Verndum Laugardalinn Ragnhildur Vigfúsdóttir skrifar 25. september 2007 00:01 Hvað er verið að byggja hérna á móti?" spurði matargestur á sunnudagskvöld. Ég hrökk aðeins við, því sem sannur borgarbúi vil ég alls ekki láta byggja á móti hjá mér. Það má þétta byggð, ég er voða hrifin af því, en alls ekki í næsta nágrenni við mig. Hér er allt eins og það á að vera. Ég leit út um gluggann og sagðist halda að þetta ættu að vera blómaker á nýja torginu við kirkjuna. Ég er nýbúin að vera hjá fótaaðgerðarfræðingnum mínum og hefði því verið búin að frétta ef eitthvað stæði til. Ég viðurkenni að þó ég hafi sérstakan áhuga á hverfinu mínu og á skipulagsmálum almennt hafa einstaka auglýsingar um breytt skipulag á ýmsum reitum samt farið fram hjá mér. Iðulega hafa það verið vökulir grannar sem hafa vakið mig upp af Þyrnirósarsvefni mínum. Ef ég sæi um kynningarmálin hjá borgarskipulagi myndi ég endurskoða vinnubrögð mín því það er ekki einleikið hvað þetta fer fram hjá fólki, það er ekki fyrr en vinnuvélarnar mæta sem við áttum okkur á því að eitthvað standi til. Þannig hafði ég samband við kirkjuna þegar stórvirkar vélar fóru að ryðja trjám um koll á túninu fyrir framan hana. Ég hélt að bílstjórinn hefði misst stjórn á tækinu, en fékk þær upplýsingar að til stæði að leggja hér tilkomumikið torg. Hafi það farið í grenndarkynningu fór hún fram hjá mér.Tvíburaturnar á Teigunum?Ég skrifaði undir mótmælaskjal gegn turninum á Grand hóteli eftir að hann hafði farið í grenndarkynningu þannig að mótmæli voru of seint fram borin og ekkert hægt að gera. Ég vildi að grannar mínir nytu sólar alla daga og þó ekki síður koma í veg fyrir að annað eins ferlíki rísi í kjölfarið á Blómavalslóðinni. Turninn á Grand hóteli var sagður kallast á við Hátúnsblokkirnar og turninn á Blómavalslóðinni verður sagður kallast á við nágranna sinn Herra Grand. Eins og ég sakna Blómavals þá get ég samglaðst íbúum í Sigtúni sem segja að þetta sé allt annað líf því það dró svo mikið úr umferð í götunni þegar verslunin flutti. Hverfisbúar höfðu kannski mestar áhyggjur af sólinni en okkur barst skyndilegur liðsauki þegar farið var að ræða um réttindi fólks til útsýnis.Allir sem aka Kringlumýrarbraut í átt að sjónum hafa misst töluvert af Esjunni. Það er líklega tímabært að standa vörð um Esjuna eða réttara sagt um þann „rétt" fólks að geta séð til hennar sem víðast. Við sem kjósum að búa í borg afsölum okkur kannski útsýninu út um gluggann hjá okkur, en við hljótum þó að mega sjá Esjuna án þess að þurfa að fara upp í Hallgrímskirkjuturn eða niður á Sæbraut. Háhýsalengjan við strandlengjuna og turninn á Grand hóteli þrengja sjóndeildarhring borgarbúa.Tjald frekar en hótelFótaaðgerðardaman, sem býr í hverfinu og gjörþekkir það, tjáði mér að við yrðum að standa vaktina því það væri þrengt að Laugardalnum úr öllum áttum. Ef heldur áfram sem horfir verður ekkert eftir nema Grasagarðurinn og túnið kringum Þvottalaugarnar. Ég ver drjúgum tíma í Laugardalnum. Ég geng stafgöngu um hann að minnsta kosti tvisvar í viku, dæturnar æfa skauta, skylmingar og fótbolta þar og sjálf hef ég verið viðskiptavinur Lauga frá opnun.Laugardalurinn iðar af lífi alla daga, börn að leik og fólk á göngu, hjólum eða skokkandi. Það eru fleiri en íbúar hverfisins sem nýta sér þetta fallega útivistarsvæði enda er það í miðri borginni. Mikil umferð fylgir Laugum þannig að Reykjavegurinn er oft erfiður gangandi vegfarendum á leið í dalinn. Íbúar við Laugateig komast varla á bíl út úr götunni, að minnsta kosti ekki þeir sem ætla að beygja til vinstri. Reykjavíkurborg gæti haft dágott upp úr því að hafa mann alla daga við Lauga til að sekta þá sem leggja ólöglega, því margir virðast helst vilja aka alveg að hlaupabrettinu og leggja því upp á gangstétt við innganginn. Ég er mjög ánægð með Laugar og með gömlu og góðu Laugardalslaugina. Ég verð þó að taka undir með vökulum granna mínum að mér er til efs að það verði Laugardalnum til framdráttar að leggja tjaldstæðið undir heilsuhótel. Það er frábært að hafa tjaldstæði inni í miðri borg og það fer vel að hafa það í nágrenni við Farfuglaheimilið. Ég geng þarna bæði sumar og vetur. Á sumrin er það sem kallast iðandi mannlíf og þykir mjög eftirsóknarvert í miðbænum að degi til og á vetrum er þarna kærkomið autt svæði þar sem börn geta leikið sér eða kerlingar gengið við stafi.Hér með mótmæli ég því að heilsuhótel komi í stað tjaldstæðisins og treysti því að vinir Laugardalsins, ekki síst nágrannar hans sem sitja í borgarstjórn, standi vörð um Laugardalinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Vigfúsdóttir Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Hvað er verið að byggja hérna á móti?" spurði matargestur á sunnudagskvöld. Ég hrökk aðeins við, því sem sannur borgarbúi vil ég alls ekki láta byggja á móti hjá mér. Það má þétta byggð, ég er voða hrifin af því, en alls ekki í næsta nágrenni við mig. Hér er allt eins og það á að vera. Ég leit út um gluggann og sagðist halda að þetta ættu að vera blómaker á nýja torginu við kirkjuna. Ég er nýbúin að vera hjá fótaaðgerðarfræðingnum mínum og hefði því verið búin að frétta ef eitthvað stæði til. Ég viðurkenni að þó ég hafi sérstakan áhuga á hverfinu mínu og á skipulagsmálum almennt hafa einstaka auglýsingar um breytt skipulag á ýmsum reitum samt farið fram hjá mér. Iðulega hafa það verið vökulir grannar sem hafa vakið mig upp af Þyrnirósarsvefni mínum. Ef ég sæi um kynningarmálin hjá borgarskipulagi myndi ég endurskoða vinnubrögð mín því það er ekki einleikið hvað þetta fer fram hjá fólki, það er ekki fyrr en vinnuvélarnar mæta sem við áttum okkur á því að eitthvað standi til. Þannig hafði ég samband við kirkjuna þegar stórvirkar vélar fóru að ryðja trjám um koll á túninu fyrir framan hana. Ég hélt að bílstjórinn hefði misst stjórn á tækinu, en fékk þær upplýsingar að til stæði að leggja hér tilkomumikið torg. Hafi það farið í grenndarkynningu fór hún fram hjá mér.Tvíburaturnar á Teigunum?Ég skrifaði undir mótmælaskjal gegn turninum á Grand hóteli eftir að hann hafði farið í grenndarkynningu þannig að mótmæli voru of seint fram borin og ekkert hægt að gera. Ég vildi að grannar mínir nytu sólar alla daga og þó ekki síður koma í veg fyrir að annað eins ferlíki rísi í kjölfarið á Blómavalslóðinni. Turninn á Grand hóteli var sagður kallast á við Hátúnsblokkirnar og turninn á Blómavalslóðinni verður sagður kallast á við nágranna sinn Herra Grand. Eins og ég sakna Blómavals þá get ég samglaðst íbúum í Sigtúni sem segja að þetta sé allt annað líf því það dró svo mikið úr umferð í götunni þegar verslunin flutti. Hverfisbúar höfðu kannski mestar áhyggjur af sólinni en okkur barst skyndilegur liðsauki þegar farið var að ræða um réttindi fólks til útsýnis.Allir sem aka Kringlumýrarbraut í átt að sjónum hafa misst töluvert af Esjunni. Það er líklega tímabært að standa vörð um Esjuna eða réttara sagt um þann „rétt" fólks að geta séð til hennar sem víðast. Við sem kjósum að búa í borg afsölum okkur kannski útsýninu út um gluggann hjá okkur, en við hljótum þó að mega sjá Esjuna án þess að þurfa að fara upp í Hallgrímskirkjuturn eða niður á Sæbraut. Háhýsalengjan við strandlengjuna og turninn á Grand hóteli þrengja sjóndeildarhring borgarbúa.Tjald frekar en hótelFótaaðgerðardaman, sem býr í hverfinu og gjörþekkir það, tjáði mér að við yrðum að standa vaktina því það væri þrengt að Laugardalnum úr öllum áttum. Ef heldur áfram sem horfir verður ekkert eftir nema Grasagarðurinn og túnið kringum Þvottalaugarnar. Ég ver drjúgum tíma í Laugardalnum. Ég geng stafgöngu um hann að minnsta kosti tvisvar í viku, dæturnar æfa skauta, skylmingar og fótbolta þar og sjálf hef ég verið viðskiptavinur Lauga frá opnun.Laugardalurinn iðar af lífi alla daga, börn að leik og fólk á göngu, hjólum eða skokkandi. Það eru fleiri en íbúar hverfisins sem nýta sér þetta fallega útivistarsvæði enda er það í miðri borginni. Mikil umferð fylgir Laugum þannig að Reykjavegurinn er oft erfiður gangandi vegfarendum á leið í dalinn. Íbúar við Laugateig komast varla á bíl út úr götunni, að minnsta kosti ekki þeir sem ætla að beygja til vinstri. Reykjavíkurborg gæti haft dágott upp úr því að hafa mann alla daga við Lauga til að sekta þá sem leggja ólöglega, því margir virðast helst vilja aka alveg að hlaupabrettinu og leggja því upp á gangstétt við innganginn. Ég er mjög ánægð með Laugar og með gömlu og góðu Laugardalslaugina. Ég verð þó að taka undir með vökulum granna mínum að mér er til efs að það verði Laugardalnum til framdráttar að leggja tjaldstæðið undir heilsuhótel. Það er frábært að hafa tjaldstæði inni í miðri borg og það fer vel að hafa það í nágrenni við Farfuglaheimilið. Ég geng þarna bæði sumar og vetur. Á sumrin er það sem kallast iðandi mannlíf og þykir mjög eftirsóknarvert í miðbænum að degi til og á vetrum er þarna kærkomið autt svæði þar sem börn geta leikið sér eða kerlingar gengið við stafi.Hér með mótmæli ég því að heilsuhótel komi í stað tjaldstæðisins og treysti því að vinir Laugardalsins, ekki síst nágrannar hans sem sitja í borgarstjórn, standi vörð um Laugardalinn.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun