Svart á hvítu 9. október 2007 00:01 Hvergi er meiri draugagangur og á netinu. Gamlar upplýsingar og hrekkir sveima þar um árum saman í óendanlegu tómarúmi. Virðast geta sest að í sálum fólks hvenær sem er og valdið ómældum ótta. Sífellt er verið að vara fólk við hvers kyns vá í gegnum tölvupósta og netskrif. Varnaðarorð leynast við hverja fingrasetningu. Reyndar er skelfinguna og varúðina á netinu ekki að undra miðað við upphaflegan tilgang þess. Það var hannað upp úr 1960 af varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, rök má færa fyrir því að á fáum stöðum hafi múgæsing verið iðkuð af jafn miklu kappi og í þeirri stofnun, með þeim tilgangi að tengja tölvur brysti kjarnorkustyrjöld á. Fyrir skömmu barst mér tölvuskeyti sem upphaflega átti að hafa verið skrifað af bandarískri móður sem leitaði fjórtán ára dóttur sinnar. Viðtakandi beðinn um að gefa sér tvær sekúndur til að áframsenda skeytið til allra sem hann þekkti. Ég gúgglaði nafni stúlkunnar og notaði ábyggilegri heimildir en koma frá sefsjúkum netverjum. Fimm ár voru liðin frá því stúlkan hvarf og fyrir löngu hafði hún skilað sér heim heil á húfi. Áhyggjuorð móðurinnar á veraldarvefnum verða þó seint sefuð. Sem unglingur taldi ég auðsýnt að almenningur myndi taka fjölmiðlun yfir. Blaðamannastéttin hyrfi og netupplýstur almenningur næði yfirhöndinni í miðlun frétta. Þótt sannleika megi finna í spánni hefur komið á daginn að netsögur eiga jafnan meira sameiginlegt með þjóðsögum en fréttum. Fólk heyrir eitthvað og miðlar því áfram fyrirhafnarlaust, oft með tilfærslum og ályktunum. Þótt blogg og tölvuskeyti hafi oft yfir sér ævintýralegan blæ er þeim miðlað í skrifum. Sú trú er svo æði langlíf að það sem sé svart á hvítu sé ávallt satt. Rétt eins og draugasögur eru netsögur sífellt að valda fólki skelfingu en um leið undarlegri skemmtan. Saga af svokölluðu nauðgunarlyfi sem átti að gera konur ófrjóar æddi um vefinn ekki alls fyrir löngu. Þegar lyfjaskrár voru kannaðar var hins vegar ekki að sjá að lyfið hefði verið til. Skemmst er svo að minnast hinnar æsilegu lygasögu af Helga hundingsbana hinum síðari. Óstaðfestar hryllingssögur samtímans veita mér oft mikla ánægju. Þær hafa samt einnig kennt mér að meta jarðbundnar fréttir Bændablaðsins sem og speki rassálfanna sem aldrei hikuðu við að spyrja grundvallarspurningarinnar: af hverju? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Hvergi er meiri draugagangur og á netinu. Gamlar upplýsingar og hrekkir sveima þar um árum saman í óendanlegu tómarúmi. Virðast geta sest að í sálum fólks hvenær sem er og valdið ómældum ótta. Sífellt er verið að vara fólk við hvers kyns vá í gegnum tölvupósta og netskrif. Varnaðarorð leynast við hverja fingrasetningu. Reyndar er skelfinguna og varúðina á netinu ekki að undra miðað við upphaflegan tilgang þess. Það var hannað upp úr 1960 af varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, rök má færa fyrir því að á fáum stöðum hafi múgæsing verið iðkuð af jafn miklu kappi og í þeirri stofnun, með þeim tilgangi að tengja tölvur brysti kjarnorkustyrjöld á. Fyrir skömmu barst mér tölvuskeyti sem upphaflega átti að hafa verið skrifað af bandarískri móður sem leitaði fjórtán ára dóttur sinnar. Viðtakandi beðinn um að gefa sér tvær sekúndur til að áframsenda skeytið til allra sem hann þekkti. Ég gúgglaði nafni stúlkunnar og notaði ábyggilegri heimildir en koma frá sefsjúkum netverjum. Fimm ár voru liðin frá því stúlkan hvarf og fyrir löngu hafði hún skilað sér heim heil á húfi. Áhyggjuorð móðurinnar á veraldarvefnum verða þó seint sefuð. Sem unglingur taldi ég auðsýnt að almenningur myndi taka fjölmiðlun yfir. Blaðamannastéttin hyrfi og netupplýstur almenningur næði yfirhöndinni í miðlun frétta. Þótt sannleika megi finna í spánni hefur komið á daginn að netsögur eiga jafnan meira sameiginlegt með þjóðsögum en fréttum. Fólk heyrir eitthvað og miðlar því áfram fyrirhafnarlaust, oft með tilfærslum og ályktunum. Þótt blogg og tölvuskeyti hafi oft yfir sér ævintýralegan blæ er þeim miðlað í skrifum. Sú trú er svo æði langlíf að það sem sé svart á hvítu sé ávallt satt. Rétt eins og draugasögur eru netsögur sífellt að valda fólki skelfingu en um leið undarlegri skemmtan. Saga af svokölluðu nauðgunarlyfi sem átti að gera konur ófrjóar æddi um vefinn ekki alls fyrir löngu. Þegar lyfjaskrár voru kannaðar var hins vegar ekki að sjá að lyfið hefði verið til. Skemmst er svo að minnast hinnar æsilegu lygasögu af Helga hundingsbana hinum síðari. Óstaðfestar hryllingssögur samtímans veita mér oft mikla ánægju. Þær hafa samt einnig kennt mér að meta jarðbundnar fréttir Bændablaðsins sem og speki rassálfanna sem aldrei hikuðu við að spyrja grundvallarspurningarinnar: af hverju?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun