Utangarðsmaður Jón Kaldal skrifar 16. september 2007 00:01 Sjálfsagt eiga fáir núlifandi menn í heiminum jafnauðvelt með að koma umhverfisverndarsinnum úr jafnvægi og danski tölfræðingurinn Björn Lomborg. Hann bættist í pistlahöfundahóp Fréttablaðsins á föstudag og er einn af pennum efnisveitunnar Project Syndicate, sem leggur blaðinu til greinar úr deiglu hinnar alþjóðlegu umræðu. Jómfrúarpistillinn á föstudag er klassískur Lomborg þar sem hann hjólar í mikilvægi þess að kaupa lífrænt ræktaðar matvörur og gildi þess að draga úr losun koltvísýrings til að berjast gegn loftslagsbreytingum. Hvor tveggja eru sannkölluð heilög vígi þeirra sem vilja sjálfum sér og náttúrunni vel. Bæði atriði eru reyndar á góðri leið með að öðlast svo óumdeildan sess að þeir sem leyfa sér að efast eru varla taldir marktækir, gott ef ekki alveg úti á túni. Það er ekki ofsögum sagt að baráttan fyrir náttúru heimsins hafi á síðustu árum þokast í farveg sem hefur yfir sér nokkurn brag af pólitískum rétttrúnaði. Og gagnrýnin hugsun er ekki sérstaklega vel séð á þeim slóðum. Fyrir utan hvað umræða á slíkum forsendum er hrútleiðinleg, endar hún undantekningalítið í öngstræti. Lomborg er hressileg rödd í því samhengi. Fyrir þá sem ekki þekkja til Danans er rétt að rifja upp að hann birtist með brauki og bramli á sviði umræðunnar um loftslagsbreytingar af mannavöldum fyrir tæpum áratug. Málflutningur hans snýst í grófum dráttum um að flest sem fullyrt er um hlýnun jarðar, þverrandi orkulindir, vatnsskort, tegundir í útrýmingarhættu og aðra vá sem steðjar að náttúru og mannkyni, standist illa þegar rýnt er í tiltæk tölfræðigögn. Eins og gefur að skilja fer boðskapur Lomborgs þversum í marga og hafa ýmsir vísindamenn lagt sitt af mörkum við að reka þennan fróðleik ofan í hann. Og, verður að segjast, með ansi góðum árangri. Lomborg er hins vegar langt í frá alls varnað. Ólíkt sumum efasemdarmönnum um loftslagsbreytingar hafnar hann ekki ábyrgð manna á hlýnun jarðar. Hann telur hins vegar að aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda skili litlum árangri, segir þær of kostnaðarsamar og vill frekar beina kröftum og fjármunum alþjóðasamfélagsins að þróunarstarfi í þriðja heiminum. Þetta eru athyglisverðar pælingar. En í þeim eru brestir. Í grein sinni á föstudag segir Lomborg til dæmis að framleiðsla matvæla hafi aukist og að þau sé eru orðin ódýrari, sérstaklega í þróunarlöndunum. Staðreyndin er hins vegar sú að ójafnvægi í veðri, flóð og þurrkar hafa valdið gríðarlegum uppskerubresti víða um heim síðustu misseri og verð á matvælum er á hraðri uppleið. Ein lítil saga um mikilvægi jafnvægis í náttúrunni er af vandræðum í býflugnastofni Bandaríkjanna. Þessi litlu vinalegu kvikindi hafa strádrepist undanfarin ár og vísindamönnum hefur gengið illa að átta sig á orsökunum. Kappkostað hefur verið að finna lausn því flugurnar leika lykilhlutverk í að frjóvga uppskeru fjölmargra ávaxta, allt frá eplum til appelsína, melóna og bláberja. Að sögn CNN er stólað á flugurnar við framleiðslu á matvælum að verðmæti 15 milljarðar dala árlega. Það eru tæpir þúsund milljarðar íslenskra króna. Það má því segja að ein veigamestu rökin gegn hugmyndum Lomborgs séu að það er ekki síst þróunarríkjunum í hag að allt sé lagt í sölurnar til að reyna að koma í veg fyrir áframhaldandi loftslagsbreytingar með tilheyrandi ójafnvægi í náttúrunni. Það er alveg kristaltært að ef kemur til verðstríðs um matvæli heimsins munu þróunarríkin alltaf lenda undir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson Skoðun
Sjálfsagt eiga fáir núlifandi menn í heiminum jafnauðvelt með að koma umhverfisverndarsinnum úr jafnvægi og danski tölfræðingurinn Björn Lomborg. Hann bættist í pistlahöfundahóp Fréttablaðsins á föstudag og er einn af pennum efnisveitunnar Project Syndicate, sem leggur blaðinu til greinar úr deiglu hinnar alþjóðlegu umræðu. Jómfrúarpistillinn á föstudag er klassískur Lomborg þar sem hann hjólar í mikilvægi þess að kaupa lífrænt ræktaðar matvörur og gildi þess að draga úr losun koltvísýrings til að berjast gegn loftslagsbreytingum. Hvor tveggja eru sannkölluð heilög vígi þeirra sem vilja sjálfum sér og náttúrunni vel. Bæði atriði eru reyndar á góðri leið með að öðlast svo óumdeildan sess að þeir sem leyfa sér að efast eru varla taldir marktækir, gott ef ekki alveg úti á túni. Það er ekki ofsögum sagt að baráttan fyrir náttúru heimsins hafi á síðustu árum þokast í farveg sem hefur yfir sér nokkurn brag af pólitískum rétttrúnaði. Og gagnrýnin hugsun er ekki sérstaklega vel séð á þeim slóðum. Fyrir utan hvað umræða á slíkum forsendum er hrútleiðinleg, endar hún undantekningalítið í öngstræti. Lomborg er hressileg rödd í því samhengi. Fyrir þá sem ekki þekkja til Danans er rétt að rifja upp að hann birtist með brauki og bramli á sviði umræðunnar um loftslagsbreytingar af mannavöldum fyrir tæpum áratug. Málflutningur hans snýst í grófum dráttum um að flest sem fullyrt er um hlýnun jarðar, þverrandi orkulindir, vatnsskort, tegundir í útrýmingarhættu og aðra vá sem steðjar að náttúru og mannkyni, standist illa þegar rýnt er í tiltæk tölfræðigögn. Eins og gefur að skilja fer boðskapur Lomborgs þversum í marga og hafa ýmsir vísindamenn lagt sitt af mörkum við að reka þennan fróðleik ofan í hann. Og, verður að segjast, með ansi góðum árangri. Lomborg er hins vegar langt í frá alls varnað. Ólíkt sumum efasemdarmönnum um loftslagsbreytingar hafnar hann ekki ábyrgð manna á hlýnun jarðar. Hann telur hins vegar að aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda skili litlum árangri, segir þær of kostnaðarsamar og vill frekar beina kröftum og fjármunum alþjóðasamfélagsins að þróunarstarfi í þriðja heiminum. Þetta eru athyglisverðar pælingar. En í þeim eru brestir. Í grein sinni á föstudag segir Lomborg til dæmis að framleiðsla matvæla hafi aukist og að þau sé eru orðin ódýrari, sérstaklega í þróunarlöndunum. Staðreyndin er hins vegar sú að ójafnvægi í veðri, flóð og þurrkar hafa valdið gríðarlegum uppskerubresti víða um heim síðustu misseri og verð á matvælum er á hraðri uppleið. Ein lítil saga um mikilvægi jafnvægis í náttúrunni er af vandræðum í býflugnastofni Bandaríkjanna. Þessi litlu vinalegu kvikindi hafa strádrepist undanfarin ár og vísindamönnum hefur gengið illa að átta sig á orsökunum. Kappkostað hefur verið að finna lausn því flugurnar leika lykilhlutverk í að frjóvga uppskeru fjölmargra ávaxta, allt frá eplum til appelsína, melóna og bláberja. Að sögn CNN er stólað á flugurnar við framleiðslu á matvælum að verðmæti 15 milljarðar dala árlega. Það eru tæpir þúsund milljarðar íslenskra króna. Það má því segja að ein veigamestu rökin gegn hugmyndum Lomborgs séu að það er ekki síst þróunarríkjunum í hag að allt sé lagt í sölurnar til að reyna að koma í veg fyrir áframhaldandi loftslagsbreytingar með tilheyrandi ójafnvægi í náttúrunni. Það er alveg kristaltært að ef kemur til verðstríðs um matvæli heimsins munu þróunarríkin alltaf lenda undir.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun