður.Þúsundir eldri borgara lifa af lífeyrisgreiðslum. Obbinn af þeim er á bilinu fjörutíu þúsund og upp í hundrað og fimmtíu þúsund krónur á mánuði. Af þessu á fólk að lifa. Það gengur auðvitað ekki að skattleggja lágmarksframfærslu, draga úr tryggingabótum af þeirra völdum og leiða fólk inn í þennan vítahring tekna, bóta og skatta. Hvað þá að leggja misháa skatta á þessar tekjur, eftir því hvernig þær verða til.Velferð er stórt orðÞað verður að einfalda þetta kerfi og gera það skilvirkt. Sjálfsagt er það flókið dæmi, enda er svo komið að það er ekki á valdi nema sérfræðinga að skilja tengingarnar og skerðingarnar og þennan hrærigraut allan. En kjarni málsins er sá að kerfið með öllum sínum annmörkum bitnar á fólki, sem hefur ekki gert annað af sér en lifa og verða gamalt.Spurningin er þessi: er kerfið til fyrir gamla fólkið eða öfugt? Skortur á hjúkrunarrými og þjónustu er svo annar handleggur, sem er brýnt úrlausnarefni ríkisstjórnar, sem vill standa við stóru orðin og rétta hjálparhönd þeim sem gjalda fyrir ástandið. Það mun koma í hlut heilbrigðisráðherra og þar er vaskur maður fyrir, sem vonandi mun láta hendur standa fram úr ermum. Velferð er stórt orð. En nú þarf að bíta í skjaldarrendur og sýna að hugur fylgi máli. Við þekkjum öll, í fjölskyldum okkar og nánasta umhverfi, þessar aðstæður og þessi kjör, sem hér er verið að lýsa. Og Íslendingar eru með stórt hjarta og hafa efni á myndarlegum úrlausnum.Það er að minnsta kosti alveg ljóst að ef hér verður ekki tekið til hendi, mun það verða bautasteinn ríkisstjórnarinnar í næstu kosningum. Ekki aðeins hvað varðar kjósendur, heldur einnig í þingmannaliðinu. Ég er sannfærður um að það góða fólk sem valist hefur á þing, ekki síst í stjórnarflokkunum tveim, er meðvitað um mikilvægi málsins. Eitt er víst, sjálfur er ég ekki kominn á hið háa alþingi til að láta fara vel um mig og sitja með hendur í skauti. Þar er verk að vinna. Til þess er ný ríkisstjórn mynduð að takast á við það sem miður hefur farið. Í velferðinni.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun