Láglaunabasl í skólum Þorvaldur Gylfason skrifar 18. október 2007 13:50 Fyrir nokkrum árum birti bandaríska vikuritið NewsWeek frásögn af tveim unglingsstelpum í Grindavík. Þær ætluðu að ganga menntaveginn og koma sér burt úr plássinu og báru því við, að þar væri ekki nógu mikið við að vera, allra sízt strákarnir, því að þeir gætu ekki fest hugann við neitt nema fisk. Þessi vitnisburður stelpnanna rímar vel við nýjar tölur um ólík viðhorf kynjanna til skólagöngu. Í nýrri menntamálaskýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í París kemur fram, að fjórir af hverjum fimm ungum Íslendingum ljúka framhaldsskólaprófi: 92 prósent af stelpunum og 68 prósent af strákunum. Stelpur eru að vísu námfúsari en strákar, það hefur lengi legið fyrir, og þó: kannski er skólakerfið þannig úr garði gert, að það höfði frekar til kvenna en karla. Í Háskóla Íslands eru 64 prósent stúdentanna konur; þær eru í meiri hluta í öllum deildum nema verkfræði. Þetta er meiri slagsíða en í nálægum löndum, ef Danmörk og Noregur eru undan skilin. Í Noregi ljúka 82 prósent karla framhaldsskólaprófi og allar konur. Í Bretlandi ljúka 83 prósent karla framhaldsskólanum á móti 90 prósentum kvenna, minni slagsíða þar. Það er ekkert grín, ef landsbyggðin tæmist að kvenfólki vegna ófremdar í menntamálum. Það þarf að kveikja í körlunum. Þarna birtist vandi landsbyggðarinnar í hnotskurn eða einn angi hans að minnsta kosti: það þarf að efla og bæta menntun úti á landi, svo að fólkið sé frjálst að því að vera þar áfram. Aðdráttarafl landsbyggðarinnar minnkar, ef menntamálin eru í ólagi.Auknar fjárveitingarAðvaranir skólamanna og annarra mörg undangengin ár vegna naumra fjárveitinga til menntamála hafa skilað árangri. Fjárveitingar ríkis og byggða til menntamála hér heima námu fimm prósentum af landsframleiðslu 1995 og voru þá um miðbik á OECD-svæðinu og langt fyrir neðan Danmörku, Finnland, Noreg og Svíþjóð í efstu sætum listans. Við þurftum að gera betur af tveim ástæðum. Við vildum ekki vera eftirbátar annarra, allra sízt í menntamálum. Í annan stað eru Íslendingar yngri þjóð en Danir, Finnar, Norðmenn og Svíar í þeim skilningi, að hér eru hlutfallslega fleiri á skólaaldri, svo að útgjöld til menntamála þurfa að vera meiri en ella.Stjórnvöld brugðust vel við þessum áskorunum. Útgjöld ríkis og byggða til menntamála 2004 (nýrri sambærilegar tölur eru ekki til) námu tæpum átta prósentum af landsframleiðslu hér heima líkt og í Noregi og Svíþjóð. Þetta er ívið minna en í Danmörku og meira en í Finnlandi. Opinber útgjöld til menntamála á Íslandi jukust þannig um helming miðað við landsframleiðslu 1995-2004 og eru komin upp fyrir meðallag OECD-landanna. Það er lofsvert. Einkaútgjöld til menntamála eru að vísu meiri í mörgum OECD-löndum en hér, svo að heildarútgjöld til menntunarmála - þ.e. útgjöld almannavaldsins, heimila og fyrirtækja - eru að því skapi meiri þar en hér.Einn vinnuveitandiÍslenzkir kennarar þiggja lúsarlaun, og það þurfa margar aðrar starfsstéttir að gera. Kennaralaunin eru að jafnaði þriðjungi lægri en í Danmörku samkvæmt skýrslunni frá OECD og helmingi lægri en í Þýzkalandi.Þau eru fjórðungi lægri en þjóðartekjur á mann. Ísland, Ísrael, Noregur og Ungverjaland eru einu OECD-löndin, þar sem kennaralaun eru lægri en þjóðartekjur á mann. Annars staðar eru kennaralaun yfir tekjum á mann, svo sem í Þýzkalandi og Japan, þar sem kennaralaun eru helmingi hærri en þjóðartekjur á mann, og í Danmörku, þar sem þau eru sjöttungi hærri en tekjur á mann.Kennaralaun á OECD-svæðinu í heild eru að jafnaði þriðjungi hærri en þjóðartekjur á mann. Helmingsaukning fjárveitinga til menntamála miðað við landsframleiðslu síðan 1995 hefur því ekki dugað til að hefja kennarastéttina upp úr láglaunabaslinu.Svo er annað. Grunnlaun kennara á Íslandi hækka minna með auknum starfsaldri en tíðkast á OECD-svæðinu. Grunnlaun kennara í efsta launaflokki eftir 15 ára starfsaldur eru á Íslandi þriðjungi hærri en byrjunarlaun, en 70 prósentum hærri á OECD-svæðinu að meðaltali. Þessi munur virðist stafa sumpart af því, að fjölbreytnin í skólakerfinu er minni hér en víða annars staðar.Langflestir íslenzkir kennarar hafa einn og sama vinnuveitanda, almannavaldið. Hvernig nýtir vinnuveitandi sér óskoraða einkeypisaðstöðu? Hann þrýstir laununum eins langt niður og hann getur. Ef einkaframtak fengi meira svigrúm í menntamálum og skólaflóran væri fjölbreyttari, myndi ríkið missa einkeypisaðstöðuna, og kennaralaun myndu trúlega hækka meira með aukinni starfsreynslu. Meiri fjölbreytni í skólakerfinu væri kennurum í hag. Og strákunum í Grindavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun
Fyrir nokkrum árum birti bandaríska vikuritið NewsWeek frásögn af tveim unglingsstelpum í Grindavík. Þær ætluðu að ganga menntaveginn og koma sér burt úr plássinu og báru því við, að þar væri ekki nógu mikið við að vera, allra sízt strákarnir, því að þeir gætu ekki fest hugann við neitt nema fisk. Þessi vitnisburður stelpnanna rímar vel við nýjar tölur um ólík viðhorf kynjanna til skólagöngu. Í nýrri menntamálaskýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í París kemur fram, að fjórir af hverjum fimm ungum Íslendingum ljúka framhaldsskólaprófi: 92 prósent af stelpunum og 68 prósent af strákunum. Stelpur eru að vísu námfúsari en strákar, það hefur lengi legið fyrir, og þó: kannski er skólakerfið þannig úr garði gert, að það höfði frekar til kvenna en karla. Í Háskóla Íslands eru 64 prósent stúdentanna konur; þær eru í meiri hluta í öllum deildum nema verkfræði. Þetta er meiri slagsíða en í nálægum löndum, ef Danmörk og Noregur eru undan skilin. Í Noregi ljúka 82 prósent karla framhaldsskólaprófi og allar konur. Í Bretlandi ljúka 83 prósent karla framhaldsskólanum á móti 90 prósentum kvenna, minni slagsíða þar. Það er ekkert grín, ef landsbyggðin tæmist að kvenfólki vegna ófremdar í menntamálum. Það þarf að kveikja í körlunum. Þarna birtist vandi landsbyggðarinnar í hnotskurn eða einn angi hans að minnsta kosti: það þarf að efla og bæta menntun úti á landi, svo að fólkið sé frjálst að því að vera þar áfram. Aðdráttarafl landsbyggðarinnar minnkar, ef menntamálin eru í ólagi.Auknar fjárveitingarAðvaranir skólamanna og annarra mörg undangengin ár vegna naumra fjárveitinga til menntamála hafa skilað árangri. Fjárveitingar ríkis og byggða til menntamála hér heima námu fimm prósentum af landsframleiðslu 1995 og voru þá um miðbik á OECD-svæðinu og langt fyrir neðan Danmörku, Finnland, Noreg og Svíþjóð í efstu sætum listans. Við þurftum að gera betur af tveim ástæðum. Við vildum ekki vera eftirbátar annarra, allra sízt í menntamálum. Í annan stað eru Íslendingar yngri þjóð en Danir, Finnar, Norðmenn og Svíar í þeim skilningi, að hér eru hlutfallslega fleiri á skólaaldri, svo að útgjöld til menntamála þurfa að vera meiri en ella.Stjórnvöld brugðust vel við þessum áskorunum. Útgjöld ríkis og byggða til menntamála 2004 (nýrri sambærilegar tölur eru ekki til) námu tæpum átta prósentum af landsframleiðslu hér heima líkt og í Noregi og Svíþjóð. Þetta er ívið minna en í Danmörku og meira en í Finnlandi. Opinber útgjöld til menntamála á Íslandi jukust þannig um helming miðað við landsframleiðslu 1995-2004 og eru komin upp fyrir meðallag OECD-landanna. Það er lofsvert. Einkaútgjöld til menntamála eru að vísu meiri í mörgum OECD-löndum en hér, svo að heildarútgjöld til menntunarmála - þ.e. útgjöld almannavaldsins, heimila og fyrirtækja - eru að því skapi meiri þar en hér.Einn vinnuveitandiÍslenzkir kennarar þiggja lúsarlaun, og það þurfa margar aðrar starfsstéttir að gera. Kennaralaunin eru að jafnaði þriðjungi lægri en í Danmörku samkvæmt skýrslunni frá OECD og helmingi lægri en í Þýzkalandi.Þau eru fjórðungi lægri en þjóðartekjur á mann. Ísland, Ísrael, Noregur og Ungverjaland eru einu OECD-löndin, þar sem kennaralaun eru lægri en þjóðartekjur á mann. Annars staðar eru kennaralaun yfir tekjum á mann, svo sem í Þýzkalandi og Japan, þar sem kennaralaun eru helmingi hærri en þjóðartekjur á mann, og í Danmörku, þar sem þau eru sjöttungi hærri en tekjur á mann.Kennaralaun á OECD-svæðinu í heild eru að jafnaði þriðjungi hærri en þjóðartekjur á mann. Helmingsaukning fjárveitinga til menntamála miðað við landsframleiðslu síðan 1995 hefur því ekki dugað til að hefja kennarastéttina upp úr láglaunabaslinu.Svo er annað. Grunnlaun kennara á Íslandi hækka minna með auknum starfsaldri en tíðkast á OECD-svæðinu. Grunnlaun kennara í efsta launaflokki eftir 15 ára starfsaldur eru á Íslandi þriðjungi hærri en byrjunarlaun, en 70 prósentum hærri á OECD-svæðinu að meðaltali. Þessi munur virðist stafa sumpart af því, að fjölbreytnin í skólakerfinu er minni hér en víða annars staðar.Langflestir íslenzkir kennarar hafa einn og sama vinnuveitanda, almannavaldið. Hvernig nýtir vinnuveitandi sér óskoraða einkeypisaðstöðu? Hann þrýstir laununum eins langt niður og hann getur. Ef einkaframtak fengi meira svigrúm í menntamálum og skólaflóran væri fjölbreyttari, myndi ríkið missa einkeypisaðstöðuna, og kennaralaun myndu trúlega hækka meira með aukinni starfsreynslu. Meiri fjölbreytni í skólakerfinu væri kennurum í hag. Og strákunum í Grindavík.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun