Að drepa hugsjónir 2. september 2007 00:01 Þegar ég var lítil dreymdi flesta drengi um að verða lögreglumenn. Þeim þótti spennandi að fá að aka greitt um götur bæjarins með sírenurnar í gangi og heilluðust af þeirri hugsjón að bjarga saklausum borgurum frá vondu körlunum. Nú til dags ætla ungir strákar að verða áhættufjárfestar, framkvæmdastjórar og verðbréfamiðlarar þegar þeir verða stórir og jafnaldrar mínir sem létu lögregludrauminn rætast hafa skipt um starfsvettvang vegna lágra launa. Kannski þykir ekki eftirsóknarvert lengur að handsama glæpamenn og halda uppi lögum og reglu. Kannski er það álíka ómerkilegt og að standa við kennaraborðið og uppfræða æsku landsins. Umræðan um kjaramál lögregluþjóna er vissulega ekki orðin eins gömul og rotin og umræðan um kennaralaunin en í grunninn er þetta sama þrotlausa baráttan. “Það þarf að hækka launin til þess að laða hæft starfsfólk í þessi störf,” ómar úr sjónvarpinu og ég hef ekki hugmynd um hvort þar er verið að ræða kjör kennara eða lögregluþjóna. Umræðan gæti líka allt eins fjallað um sjúkraliða, sjúkraflutningamenn eða leikskólakennara því allsstaðar er það sama uppi á teningnum. Það er ekkert að hafa upp úr klisjukenndum hugsjónum um að uppfræða fólk, bjarga mannslífum og standa vörð um réttlætið. Hugsanlega geta menn fundið einhverja fró í slíkum störfum en langi menn í peninga verða þeir að róa á önnur mið. Peningar eru ekki allt en þeir skipta fjári miklu máli. Þótt ráðamenn tali um mikilvægi mannauðs við hátíðleg tilefni liggur það í augum uppi að peningar eru eini auðurinn sem virkileg virðing er borin fyrir. Við rifnum úr þjóðarstolti þegar við sjáum nöfn íslensku peningamannanna skríða upp lista yfir ríkustu menn í heimi meðan engum dettur í hug að setja saman lista yfir bestu kennara heims. Ég er svo þröngsýn að ég get ekki skilið sjónarmið þeirra sem þykja laun kennara sanngjörn. Mér finnst líka eitthvað óhugnanlegt við tilhugsunina um lögreglu skipaða mönnum sem nenna varla að eltast við bófana af því launin sem þeir fá fyrir vikið eru svo lág. Lögregluþjónar og kennarar eiga skilið að störf þeirra séu metin til fjár. Þó ekki sé nema til þess að börn geti áfram látið sig dreyma um að aka lögreglubíl með blikkandi ljósum og sírenum. Peningahyggjan má ekki drepa hugsjónirnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun
Þegar ég var lítil dreymdi flesta drengi um að verða lögreglumenn. Þeim þótti spennandi að fá að aka greitt um götur bæjarins með sírenurnar í gangi og heilluðust af þeirri hugsjón að bjarga saklausum borgurum frá vondu körlunum. Nú til dags ætla ungir strákar að verða áhættufjárfestar, framkvæmdastjórar og verðbréfamiðlarar þegar þeir verða stórir og jafnaldrar mínir sem létu lögregludrauminn rætast hafa skipt um starfsvettvang vegna lágra launa. Kannski þykir ekki eftirsóknarvert lengur að handsama glæpamenn og halda uppi lögum og reglu. Kannski er það álíka ómerkilegt og að standa við kennaraborðið og uppfræða æsku landsins. Umræðan um kjaramál lögregluþjóna er vissulega ekki orðin eins gömul og rotin og umræðan um kennaralaunin en í grunninn er þetta sama þrotlausa baráttan. “Það þarf að hækka launin til þess að laða hæft starfsfólk í þessi störf,” ómar úr sjónvarpinu og ég hef ekki hugmynd um hvort þar er verið að ræða kjör kennara eða lögregluþjóna. Umræðan gæti líka allt eins fjallað um sjúkraliða, sjúkraflutningamenn eða leikskólakennara því allsstaðar er það sama uppi á teningnum. Það er ekkert að hafa upp úr klisjukenndum hugsjónum um að uppfræða fólk, bjarga mannslífum og standa vörð um réttlætið. Hugsanlega geta menn fundið einhverja fró í slíkum störfum en langi menn í peninga verða þeir að róa á önnur mið. Peningar eru ekki allt en þeir skipta fjári miklu máli. Þótt ráðamenn tali um mikilvægi mannauðs við hátíðleg tilefni liggur það í augum uppi að peningar eru eini auðurinn sem virkileg virðing er borin fyrir. Við rifnum úr þjóðarstolti þegar við sjáum nöfn íslensku peningamannanna skríða upp lista yfir ríkustu menn í heimi meðan engum dettur í hug að setja saman lista yfir bestu kennara heims. Ég er svo þröngsýn að ég get ekki skilið sjónarmið þeirra sem þykja laun kennara sanngjörn. Mér finnst líka eitthvað óhugnanlegt við tilhugsunina um lögreglu skipaða mönnum sem nenna varla að eltast við bófana af því launin sem þeir fá fyrir vikið eru svo lág. Lögregluþjónar og kennarar eiga skilið að störf þeirra séu metin til fjár. Þó ekki sé nema til þess að börn geti áfram látið sig dreyma um að aka lögreglubíl með blikkandi ljósum og sírenum. Peningahyggjan má ekki drepa hugsjónirnar.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun