Bandaríski tónlistarmaðurinn Josh Groban hefur miklar mætur á nýjustu plötu Bjarkar Guðmundsdóttur, Volta, sem kom út fyrr á árinu.
„Ég hlusta aðallega á rokktónlist. Ég hlóð niður nýjustu plötu Bjarkar og hún er virkilega áhugaverð. Ég hef einnig verið að hlusta á nýjustu plötu Muse,“ sagði Groban, sem hélt vel heppnaða tónleika í Laugardalshöll í maí síðastliðnum. Tónleikarnir voru hluti af tónleikaferð Groban til að fylgja eftir nýjustu plötu sinni Awake.