Að komast á kortið Þórgunnur Oddsdóttir skrifar 12. október 2007 00:01 Ég er ekkert hrifinn af þessari friðarsúlu en þetta er frábær landkynning," sagði félagi minn við mig um daginn þegar við fylgdumst með umstanginu í kringum Yoko Ono og súluna í Viðey. Ég heyrði að margir tóku í sama streng. Fæstir ræddu um listrænt gildi verksins en allir voru ósköp ánægðir með að kastljós fjölmiðlanna skyldi beinast að Íslandi eina kvöldstund. Þegar erlendar stórstjörnur stíga hér á land eða Íslendingar gera það gott erlendis segjum við grobbin að nú sé Ísland komið á kortið. Það skiptir okkur óskaplega miklu máli að einhver viti af okkur úti í hinum stóra heimi. Þeir sem ekki kunna að meta tónlist Bjarkar eða Sigur Rósar hugsa þó með þakklæti til þessara listamanna sem hafa komið okkur á landakortið. Einu sinni reyndi ég að senda pakka heim til Íslands af litlu pósthúsi í Taílandi. Það gekk heldur seinlega enda hafði afgreiðslumaðurinn aldrei heyrt minnst á landið. Að lokum brá ég á það ráð að draga veslings manninn að heimskortinu sem hékk uppi á vegg. Ég ætlaði að benda honum á Ísland en brá heldur betur í brún þegar ég leit á kortið. Það var ekki eins og ég átti að venjast heldur var það skorið í gegnum mitt Altanshafið. Noregur var í efra horninu lengst til vinstri og Grænland á kantinum hægra megin en væn sneið af Atlantshafinu, og þar með Ísland, hafði þurrkast út. Sko það er ekki á kortinu en það er nú samt til," sagði ég við afgreiðslumanninn sem setti upp skrítinn svip. Hann hafði eflaust aldrei hitt viðskiptavin sem vildi senda pakka til lands sem hvergi var að finna á heimskortinu. Ég laug því að lokum að Ísland væri eiginlega í Noregi og pakkinn skilaði sér heim á endanum. Góðar fréttir ferðast hægt. Sextán árum eftir leiðtogafundinn í Höfða hafði Ísland ekki enn ratað á landakort taílenska pósthússins. Ef til vill er það svo enn þann dag í dag jafnvel þótt Unnur Birna hafi verið kjörin fegursta kona heims, Magni hafi slegið í gegn í Rock Star Supernova og ekkja Lennons hafi reist friðarsúlu í Viðey. Kannski er það líka bara allt í lagi því eins og ég sagði manninum á pósthúsinu þá er Ísland samt til - hvort sem það er á kortinu eður ei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rock Star Supernova Þórgunnur Oddsdóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun
Ég er ekkert hrifinn af þessari friðarsúlu en þetta er frábær landkynning," sagði félagi minn við mig um daginn þegar við fylgdumst með umstanginu í kringum Yoko Ono og súluna í Viðey. Ég heyrði að margir tóku í sama streng. Fæstir ræddu um listrænt gildi verksins en allir voru ósköp ánægðir með að kastljós fjölmiðlanna skyldi beinast að Íslandi eina kvöldstund. Þegar erlendar stórstjörnur stíga hér á land eða Íslendingar gera það gott erlendis segjum við grobbin að nú sé Ísland komið á kortið. Það skiptir okkur óskaplega miklu máli að einhver viti af okkur úti í hinum stóra heimi. Þeir sem ekki kunna að meta tónlist Bjarkar eða Sigur Rósar hugsa þó með þakklæti til þessara listamanna sem hafa komið okkur á landakortið. Einu sinni reyndi ég að senda pakka heim til Íslands af litlu pósthúsi í Taílandi. Það gekk heldur seinlega enda hafði afgreiðslumaðurinn aldrei heyrt minnst á landið. Að lokum brá ég á það ráð að draga veslings manninn að heimskortinu sem hékk uppi á vegg. Ég ætlaði að benda honum á Ísland en brá heldur betur í brún þegar ég leit á kortið. Það var ekki eins og ég átti að venjast heldur var það skorið í gegnum mitt Altanshafið. Noregur var í efra horninu lengst til vinstri og Grænland á kantinum hægra megin en væn sneið af Atlantshafinu, og þar með Ísland, hafði þurrkast út. Sko það er ekki á kortinu en það er nú samt til," sagði ég við afgreiðslumanninn sem setti upp skrítinn svip. Hann hafði eflaust aldrei hitt viðskiptavin sem vildi senda pakka til lands sem hvergi var að finna á heimskortinu. Ég laug því að lokum að Ísland væri eiginlega í Noregi og pakkinn skilaði sér heim á endanum. Góðar fréttir ferðast hægt. Sextán árum eftir leiðtogafundinn í Höfða hafði Ísland ekki enn ratað á landakort taílenska pósthússins. Ef til vill er það svo enn þann dag í dag jafnvel þótt Unnur Birna hafi verið kjörin fegursta kona heims, Magni hafi slegið í gegn í Rock Star Supernova og ekkja Lennons hafi reist friðarsúlu í Viðey. Kannski er það líka bara allt í lagi því eins og ég sagði manninum á pósthúsinu þá er Ísland samt til - hvort sem það er á kortinu eður ei.